Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 22.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGB LAÐ akaríið á HvcrfRgötu 41 og ergþórugötu 2, ÚtiViú, ýður sínnni heiðruðu skiftavinum rennheiiar fyrsta fl. ollur mánudaginn, olludaginn, þegar allir vilja fá sér Ijúffengar ollur, eins og þ*r hafa ávalt reynst í akaríi Sig. Gunnlaugssonar. iðjið aðeins um símanr. 399, vanti ykkur ollur, og munu þær þegar sendar eftir eiðni og tilvísun um bæinn. Rússneska kYöldið. Herra ritstj. I Leyfist mér rúm fyrir eftir- farandi grein í heiðruðu blaði yðar: í Dagbl. 13. febr. síðastl. er klausa um kvöldskemtan Lista- Iíarbarettsins, »rússneska kvöld- ið« 11. s. m. Mig langar til að leiðrétta nokkurn misskilning, sem þar kemur fram, 1) á ætl- unarverki slíkrar stofnunar sem Lista-Kabarettinn er, og 2) á fræðslu þeirri um rússneskan anda, sem tilætlun forstöðu- manna L.-K. mun hafa verið að veita umgetið kvöld. 1) Eftir því sem eg hefi fengið upplýsingar um Lista-Kabarett- inn hjá stofnanda bans, ungfrú O. Hejnæs, er það tilgangur hans að veita bæjarbúum ódýra, en þó margbreytta skemtun fyrir sem lægst verð, en þó um leið fræðslu um einhverja þá hluti, er að iistum lúta. Um leið er það ætlunin, að gefa ungum og oft lítt reyndum listamönnum tækifæri til að láta tii sín heyra, svo almenningur geti metið list þeirra, sem annars mun erfitt, þar sem þeim er þess varnað að öðrum kosti. Auk þess er ætl- unin, að fá æfða og þekta lista- menn, svo ekki verður sagt, að L.-K. sé einvörðungu »tilrauna- stofnun«. Um þjóðlegu kvöldin er það að segja, að þar eru valin nokkur meðal beztu og fegurstu tónverka hverrar þjóð- ar fyrir sig. 2) Hvað viðvíkur »rússneska kvöldinu« virtist mér það hepn- ast sérstaklega vel, Tala ég þar út frá þeirri þekkingu, sem ég við talsverðan lestur og af eigin sjón hefi^af Rússum. — Lista- Kabarettinn valdi einmitt tvö i sérkenni rússnesks þjóðlífs sem umgerð um tónverk þeirra Tschajkovskij, Glazunov, Boro- din o. fl., nefnilega grísk-kaþólsku kirkjuna og zigaunasöngva og danz. Fréttaritari Dagblaðsins mun sennilega ekki hafa athugað hve mikinn þátt kirkjan á í rúss- nesku þjóðlífi og því felt svo harðan dóm um kvöldið. Ann- ars er nóg að benda á, að það hefir aldrei verið ætlunin að kenna mönnum landafræði, sögu né tungu Rússa, heldur aðeins að sýna brot úr þjóðlífinu á meðan menn nutu söngs og hljóðfærasláttar. Hvernig kvöldið hefir hepnast — já, ég er hræddur um að dómur Dagblaðsins sé ekki í samræmi við dóma áhorfenda yfir höfuð. — Að minsta kosti ekki eftir lófatakinu að dæma. Menn eru ekki látnir tvítaka það sem þeim ferst óhönduglega á leiksviði. Með þakklæti fyrir rúmið. Hendrik J. S. Ottósson. ÁítMig'issmyg'Iun í E ii g-1 siii <Ii. Lögreglan í Dover gerði fyrir skemstu húsrannsókn bjá gest- gjafa nokkrum, vegna þess, að hún bjóst við að hann mundi hafa óleyfilegt áfengi undir höndum. Meðan á leitinni stöð, uppi á lofti í húsinu, fékk kona gestgjafans leyfi til þess að fara niður í húsið til þess að »þvo börnum sínum«. -Rétt á eftir heyrði lögreglan flöskuglamur niðri og kom að konunni og krökkunum, þar sem þau voru að taka flöskur úr ýmsum fylgsnum og flytja þær út að húsabaki. Alls fann lögreglan þarna 228 flöskur af spiritus og 2 kvartil af rommi, sem gengur þar undir nafninu »01d Nick«, og er komið »að handan«, en það þýðir frá meginlandinu. Gestgjafinn var dæmdur til að greiða £ 196—11—4 í sekt, en það samsvarar hér um bil 5360 krónum í vorri mynt. Æollur. Heitar bollur strax í fyrramálið. Bergstaðarstr. 14 og búðin Liauíásyeg 41. 6uðm. R. jlSapússon. Sífni 67. Beztar OLLER fást sem fyr í Félagsbakaríinu Vesturgötu 14. — Sími 854. Gröf Tntankhamen hefir ver- ið undir eftirliti egypzku stjórn- arinnar, þangað til seint í jan- úar, að brezkur vísindamaður, Howard , Caster ’ að nafni, tók viðT~ Varí* þá sumt , af hinum frægu fornmenjum algerlega eyði- lagt, vegna þess að þær höfðu verið undir beru lofti mánuðum saman. Peir, sem stunda egypzk fornfræði, telja þetta óbætan- legt tjón.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.