Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 24.02.1925, Side 3

Dagblað - 24.02.1925, Side 3
DAGBLAÐ 3 fér*3----- GOODRICH P) GÚMMÍSTÍGVÉL hafa verið notuð hér síðustu 10 ár- in, og hafa reynzt allra stígvéla bezt, að dómi þeirra, er réynt hafa. Fást nú í öllnm hæöum og ýmsum litum. Kaupið ekki önnur stigvél en þau, sem hafa þetta vörumerki og rautt band að ofan. Þá fáið þið hið bezta. Fást hér í Reykjavík á eftirfarandi stöðum: O. Ellin gsen, Veiðarfæraversl. 5G!-eysire9 Ole Thorsteinsson, 13. Stetánsson. 1 heildsölu aðeins hjá umboðsmanni verksmiðjunnar Jónatan Þorsteinssyni, Reykjavík. Símnefni: MOEBEL. Pósthólf 237. Símar 64, 464 og 864. Ú Grðf St. Cuthbert. Einn af hinum ensku dýrlingum er nefnd- ur St. Cuthbert, og á gröf hans að vera í dómkirkjunni í Dur- ham. En sögusagnir hafa gengið um það, að lík hans hafi verið flutt þaðan og falið, og hafi aldrei fleiri en þrír Benedikts- reglumunkar mátt vita, á hvaða stað það var. Þessa getur Sir Walter Scott í »Marmion«. — Nú er í ráði að opna gröfina, til þess að ganga úr skugga um, hvort þetta sé satt. En hafi munkarnir nú látið annað lik í gröfina — ja, hvernig fara vís- indamenn og klerkar þá að því að sjá, hvort beinin eru af St. Cuthbert eða öðrum: —Hinn mikla Cæsar, löngu orðinn leir má láta i gat, svo haldist úti þeyr. Hernaðarskaðabætnr Breta. Það er talið, að af hernaðar- skaðabótum þeim, er Þjóðverjar hafa greitt og greiða á tfmabil- inu frá 1. september 1924 til 1. september 1925, beri brezka rík- inu £ 9,580,000, samkvæmt Da- wes-tillögunum. Af þessari upp- hæð fer nærri þvi £ 1 miljón til Indlands, Ástraliu, Kanada og Suður-Afríku. Sonnr Járnbrantnkóngsins. er. Eg heiti ekki Locke. Eg heiti Anthony. Locke tók sér far með einhverju skipi, en eg varð eftir í New York. Skiljið þér það? Þér þykist vera að tala við hann, en eg ligg í rúmi einhvers staðar úti í Bowery. Eg er alls ekki hér. Eg ætlaði ekki að sigla með neinu skipi. Það var þar að auki óhugsandi, því að eg átti enga peninga fyrir fari. Eg eyddi hundrað og fimtiu dölum i gærkvöldi. — Hvað sem því líður, þá er þetta skip, mælti læknirinn. Þér eruð um borð, og ég er að tala við yður. Og þér hafið eigi algerlega iklæðst þessum Anthony vin yðar, þvi að á forþegaskránni heitið þér Jefterson Locke. Og bráðum mun yður batna, bara ef þér viljið sofna og láta töbluna ná að hrífa. — Spyrjið þér Ringold eða Higgins um það hver ég sé. — Það er enginn hér um borð, sem ber þau nöfn. — Segið mér nú nokkuð. Ef þetta er skip. þá hlýt ég að hafa farið um borð. En hvenær °g hvernig skeði það? — Það komu tveir menn með yður klukkan níu í morgun; þeir komu yður hér í rúmið, afhentu farmiða yðar og fóru svo í land. Annar þeirra grét, og einn af hásetunum varð að hjálpa honum í land. — Það hefir verið Higgins; á því er ekki minsti vafi. En nú skulum við setja sem svo, að þér hafið á réttu að standa, og að þetta sé skip. Hvar komum við þá fyrst í höfn? — Við komum ekki í höfn fyr en eftir viku. — Hvað segið þér? mælti Anthony skeltdur. Eg hefi engan tíma til þess að vera hér í viku. — Samt sem áður eruð þér nú neyddir til þess. — Eg segi yður alveg satt, að ég hefi engan tíma til þess. Eg keypti mér nýja bifreið í fyrra- dag, og hún biður min fyrir utan leikhúsið. Ög svo hefi ég leigt tvö herbergi í Hótel Astor fyrir fimtán dollara á dag. Læknirinn brosti. — Þér hafið víst drukkið helzti mikið. Ann- ars vona ég að þér náið yður smám saman. — Eg man ekki neinn skapaðan hlut, stundi Anthony. Og hvaða skip er þetta — ef ég er þá um borð í skipi? — Það heitir Santa Cruz og er eign samein- aða ávaxtafélagsins. Þetta er einn af brúðhjóna- klefunum. 1 dag er 21 nóvember og klukkan er hálftólf. Ferðinni er heitið til Colon. — Hvar er sá staður? —r í Panama. — Panama? Er það ekki í Suður-Ameriku eða Mexiko eða einhvers staðar þar í grend?

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.