Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 18.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 pr|ónles, smjör 02; tólg fæst hjá ^ambandi ísl. samvimmíélaga Sími 4:90. Tóm steinolíuföt kaupir hæsta verði Hf. Hrogn & Lýsi. Simi 262 IIús og byggingarlóÖir selur Jóna^ O. Jónsson, Vonarstræti 11 B. Áhersla lögð á hagkvæm viðskifti beggja aðilja. Hjátrú. l*að er kannske af því, að ég aldrei heiti á, að í hvert skifti sem ég les í blöðunum áheita- auglýsingar á Strandakirkju, að ég furða mig á, að enn þá skuli þrífast hér svona röinm hjátrú. Ég veit að ýmiskonar heimska getur auðveldlega flogið snöggv- ast í hug manna, en of nærri gengur hún þá farið er að heita á stokka og staura sér og sín- um til fulltingis. Vilji menn endilega losna við fé sitt til áheita, þá væri sanni nær að heita á einhverja af þeim nauðlíðandi manneskjum, sem heita má að megi flnna hvar sem litið er, — telja má víst, að það sé guði engu siður þóknan- legt. En séu einhverjir þeir, sem endilega halda, að til þess að áheitið gangi eftir, beri að heita á kirkju, þá sýndist sanni nær að heita á Hallgrímskirkju, svo þeim mæta manni Hallgr. sál. Péturssyni verði sem fyrst reist það minnismerki sem honum sæmir, enda eiga aldir og óborn- ir honum skuld að ljúka. D. 8011 n r járnbrnntakóiiKsins. sofandi niður í hann. — Þetta er ágætt, mætti Locke. Pað er bif- reið hér fyrir utan. Vfð látum Ringold vera þar sem hann er kominn. Einuin sólarhring síðar reyndi Adelbert Higg- ins að rifja upp fyrir sér hvað á daginn hefði drifið eftir það, að hann fór frá veitingahúsi Múllers í East Fourteenth Street, en það var þýðingarlaust. Það vakti fyrir honum líkt og óljós draumur, að hann hefði lent í einhvejum mjög skemtilegum samræðum við einhvern ókunnugan mann. Og óljóst mundi hann eftir því, að það var farið að daga er þeir fóru þaðan. Svo mundi hann að hann hafði ekið í vagni um óravegu, en ekkert vissi hann um það hver hafði þá verið með honum, né hvað síðar hafði íyrir komið. Og hann gat hvergi fengið upplýsingar um það, því að hann var neyddur til að yfirgefa New York þegar í stað. Ringold hafði lagt á stað snemma þenna morg- un. Ástæðan var sú, að Michael Padden hafði stmað og sagt að hinn særði maður hefði feng- ið rænu og að hann hefði þekt einn af þeim félögum. Higgins lagði því á stað undir kvöldið og var förinni fyrst heitið til Japan. Hann hafði ekki annað meðferðis en litla handtösku og þann ásetnnig að sjá sig um í heiminum. III í kröggnm. Það er eiginlega ekki rétt ág segja að Kirk Anthony hafi vaknað, heldur losaði hann svefn og lá lengi í hálfgerðu leiðslumóki. Hann gat ekki gert sér grein fyrir því hvenær hann opn- aði augun. Það kostaði hann afarmikla áreynslu, að komast svo til sjálfs sin, að hann gæti byrjað að hugsa. Og hið fyrsta sem hann þótt- ist komast að raun um, var, að hann mundi hafa sofið lengi og miður dagur mundi kominn, Oft hafði það komið fyrir hann eftir nætursvall í New York að hann hafði vaknað í ókunuu húsi og verið lengi að átta sig á því hvar hann mundi niður kominn. En nú gat hann ekkert hugsað — jafnvel löngu eftir það að hann þóttist viss um að vera glaðvakandi. Svo lokaði hann augunum og sagði við sjálfan sig: — Ríddu nú við, Kirk. Látum okkur nú sjá hvar við höfum verið. Þegar þú fórst frá Padden var haldið til Maxim og þaðan á einhvern stað annan. Þar lenti í ryskingum og eftir það reyndir þú að ryðjast inn í kjallarann hjá Tom, en þegar það tókst ekki var haldið austur í bæ. Ringold var dauðadrukkinn. Jú, þetta er ágætt, þetta manstu alt saman. Svo varstu að ,\ »

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.