Dagblað

Útgáva

Dagblað - 22.02.1925, Síða 1

Dagblað - 22.02.1925, Síða 1
AÐ er flaggað í bænum. Fyr- ir hverju? Hver veit það? Sumir hafa dregið fána að hún, aðrir í hálfa stöng. Er flaggað fyrir sorg eða gleði? Fað er siður út um land, að •draga fána að hún í hvert skifti •er kaupskip kemur í höfn. Eru það oft mestu hátiðardagar þar. Svo er ef til vill flaggað á af- mæli kaupmannsins eða versl- unarstjórans. En hér í Reykja- vík er flaggað bæði i tíma og •ótíma. Er svo langt komið, að ekki er lengur neitt hátíðlegt við það. I stað þess, að í smákaup- túnum út um land þykja það merkisdagar þegar flaggað er, er hér í höfuðborginni eigi lengur tekið mark á slíku. Menn eru hættir að taka eftir því hvort fáni er á stöng eða eigi. Er jafnvel varla tekiö eftir því þótt fáni sé dreginn að hún á opinberum byggingum. Kemur slíkt kæruleysi sjálfsagt af því, að oftar er flaggað en vera skyldi — smámunir notaðir sem ástæða til flöggunar, en aftur gengið alveg fram hjá sumum merkilegum tækifærum. Fáninn er sjálfstæðisteikn hvers lands. Að óvirða hann á einhvern hátt er sama sem að óvirða sjálfan sig og sína þjóð. Fyrir fánann hafa þúsundir manna 1 öðrum löndum látið iífið. Fáninn er heilagur. En nú á engin þjóð jafn flekklausan fána og íslendingar. Aldrei hefir hann verið vættur heiptarblóði. Er því enn ríkari ástæða til þess að fara vel með hann og leggja hann eigi við hégóma. Fyrir nokkrum árum tók danskt herskip fána af róðrar- báti hér á höfninni. Reiddust Reykvikfngar þvi, sem vön var, því að það var árás á sjálfstæði landsins. Og á þeim árum var það aðalkeppikefli vort, að fá viðurkendan islenzkan fána, sem sýnilegt tákn þess, að til væri island og íslendingar. Þá var íáninn heilagur i augum þjóðar- innar. En er hann heilagur lengur? Er honum ekki mis- boðið með þvi að nota hann við hvert ómerkilegt tækifæri? Verst er þó, að ríkið sjálft skuli fara þannig að. Hið opin- bera á að varðveita helgi fán- ans. Því ber að sjá um það, að hann verði ekki gerður að ómerkilegri dulu. Ráðið til þess er að hafa ákveðna fánadaga og ófrávikjanlegar reglur um það, hvenær á að flagga og hvenær eigi. Asquith og Lloyd George. Frjálsíyndu flokkarnir í Englandi sameinast aftur. Eins og menn vita, hefir frjáls- lyndi flolckurinn i Englandi verið klofinn að undanförnu. Hafa sumir fylgt Asquith en aðrir Lloyd George. En í janú- armánuði sameinuðust þessi flokksbrot aftur og um síðustu mánaðamót hélt flokkurinn fund í Albert Hall í London og voru þar um 10 þúsundir manna. Voru þeir þar allir helztu at- kvæðamenn flokksins, svo sem báðir leiðtogarnir Asquith og Lloyd George, Grey lávarður, Sir John Simon, Sir Donald Maclean, Mr. Runciman og Mr. Kingsley Griffith. Féll þar alt i ljúfa löð og viðurkendi Lloyd George Asquith sem aðalmann flokksins. Héldu þeir þar báðir langar ræður og sagði Asquith það meðal annars, að hann treysti því fyllilega, að þessa dags mundi lengi verða minst sem eins hins merkasta í sögu frjáls- lynda flokksins í Englandi. Menn falla i valinn og hverfa, en flokkarnir yngjast stöðugt og á þetta ekki sízt við um frjálslynda flokkinn. Frelsi einstaklingsins er hætta búin og frjáls verslun er í voða. Ef jafnaðarmenn koma kenningum sínum í framkvæmd, þá er frelsið farið, það frelsi er vér berjumst fyrir, sagöi hann. Stsersta áveita heimsins. Hagamnnir Breta í Sndan. Hjá borginni Kartum koma saman hinar tvær aðalkvíslar, er mynda ána Níl og eru þær nefndarBláaNíIogHvftaNíl. Milli þeirra er breið tunga en nefnist E1 Gezira (Eyja). Er þar frjóv- samur jarðvegur en öll tungan má þó heita óræktuð. Um 170 enskum milum sunnar en Kar- tum stendur borgin Makwar hjá Bláu Níl. Er hún 12 gráðum norðan við Miðjarðarlínu. Árið 1921 byrjuðu Bretar á því mikla maunvirki, að hlaða stíflugarð í ána á þessum stað til þess að fá vatninu veitt yfir alla tung- unu niður að Kartum. Er búist við því, að á landspildu þeirri muni mega rækta 350 miljónir punda af bómull á ári. Hjá Makwar rennur áin í tveim kvíslum; er hólmi í henni miðri. Var það fyrsta verk verk- fræðinganna að stífla vestri kvísl- ina. Síðan varð að grafa ákaf- lega djúpt niður í gegn um aur og leðju þangað til komið var niður á fasta klöpp. Var nú hlaðinn þar garður og grjót f hann sótt um 20 mílna veg inn í land. Var nú undirstaðan hlað- in upp fyrir árfarveg og siðan háir stíflugarðar við bæði lönd, en flóðgátt i miðju. Þá var geng- ið að því að stifla eystri kvísl- ina, þar sem alt vatnið var nú. Var það ekkert áhlaupaverk, því að vatnsmagn er mikið. Veltir áin fram 10,500 miljónum gall- ona af vatni á dag. Tókst þó að stifla ána og veita henni í

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.