Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 28.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 [ ^ABI0 1 N$2J Gö^ta 3erliri^5 5a^a. . Stórfenglegur sjónleikur í 9 þáttum eftir hinni frægu skáldsögu SELMA LAGERLÖF. Tekin á kvikmynd að fyrirsögn Mauritz Stiller af Svensk- Filminduslri, Stockholm. Aðalhiutverk leika: Gösta Berling...............Lars Hanson Majorskan...................Gerda Lundquist Marianne............... Jenny Hasselquist Elisabeth, greifynja........Greta Garbo og margir fleiri ágætir leikendur. Gösta Berlings saga hefir verið sýnd víðsvegar um lönd og alls staðar fengið sömu góðu viðtökurnar. Engin mynd hefir verið sýnd jafn oft á Norðurlöndum. í Palads í Kaupmanna- höín var hún sýnd lengur en dæmi eru til um nokkra aðra mynd, eða sem sagt í 3 mánuði. Myndinni þarf ekki að lýsa, um hana hefir verið svo mikið rætt í útlendum blöðum, að það er löngu kunnugt hér, og hið fræga skáldrit, sem myndin er gerð eftir, þekkja víst flestir. Gösta Berlings sögu er ekki hægt að líkja við neina mynd, sem hér hefir sést áður — hún tekur þeim svo langt fram. Vegna pess hvað myndin er löng byrjar sýning i kvöld kl. 8l/2. Hlé milli 4 og 5 þáttar. Tekið á móti pöntunum í síma 344 eftir kl. 1. Aðgöngu- miðar seldir eftir kl. 4. L____________________ J Losað um iDBflutningshöflm Stjórnarráðið tilkynnir að frá 25. þ. mán. sé frjálst að Tlytja inn eftirtaldar vörur: Smjör, Smjörliki, allsk. feit- meti, ost, egg, eggjaduft, niður- soðið grænmeti, nýja og þurkaða ávexti, öl og ávaxtavökva, súkku- laði, efni til brjóstsykurs- og konfektgerðar, kerti, vagnáburð, skóáburð, gólfáburð, leðuráburð, fægiefni allsk., sápu, sápuspæni, sápuduft, sjónauka, Ijósmynda- vélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól og varahluti til þeirra, hurðir, glugga og húsalista, allar vefn- aðarvörur (sem ekki er lagður verðtollur á) spegla og glervöru, postulfnsvörur, biéfspjöld. Dagblaðid útbreiðist daglega — dag lega færir. það fréttir, innlendar og erlendar — daglega flytur það greinar um landsmál og bæjar- mál, og daglega er það borið út um allan bæ. — Pess vegna borgar sig að auglýsa í því cfaplega. — DAGBLAÐIÐ er bezt. Soiim jftriibinniiikáiu;sliis. — Auðvitaðl Ég er altaf boðinn og búinn til slfks. — Það er ágætt. Ég hitti yður dálítið seinna í reyksalnum. Veðmálin verða ekki hærri en fimm dollarar. Kirk mundi nú alt í einu eftir því, að hann var alveg félaus og sagði því með hægð: — Nei, ég held að það sé bezt að ég sé ekki með. Ég hleypi mér aldrei út í spil né veðmál. Honum varð litið upp um leið og sá hann þá að Cortlandt virti hann fyrir sér með mjög einkennilegum svip. Litlu síðar gekk Kirk með Stein upp á þiljur. Þegar hann kom til klefa sins, fór hann að hugsa um það, að hann mundi komast í hann krappan, bæði peningalaus og flutningslaus. Svo varð honum litið í spegil og sá hann þá, að bæði skyrta hans og hálslín var alt öðru vísi en snyrtimanni samdi. Og síðan komst hann að þeim sorglega sannleika, að úrið hans Var lika horfið og hið einasta, er hann hafði í fórum sfnum og nokkurt verðmæti hafði, var var lítill hringur með tveimur steinum. Hann ^irti hringinn lengi fyrir sér, en svó var barið að dyrum og gjaldkeri skipsins kom inn. t- Mér var sagt rétt áðan, að það væri eitt- kvað athugavert við farmiða yðar, mælti hann. Hann er stílaður á Jefferson Locke, en læknir- inn segir að þér haldið því fast fram að þér heitið öðru nafni. — t*að er alveg rélt. Eg heiti Anthony. — Hvernig hafið þér komist yfir þennan far- miða? — Eg hefi enga hugmynd um það? — Hafið þér ekki einhvern flutning meðferðis? — Eg veit það ekki. — Hvert ætlið þér að fara? — Eg veit það ekki. Pér verðið að fyrirgefa hve fáskrúðug svör mín eru. — Eruð þér að gera að gamni yðar? — Sýnist yður að ég sé líklegur til þess? — Eg skil ekki — — — — Ekki ég heldur. En ég hlýt að hafa ein- hvern flutning meðferðis, — engum manni mundi koma til huga' að leggja í langferð og hafa ekkert dót með sér. Eða hvað sýnist yður? — Eg er alveg á sama máli, og ég skal láta rannsaka það, ef þér viljið. En svo er það far- miðinn.---------- — Æ, verið þér ekki að þessu maður minn! Eg hefi átt við nóg óþægindi að striða. Nú vantar mig hreina skyrtu og hálslín. — En farmiðinn — — :— — Hæltið þér nú þessu! Lítið þér á mig.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.