Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ TILKYNNING. í dag flytjum við verslun vora og skrifstofu í Póstkússtræti 9 (útbygging við Nathan & Olsens hús). Á. Einarsson & Funk. Atvinnumálaráðh. taldi þessa þál. óþarfa. Pað hefði verið venja að ákveða ekki strand- ferðir fyr en þing væri komið saman og þá í samvinnu við samgöngumálanefndir. Margt af því sem hér væri farið fram á, heföi verið tekið til athugunar og hefði þál. mátt biða. Ýmsir fleiri tóku til máls. Jón Kjartansson til þess að tala fyrir bættum samgöngum. á sjó i austurhluta Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellss., Tryggvi til þess að minna á Stranda- sýslu, Rorleifur í Hólum fyrir hönd Vestur-Skaftafeilssýslu og Hákon fyrir hönd Barðastrandar- sýslu. Minti Hákon þá jafnframt á það, að fyrir nokkrum árum hefði verið samþykt í þinginu áskorun á stjórnina um það að láta mæla sjávardýpi á leið frá Flatey að Hagabót en ekkert hefði verið í því gert. Kvaðst hann vona, að vatdið mundi hafa féleysi, en ekki verri hvatir. Málinu var að lokum frestað. Á eftir voru stuttir fundir í báðum deildum og gerðist þar ekkert sögulegt. Borgin. Sjávarföll. Árdegisflæður: kl. 9. Síðdegisflæður kl. 9,23. 19 vika vetrar. Tíðnrfar. Frostlaust var um land alt í gær nema á Grimsstöðum og í Grindavík, 2 stig. Norðan- og austanátt, en hvergi hvöss. I Norð- ursjónum norðantil var suðaustan stoimur, en sunnar sunnan stinn- ingskaldi. Suðaustan stormur var og í Lerwick og 6 stiga hiti. Á Jah Mayen var frostlaust og norðaustan snarpur vindur. Loftvægislægð yflr Englandi. — Spáð er norðaustlægri átt hér á landi, með snjókomu sums staðar á Norður- og Austur- landi, en bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Nætnrlæknir i nótt Maggi Magnús, Hverfisgötu 30, sími 410. Sextngs nfmæli á í dag Stefán Pórðarson, Nýlendugötu 16. Nýmæli. ' Eftir pví sem atvinnu- málaráðherra skýrði frá á þingi í gær, er svo til ætlast, að sérstakur póstmaður verði á Esju eftirleiðis. Á hann algerlega að sjá um allan póst á viðkomustöðumjskipsins. Fornmenjnfnndnr. Fyrir nokkrum dögum gekk Arni Sígfússon kanpm. í .Vestmannaeyjum upp á Helgafell Og fann þar í fellinu gamla fall- byssukúlu. Heflr hún að likindum geymst par síðan Tyrkir rændu Eyjarnar. Breiðholt. Hestamannafél. Fákur er einn af umsækjendum um ábúð í Breiðholti og heflr gefið bæjar- stjórn tvö tilboð í jörðina. 1. Fyrir úthaga jarðarinnar, girta sauðheldri girðingu, 2000 kr. á ári i 5 ár. Á bæjarstjórn pá að sjá um leigu á túni, húsum og engjum. 2. 3000 kr. á ári í 5 ár fyrir alla jörðiná með húsum. Félagið telur og að pað geti samrýmst, að sauðfjáreigendur fái jörðina til afnota haust og vor. prátt fyrir petta, pvi að Fákur not- ar eigi beitina nema rétt um há- sumarið. — Tilboð pað, sem fasteigna- nefnd lagði til að tekið væri, mun hafa verið kr. 1200.00. Þjóðleikhðs. Mentamálanefnd Ed. er pýí alveg andvíg, að skemtana- skattinum verði skift milli pjóðleik- húss og Landsspítala. Telur hún að ekki muni líða á löngu áður en nægilegt fé verði til spitalabygg- ingar, en petta geti tafið fyrir Pjóð- leikhúsinu, en pað telur nefndin muni geta orðið ein af beztu lylti- stöngum menningar vorrar. Sjö mótorbátar komu í nótt, allir hlaðnir fiski. 1Þag6lað. „'a. Arni Óla. Ritsljórn: q. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslaj Lækjartorg 2. skrifstofa Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Pessir hotnvörpnngar eru ný- komnar: Grímur Kamban (90 tn.), Draupnir (50 tn.) og Royndin (90 tn.). Segja afla fremur tregan. Gnllfoss fer héðan á morgun. Meðal farpega verður Carl D. Tul- inius, vátryggingastjóri. Fyrirlestnr heldur Gunnar Sig- urðsson (frá Selalæk) í Nýja Bió á morgun kl. 2. Fyrirlesturinn er pólitískur, en Gunnar hefir tjáð oss að hann tali ekki frá siónarmiði neins sérstaks stjórnmálaflokks. Aðallega mun hann tala um fólksstrauminn úr sveitunum til kauptúnanna og nauð- synina á að sporna við pví að sveitirnar leggist í auðn vegna fólksleysis, og um pað hvernig breyta megi og purfi landbúnaðin- um eftir kröfum nútímans. Messnr á morgun. Dómkirkjan kl. 11 sira Bjarni Jónsson. Síðdegis- messa kl. 5 sira Bjarni Jónsson, altarisganga. Fríkirkjan kl. 5 sira Árni Sigurðs- son. Landakotskirkja kl. 9 Hámessa. Kl. C Guðspjónusta með prédikun. Sprenging og eldsvoði varð nýiega í rafstöð í Englandi. Rafstöð þessi sá fjórum borgum — Stalybridge, Hyde, Mossley og Dukinfield — fyrir rafmagni til ljósa og iðnaðar, og eins til allra sporbrauta þar og um grendina. Um leið og sprenging- in varð, stöðvuðust allar vélar og allir sporvagnar, en öll Ijós dóu í borgunuin. Margar þús- undir manna urðu atvinnulaus- ar um hríð og alt viðskiftalií truflaðist. Mestn sktpasmiðlr í heiini eru taldir Swan, Hunter & Co., Wallsend í Englandi. Árið sem leið hleyptu þeir af stokkunum skipum, sem báru samtals 189,- 570 smálestir, og eru slíks ekki dæmi áður um neitt einstakt skipasmíðafélag.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.