Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 19.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Ping-tíðindi. Neöri deiid. Nd. samþykti 2 frumv. við 3. umr. í gær og sendi þau til Ed. Voru það frv. um innlenda skiftimynt og smjörlíkisgerð o. fl. Verða þau tekin til 1. umr. í Ed. á morgun, en hún hefir verið atvinnulaus nú í nokkfa daga. Um Ræktunarsjóðsmálið og búnaöarlánastofnunina urðu nokkrar umræður. Fjármálaráð- herra flutti alllanga inngangs- ræðu. Minstinn hann fyrst á hver þörf væri á lánsstofnun fyrir landbúnaðinn. Fólk hefði fækkað í sveitum á undanförn- um árum og væri það því að kenna, að landbúnaður hefði eigi getað kept við sjávarútveg. En þetta væri háskalegt, því að íslenzk menning væri bænda- menning og allir sem bæri hag íslenzkrar þjóðar fyrir brjósti, vildi viðhalda henni. — Jþá mintist hann næst á aðdraganda frv. stjórnarinnar og siðan á frv. sjálft. Kvað hann það að mestu bygt á frv. því, er nefnd úr Búnaðarfél. hafði samið. En í þeirri nefnd sátu þeir: Thor Jensen, Halldór Vilhjálmsson og Sigurður Sigurðsson. Skýrðí fjármálaráðh. svo frá hverjar breytingar stjórnin hefði gert á frv. þeirra, bæði hverju hún hefði slept úr og hverju hún hefði bætt við. Tryggvi Þórhallsson sagði, að ástæða væri til að rekja þetta mál alt ítarlega, en. kvaðst nú hafa sent inn á þing annað frv. um þetta efni, og væri það ná- kvæmlega samhljóða frv. nefnd- arinnar. Kvaðst hann mundu geyma sér að taka málið til ræki- legrar meðferðar, þangað til það kæmi til umræðu. En þess gat haiín, að á Búnaðarþinginu hefði málið verið rætt og fulltrúar bænda úr öllum landsfjórðung- um hefði þar einum rómi lýst yfir þvf, að ekki mætti sleppa úr frv. þeim atriðum, er stjórn- in hefði felt úr þeim. Jakob Möller mintist á lögin um Ríkisveðbanka og hverri mótspyrnu þau hefði sætt. Þeg- ar þau lög hefði verið til um- ræðu hefði það verið talið bank- anum til foráttu, að Ræktunar- sjóður rynni inn í hann og að vextir mundu hækka. Vildi hann að í stað þessarar búnaðarlána- deildar yrði Ríkisveðbankinn stofnaður. f*ví hefði verið borið við, að það væri ekki hægt vegna féleysis, en um þessa Búnaðarlánadeild væri hið sama að segja. Að vísu væri gert ráð fyrir þvi í frv. Tr. Þ. að Bún- aðarlánadeildin rynni síðar inn í Ríkisveðbankann. En að fara að taka þetta út úr nú, gæti leitt til þess, að upp risi önnur veð- lánsstofnun fyrir kauptúnin og mundu þá spilla hvor fyrir ann- ari. Skilyröið fyrir því, að vaxta- bréf seldust, væri, að þau gæfi háa vexti. En öllum ætti að vera það Ijóst, hverjir gæti greitt hærri vexti, bændur eða kaupstaða- búar. Mundu þá leikar fara svo, að þau bréfin, er hærri gæfi vexti, seldust, en hin ekki. Út af þessu reis nokkur deila milli þessara þriggja ræðumanna, en hjaðnaði þó niður áður en neilt sögulegt gerðist. Vænta má að seinna komi að því, að sleg- in verði drjúg brýna um málið. Vísað til 2. umr. og landbún- aðarnefndar. Hinum málunum svo að segja þegjandi vísað til 2. umr. og nefnda. Dagskrá. Enginn fundur í Ed. í dag. Þessi mál eru á dagskrá í Nd. 1. Laxa og silungaklak. 2. Friðun rjúpna. 3. Fyrirspurn frá Bjarna Jóns- syni frá Vogi til utanrikis- ráðherra íslands; (hvort leyfð skuli). Borgin. SjáTnrfðlI. Síðdegisflæður kl. 2,50. Árdegisháflæður kl. 3,20 í nótt. Jarðarför skipstjórans af þýzka botnvörpuskipinu Bayern er fórst við Hafnarbjarg, verður t dag kl. 2. Líkið fanst rekið i Höfnum, skamt paðan er skipið fórst, en ekki upp á Mýruro, eins og stóð í blaðinu í gær. Um það lik vita menn ekki hver maðurinn heíir verið né held- ur af hvaða skipi, þótt geturn hafi verið að þvi leitt, að hann muni Fimtud. /m /m fíí/m Jk 1 árg. 19.fc.br. JJClCjOLCÍÖ. í6. tölubl. í Arni Óla. Ritstjórn. | G. Kr. Guömundsson. Afgreiðslat LæUjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. hafa verið á þýzka bolnvörpn- ungnum. Skallagrímnr, sem einn var i leit- inni að botnvörpungunum, varð að hverfa frá vegna kolaleysis og kom hingað í fyrra kvöld. Hafði hann góðan afla — rúmlega 100 tunnur af lifur. Ter kom til Hafnarfjarðar í fyrra- kvöld með 130 tunnur lifrar. Hafði hann verið að veiðum á Selvogs- banka. Gylfl kom af veiðum að vestan i gær. Skipstjóri þessa ferð va'r Einar Einarsson frá Flekkudal. í mesta garðinum lá skipið inni á Vestfjörð- um og sakaöi ekki. Belganm er nýfarinn til Englands með isfiskfarm. Skipið hefir nú flutt sig héðan úr Reykjavík fyrir skemstu og er skráð í Hafnarfirði. Fyrirspnrn til utanríkisráðherra íslands, ber Bjarni Jónsson frá Vogi fram í Nd. Er hún í 15 liöum og þess vegna líklega lengsta fyrir- spurn, sem komið hefir fram á Al- þingi. Er þar meðal annars spurt ura hvort nokkur ráðherranna sé skipaður af konungi ráðherra fyrir utanríkismál íslands, hvort utanrík- ismál verði eigi látin hafa sína eig- in skrifstofu, hvort danskir um- boðsmenn íslands hafi íslenzk þjóð- tignarmerki, er sýni að gerðir þeirra fari fram i nafni íslands, hvað stjórnin hafi gert til þess að fá við- urkenning annara ríkja en Dan- merkur á fullveldi íslands o. s. frv. / Botnla fer héðan til útlanda í kvöld kl. 12. Meðal farþega verða frú Anna Torfason, Hjalti Björns- son stórkaupm., Árni iB. Björnsson gullsmiður, frú Kristín Símonarson, Ólafur Johnson konsúll, Guido Bern- höft verslunarm., Jóhann Porsteins- son kaupra. frá ísafirði, Andrés Guðmundsson. Lagarfoss er væntanlegur hingaö í dag frá útlöndum. Skipið fer héð- an til Vestfjaröa um helgina. Tíðarfar. í gær var frostlaust við- ast hvar. Pó var 12 st. frost á Hóls- fjöllum, Veður var hægt og víðast

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.