Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 SíldveiÓarnar. öryggi í stað áhættu. (Niðurl.). Svo er annað, sem útgerðar- menn eiga á hættu, þegar mjög mikið veiðist, að þá verði svo yfirfult á söltunarstöðnnum, að mikið af aflanum verði með öllu ónýtt. Þá kemur líka oft fyrir, að verkafólkið ofþreytist, eða þá að það verði svo veikt i höndunum, að útgerðarmenn verði- með öllu að hætta veiði- skap dögum saman, þótt nóg síld sé fyrir og afli gæti hlaup- ið á hundruðum þúsunda. Kem eg nú að því aðalatriði, sem ætti að geta gert síldveið- arnar að öruggum atvinnuvegi og dregið mjög úr þeirri áhættu, sem hingað til hefir fylgt þeim. En það eru brœðsluverksmiðjur. Þær eru úrræðið, sem á að skapa síldveiðunum örugga framtið og koma i veg fyrir of hættulega »spilamensku«. Þær verksmiðjur, sem starf- ræktar hafa verið undanfarið, hafa bæði verið of fáar og of litlar. þær hafa hvergi nærri getað fullnægt bræðsluþörfinni þegar mikið hefir borist að, og vegna þess hve þær eru fáar og samkepnin þar af leiðandi lítil sem engin, hafa þær getað not- að aðstöðuna til að ráða verð- inu, og þá borgað aflann eftir eigin geðþótta, — oft sama sem ekki neitt. t*á er á það að Iíta, að síld- arverksiniðjurnar hafa eingöngu verið eign Norðmanna og Svía, og þeir hafa haft samtök um að halda verðinu niðri og haft þar góða aðstöðu, þar scm framboðið hefir oítast verið miklu meira en eftirspurn. Nú munu íslendingar hafa í hygpju að koma sér sjálfir upp bræðslu- verksmiðju, og væri það mjög æskilegt. En því miður eru litl- ar horfur á, að hún komist upp á næstu árum. — Eins og út- litið er nú, munu ísl. stór-út- gerðarmenn meta meira þorsk,- veiðarnar fyrst um sinn og láta aðrar framkvæmdir sitja á hak- anum. Auk þess fullnægir ein sildarbræðsluverksmiðja í við- bót hvergi nærri þeirri bræðslu- þörf, sem nú er, og því má sízt gleyma, að eins og markaður- 744 er sími Dagblaðsms. inn fyrir saltaða sild er tak- markaður, þá er markaður fyrir síldarolíu og guano-mjöl svo að segja ótakmarkaður, a. m. k. í ófyrirsjáanlegri framtíð. Það virðist því ekki vera nein goðgá, þótt öðrum útlending- um en Norðmönnum væri leyft að reisa hér bræðsluverksmiðj- ur, ef þeir færu fram á það. Það ætti engum að vera í óhag, en rnörgum til hagsbóta. Og þótt íslendingar reisi sjálfir vérk- smiðjur á komandi árum, þá má ekki gera ráð fyrir, að þeir vilji fá einkarétt á þeirri at- vinnugrein. íslendingar ættu að vera búnir að fá nóg af allri einokun, og islenzk einokun er i engu betri en norsk. Hafa ýmsir orðið varir við norska einokun og norskan yfirgang á þann hátt, að þeir mundu ekki hafa á móti eðlilegri samkepni, eins á þessu sviði sem öðrum. Veturliði. Sonur jitriibi-aiilnkóiigsiiis. — Eg held að ég ætli til Panama. — Ætlið þér að vinna við skurðgiöftinn? — Hvaða skurðgröft? Jú auðvitað. Nú man ég að ég hefi einhvern tímað heyrt getið um Panama skurðinn. Er hann þar? — Jú, hann er þar, mælti Stein þurlega. — Eg ætia ekki að vinna. Eg vinn aldrei — veit ekki hvað það er. — Eg skil, þér ferðist að gamni yðar? — Já, aðeins að gamni mínu. En — vel á minst, er ekki nýbyrjað á þessum skurði? — Jæja, það eru eitthvað þrjátiu ár síðan, mælt Stein og leit stórum augum á Anthony eins og hann skildi ekkert hvað hann átti við. — Til hvers er verið að grafa hann? Hvers vegna hefir verkinu ekki verið lokið? — Ég hélt að þér væruð Ameríkumaður, mælti Stein. Að minsta kosti er ekki annað hægt að heyra á mæli yðar. — Jú, ég er amerikskur. Ég er fæddur i AÍbany. — Samt sem áður vitið þér ekkert um Panamaskurðinn. — Jú, ég hefi heyrt minst á hann. — Það er ágætt. Þér munuð ekki heyra minst á neitt annað i Panama. Þar er ekki um annað rætt. Allir, sem þar eru, starfa við skurð- inn eða hjá einhverjum, sem starfar við hann. Gráhærði maðurinn, sem situr þarna við borðs- endann, heitir Bland ofursti, og er í stjórn fyrirtækisins. Maðurinn þarna með svarta skeggið er einn af verkfræðingunum í Gatun. Stein var nú oröinn málreifur og gaf Ant- hony ýmsar upplýsingar um samferðafólkið. Alt í einu greip hann í handlegg Kirks og mælti: — Lítið þér á manninn, sem kemur þarna niður stigann. Það er Stephan Cortlandt. Hafið þér ekki heyrt getið um Cortlandtana? — Jú, jú, einn þeirra vár settur í fangelsi fyrir það að hafa sparkað hundi til bana. — Ég á við Cortlandtana frá Washington. Þeir eru mjög hátt settir og umgangast ekki aðra en höfðingja og . . . Hann þagnaði og hneigði sig fyrir Cortlandt. Svo kynti hann þá Kirk. Anthony virti Stephan Cortlandt fyrir sér og honum kom maðurinn svo fyrir sjónir sem hann mundi vera hálærður maður, en alveg tilfinningalaus. Andlit hans var eins og það væri mótað í stein, Hann var ágætlega til fara og það sem eftir var af hári hans var greitt af mikilli vand.virkni. — Við ætlurn að veðja um það hvað skipið kemur snemma í höfn, mælti Stein við Ant- hony. Viljið þér taka þátt í veðmálunum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.