Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 18.02.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 18.02.1925, Qupperneq 1
Miðvikudag 18. febrúar 1925. I. árgangur. 15. lölublað. *r^VO sem allir vita, er húsa- i\ skipan hér á landi mjög ^ ábótavant. Sumir telja að vísu, að miklar framfarir hafi orðið í því efni á síðari árum og kann vel að vera, að nokkuð sé hæft í þvi. Eigi að síður er margt í hinutn nýja byggingar- stíl, sem er auðsæ afturför frá því sem áður var. Það er viðurkent, að bezta byggingarefni í hverju landi sé það, er finst í landinu sjálfu. Hér hefir að vísu orðið að sækja nokkuð af byggingarefni til út- landa — svo sem timbur, að svo miklu leyti sem rekar hafa •ekki hrokkiö. Annars voru vegg- ir og þök gert úr grjóti og torfi, og þetta byggingarefni hefir þann kost að gera hús skjól- góð og hlý. Kom þetta sér vel vegna þess, hve landið er snautt af eldsneyti. Nú eru bændur í beztu héruðum landsins að berj- ast við það, að koma sér upp íbúðarhúsum úr timbri eða steini, með svo ærnum kostnaði, að trauðla er von að losna úr skuldum æfilangt. þessi hús geta verið björt og loftgóð og eru það tveir höfuðkostir manna- bústaða. En einn galli er þeim sameiginlegur: f*au eru köld, svo köld að ekki er líft í þeim á vetrum nema með því móti að uppliita þau. Bændur í sveit- um hafa ærinn kostnað af bú- um sinum og erfiða flutninga. Þeir geta því eigi keypt kol til eldneytis. Og til þess að geta hitað þessi nýju hús svo að líft sé í þeim og þau ónýtist ekki af raka, verða þeir að ger- ast rányrkjendur: brenna sauða- taði, rífa fjalldrapa og höggva skóg, svo að gróðursælar land- spildur fara í auðn og blása upp. Forfeðrunum hefir verið legið á hálsi fyrir það hvernig þeir fóru með skógana, og nú er hér skógrægt og skógfriðun. En þó erum vér engu betri nú i þessu efni en vér vorum fyrir þúsund árum — nema verri sém, þar sem vér ættum að vita og þykjumst vita afleiðingar slíkrar rányrkju, en það vissu forfeður vorir eigi. Nú á að stofna búnaðarlána- deild í landinu. Verður hlutverk hennar það, að styðja bændur til þess að rækta jarðir sínar betur en áður og koma upp betri húsakynnum, en áður hafa verið, og nýbygð. En um leið og svo er komið, að bændum gefst kostur á, að fá lán til húsagerðar með auð- veldara móti en áður hefir verið, má gera ráð fyrir þvi, að mikil breyting verði á því sviði á næstu árum. Jafnframt kemur þá til greina, hvernig muni heppilegust húsaskipan í sveit- um og hvert bj'ggingarefni muni bezt. Gömlu torfbæirnir höfðu sina galla, en þeir höfðu lika sína stóru kosti. Nýju íbúðar- húsin, sem gnapa nú víða á tún- um, líkt og einhver »meteor«, (hafa engin íslenzk einkenni og eru í engu samræmi við náttúru landsins) þau hafa sjálfsagt sína kosti en miklu fleiri ókosti. Væri það því þarft verk ef ein- hver gæti bent á nýtt byggingar- arlag, er sameinaði kosti gömlu sveitabæjanna og húsa þeirra, er víða hafa risið upp á síðari árum. Meðan núverandi fjár- málaráðherra Jón Forláksson var landsverkfræðingur, gaf hann bændum margar góðar bending- ar um húsabyggingar i sveitum. Reyndi hann þá um leið að sameina þetta tvent, og fór bil beggja, hinnar nýju og gömlu húsaskipunar. Hann vildi t. d. ekki sleppa fjóshitanum og hann vildi nota torfþök. Hvort tveggja var ágætt. Sá sparnaður sem það hefur í för með sér fyrir land og bónda er ómetanlegur, og óheilnæmari eru þær íbúðir eigi en aðrar, nema síður sé. Vilja nú ekki hinir yngri verkfræðingar vorir, eða aðrir þéir, sem skynbragð bera þar á, leitast við að koma með endur- bætur á þessu sviði og verða þannig þjóð sinni að ómetanlegu gagni? Nú er einmitt heppileg- ur tími til þess. Tii dala. þó að gallist mætir menn mest í hallar sölum, frónskir karlar eru enn inzt í fjailadölum. Þeim er tíðast þjóðarmál þegar hríðar ganga, enda’ er víða aöals sál undir hlíðar vanga. Eru dygðir arfgengar allri bygð til náðar, ást og trygðin eru þar engum brigðum háðar. Ljúft við daga Ijósa brá líður saga ára, eins og bragur orktur hjá ástmey fagurhára. Meðan sjáinn sveipar létt sólar háa veldi, þjóðin á hér aðalsrétt undir bláum feldi. Hún á merg sem hlúir að huldu’ og dverga skarinn, hopar hvergi’ af staðar-stað, stuðlabergi varin. Fordild alin útlend spjöll öll í valinn hnígi; þeim mun halur hasla völl hér í dala-vígi. J. S. Bergmann. Ping'tíðindi. Neðri deild. Þar voru þrjú mál á dagskrá í gær. Um þriðja málið, breyt- ingar stjórnarinnar á bannlög- unum, urðu nokkrar umræður.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.