Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 19.02.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 19. febrúar 1925. I. árgangur. 16. tölublað. föacjBíaé Húsaleigumáliö. Eftir Einar Arnórsson, prófessor. Það reyndist óhjákvæmilegt að setja athafnafrelsi manna ýmsar óvenjulegar skorður, með- an styrjöldin mikla stóð yfir. Því var mönnum bannaður út- flutningur á vörum og innflutn- ingur, eftir því sem nauðsyn þótti á vera. Verðlagsnefnd var skipuð til þess að ákveða há- marksverð á vörum o. s. frv. En allar hafa þessar ráðstaf- anir verið niður feldar þegar Styrjöldinni lauk, eða þeim afleið- ingum hennar, sem ákvarðanir þessar áttu að milda eða koma í veg fyrir. Ein af styrjaldarráðstöfunum þessum voru húsaleigulögin í Reykjavík. Með þeim var leigu- sölum meðal annars: 1) bannað að segja leigulökum húsnœði sinu upp, nema þeir hefði vanefnt leigumála, 2) bannað að flytja í leigu- ibúð í húsi sínu, ef rýma þurfti burt leigutaka. nema leigusali hefði eignast húsið fyrir 14. maí 1917. 3) Hámarksleigu mátti setja á íbúðir og einstök herbergi. 4) 'Taka mátti autt húsnæði til íbúðar handa húsnæðislausu fólki gegn vilja eiganda og á- kveða hámarksleigu eftir þau. {Sjá bráðabirgðalög nr. 14, 14. maí 1917, lög nr. 24, 12. sept. 1917 og viðauka við þau í lög- um nr. 45, 28. nóv. 1919). Loks var bæjarstjórn Reykja- 'víkur heimilt gert með lögum nr. 50, 27. júní 1921, að setja reglugerð um húsnæði í Reykja- vík, og á sljórnarráðið (atvinnu- málaráðherra) að staðfesta reglu- gerðina. Jafnskjótt sem slík reglugerð væri sett, skyldi áður- nefnd húsaleigulög falla úr gildi. Lögin frá 1917 og 1919 mátti nema úr gildi með konunglegri tilskipun, þegar ekki þætti leng- ur þurfa þeirra. En þótt það væri gert, þá stæði lög nr. 50, 1921, liklega samt í gildi, og bæjarstjórnin hefði þá eftir sem áður heimild til að setja reglu- gerð samkvæmt lögum nr. 50, 1921. Bæjarstjórnin hefir þrisvar spreytt sig á því, að gera reglu- gerð um húsaleigu í Reykjavfk. Tvö fyrstu skiftin gekk hún sjálf af frumvörpum sinum dauð- um. En i þriðja skiftið sam- þykti hún frumvarp til reglu- gerðar, en það var svo úr garði gert, að atvinnumálaráðherra varð að synja staðfestingar á því, og voru margir annmarkar á reglugerð þeirri, og flestir svo stórfeldir.að hver þeirra einn út af fyrir sig var nægur til þess að réttlæta staðfestingarsynjun. Sit- ur því alt við sama. Húsaleigu- lögin, stríðsráðstöfunin frá 1917, stendur enn í gildi og húsaleigu- nefndin starfar enn þá. Þessi styrjaldarráðstöfun ein stendur enn þá óbreytt, eftir að allar hinar eru horfnar og gleymdar. Sætir því eDgri furðu, þó að margir spyrji nú, hvort ekki væri ástæða til að afnema þau höft, sem lögð eru á at- hafnafrelsi Reykvíkinga einna með lögum þessum, nú eftir nærfelt 8 ár, er þau hafa staðið, og meira en 6 árum eftir styrj- aldarlok. Tvent var það, sem rættlætti þær hömlur, sem lagðar voru á athafnafrelsi húseigenda — og óbeinlínis á allmarga leigutaka með húsaleigulögunum: 1. Húsnæðisekla og 2. Sú hækkun á húsaleigu, sem komin var íram, þegar lögin voru fyrst sett, eða í vændum var vegna húsnæðiseklunnar. Eru nú þessar ástæður svo ríkar enn, að nauðsynlegt sé eða gagnlegt að halda húsaleigu- lögunum eða yfir höfuð að hefta athafnafrelsi og samningsfrelsi manna í þessu efni fremur en um önnur viðskiíti? Þetta er athug- unarvert, því að ef ekki verður sönnuð full nauðsyn í þessa áft, þá eiga Reykvíkingar fulla heimting á því, að oki því sé af þeim létt, er lagt hefir verið á þá með húsaleigulögunum. (Frh.). t Holger Wiehe andaðist í Silkeborg í Danmörk hinn 12. þ. mán., rúmlega fim- tugur. Hann var hér sendikennari við Háskólann um eitt skeið og aflaði sér margra vina meðan hann dvaldi hér í bæ, enda var hann hið mesta ljúfmenni og góður vinur íslands og íslend- inga. BrindLi send Alþingi. Soffia Stefánsdóttir sækir um að Alþingi veiti sér jafn háan styrk úr ríkissjóði, til að halda uppi kenslu i tréskurði og teikn- ingum, sem faðir hennar, Stefán Eiríksson, naut síðasta árið sem hann lifði. Sjúkrahúsnefnd á ísafirði skor- ar á Alþingi að það veiti á aukafjárlögum á þessu ári sið- ustu fjárveitingu til sjúkrahúss- byggingarinnar, alt að 30 þús. kr. og 5 þús. kr. til að koma upp sótthreinsunartækjum. Bæjarstjórn ísafjarðar skorar á Alþingi að veita alt að 15 þús. kr. til fangahússbyggingar á ísafirði.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.