Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 18.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGB LAÐ Bekanntmachung. % Die Bestattung der Leiche angeblich des Fúhrers des Fisch- dampfers Bayern aus Nordenham, der in der Nacht 26—27 Januar 1925 bei Hafnarberg unterging, findet Donnerstag den 19. Februar um 2 Uhr p. m. vom Dome statt. Reykjavík 16. 2 1925. Deutsches Generalkonsulat. I viðjum ásta otj örlaga. Sjónleikur í 10 þáttum. Aðalhlutverk leika: Norma Talmadgc og Conway Tearle. Leikendur sem allir dást nú mest að. Vinnustofa okkar teknr að sér alls konar viðgerðir á raftækjum. Fægj- um og lakkberum alls konar málmhluti. Hiöðum híl-raf- geyrna ódýrt.—Fyrsta 11. vinna. Hi. rafmapsf. liti & Ljos, Laugavegi 20 B. Sími 830. Erindi send Alþing’i. Ríkarður Jónsson sækir um 2500 kr. styrk til þess að halda uppi kenslu í dráttlisl og tré- skurði í Reykjavik. 90 íbúar Kaldranahrepps í Strandasýslu senda þingmanni kjördæmisins bréf og óska eftir styrk úr ríkissjóði til þess að byggja upp hús staðarins á prestsetrinu Stað í Steingrímsfirði. Guðjón J. Bachmann sækir um alt að 2000 kr. styrk fyrir hönd Sigríðar dóttur sinnar til þess að stunda hjúkrunarnám við University College Hospital í London, þar sem hún er nú. Fylgja eindregin meðmæli frá Steingrími lækni Matthíassyni. Hefir Sigríður áður verið við hjúkrunarnám í spítalanum á Akureyri. Húsmæðraskóll á Staðarfelli. í Ed. ber Jónas Jónsson fram frv. um það, að ríkið skuli stofna húsmæðraskóla á Staðar- felli og leggia til hans minning- arsjóði Herdísar Benediktsen og Gests Magnússonar. »Áður en skólinn tekur til starfa, má veita úr landsjóði alt að 8000 til óhjákvæmilegrar breytingar á íbúðarhúsinu á Staðarfelli og til kenslutækja. Ennfremur skal landsstjórninni heimilt að láta lcaupa skólanum til handa fyrir almannafé hálfa lausafjáráhöfn á jörðina. Stjórn Búnaðarfélags íslands sker úr því, hvað teljast skuli meðal áhöfn á Staðarfelli. Búið og jörðina skal síðan leigja for- stöðukonunni« (sem ætlast er til að fái að launum 2000 krónur) með sömu leiguskilmálum og Hvanneyri er leigð. Býst flm. við því, að reka megi skólann fyrst um sinn með 'tiltölulega litlum kostnaði fram yfir styrk úr Herdísarsjóðnum. — Eins og getið hefir verið, hafa Dalamenn æskt eftir því að skólinn væri stofnaður nú þegar, og hefir nú Jónas orðið fyrri til en þm. þeirra að koma þeim óskum á framfæri. Fríðun rjlipna. Pétur Ottesen ber fram í Nd. frv. um að lengja friðunartima rjúpna um hálfan mánuð, þannig að hann nái frá áramótum til 1. nóv. en ekki 15. okt. eins og nú er. Tvær á- stæður telur hann mæla með þessu: að rjúpnaveiðar í októ- ber komi í bág við haustannir og að rjúpan sé því lakari út- flutningsvara, sem fyr er byrjað að skjóta. þrjátíu menn höfðu æðsta vald í landinu og nefndust þjóðráð; . . . . var eudurskoðandi settur yfir hvern einasta mann i land- inu, til þess að sjá um, að allir fylgdu lífsreglum þeim, er blöðin höfðu prédikað og enginn eyddi einum einasta eyri í óþarfa; en yfir þessa endurskoðara voru aftur settir aðrir endurskoðarar til að gá að hvort þeir gættu vel að öllu og reiknuðu ekki alt vitlaust, og svo aftur aðrir end- urskoðarar yfir þá, og svo koll af kolli, svo að ekki fanst eitt mannsbarn á landinu, sem ekki var endurskoðari, því að ekki veitti af nákvæmninni og eftir- litinu.--------í alþingishúsinu var altaf haldið alþing vetur og sumar, dag og nótt; þingheim- urinn var eintómt kvenfólk, og skiftist á að vaka, en þingræð- urnar voru um þann óþolandi þrældóm, sem kvenfólkið væri . í, og um kvenfrelsi og elsku til náungans, en til tilbreytingar um lóðabrúkun og þilskipaveið- ar. Allar þessar dömur voru í fjárlaganefndinni, því að þar vilja allir vera, og bruðluðu þær út grúnkunum á báðar hendur til sinna vildarmanna, og var heldur hrafnagangur í öskjunni; sumar voru altaf að sletta latínu, því að þær voru allar studerað- ar og þótti frábært. Mentunar- skólar voru komnir um alt, og yfir dyrunum á hverjum þeirra var þetta letur greypt með gulli: »Pað þarf að menta alþýðu«. (Ben. Gröndal: Póröar saga Geir- mundarsonar). Mjög er það í frásögur fært í norskum, og þá sérstaklega dönskum blöðum, að einhver frægasta leikkona Dana, Betty Nansen, hefir nýlega gifzt norsk- um leikara, að nafni Henrik Benzon. . . . Mikill aldursmunur er á þeim hjónum. Betty Nan- sen er yfir fimtugt, en Benzon tæplega þrítugur........Blöðin, sem um þetta hafa getið, telja miklar listavonir bundnar við þetta kvonfang . . . og ekki geti hjá því farið, að ágæt og mik- ilsverð leikstarfsemi verði ávöxt- ur þessa hjónabands. (Morgunbl. 15,/i. ’25).

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.