Dagblað

Útgáva

Dagblað - 01.03.1925, Síða 1

Dagblað - 01.03.1925, Síða 1
Sunnudag 1. marz 1925: I. árgangur. 25. tölublað. Þessi mynd er úr kvikmyndinni »Gösta Berlings saga«. — Skáldverk Selmu Lagerlöf vildu kvikmyndasnillingar Svía fremur öllu öðru velja sér að verkefni, en þeir gengu þó lengi fram hjá þessari sögu, vegna þess, að þeir treystu sér ekki til að gera hana nógu vel úr garði. Aðrar sögur skáldkonunnar, svo sem »Mýra- kotssteIpari«, »Ökumaðurinn« og »Peningar Arnes«, voru teknar á kvikmynd. Að lokum réðst Mauritz Stiller í það að taka á kvik- mynd þessa öfgafullu og hugæsandi skáldsögu. FARLEGA er það í mörgum mönnum nú á timúm að skilja að ríki og kirkju. Má vera, að þetta hafi fyrst komið þann veg upp, að söfnuðir hafi ekki verið ánægðir með prest sinn, en viljað fá sér einhvern ánnan sálusorgara. Nú eru hér á landi 3 fríkirkjusöfnuðir og auk þess einn söfnuður, er safn- ast hefir saman um sérstakan kennimann. Þessarar hreyfingar, fríkirkju- hreyfingarinnnr, gælir fyrst og fremst í kaupstöðum landsins. Er það og eðlilegt, því að dýrt mundi sveitunum að fá sér sér- stakan prest, enda mun sú reyndin á, að frikirkjumenn greiða miklu hærra prestgjald i en þjóökirkjumenn, jafnvel hærra en nú er ráð fyrir gert í hinu nýja sóknargjaldafrv., 'er margir stynja undir, áður en~ það öðl- ast gildi. það mun altaf hafa verið tal- ið eftir, að minsta kosti nú um langt skeið, hvað til kirkju og kennimanna fer. Á fjárlagafrv. því, er nú liggur fyrir, er gert ráð fyrir þvf, að hinni andlegu stétt sé goldnar rúmlega 300 þús. krónur. Fað þykir mikið fé og enginn þykist vita hvað fæst í aðra hönd. Já, við vorum að tala um að- skilnað ríkis og kirkju. Að því kemurj fyr eða síðar, að svo verður. Stjórnmál og trúmál geta ekki farið saman. Á það bendir reynslan, þar sem fólk er flest, eru stofnaðir fríkirkju- söfnuðir — en þar sem fólk er fæst, fer trúaráhuga og kirkju- rækni sihnignandi. — það er og að vísu æskilegast, að kirkjan sé svo helg, að við hana verði ekki bendluð nein stjórnmál, né stjórnmál bendluð við trúmálin. Kirkjan á að vera fiki í ríkinu. En um leið og maður viðurkennir þetta, verð- ur maður að viðurkenna hitt, aö klerkastéttin íslenzka hefir fram að þessum tíma verið sómi vorrar þjóðar, og sú stétt, sem framar öllum öðrum hefir haldið uppi íslenzkri menningu og manndáð. Um íslenzka klerka hefir það verið sagt, að þeir sé blóðsugur fátækra. En hverj- um er það að þakka, að al- þýðumentun hefir haldist við hér í landi svo sem raun er á? Hverjum eru að þakka þau Ijúf- urmæli, er útlendir ferðamenn hafa látið falla I garð í íslenzku þjóðarinnar, og um þá mentun sem hér sé? Á ekki prestastéttin mest af þeim hróðri skilið? Nú er umbyltingaöld. Presla- sléttin íslenzka er ekki það, sem hún áður var. Hver er nú sá af hinum yngri prestum, er geti talað reiprennandi Iatneska tungu við hvern útlendan fræði- mann, er að garði ber, eða orkt ljóð á latinu, eins og áður var. Og er nú ekki svo komið, að safnaðarfólkið sé farið að nálg- ast súluhirði sinn svo, að þvf sjálfu finnist mjótt á mununum milli lærdóms sin og hans? Hugsi menn nú vel um þetta. Er nú hinn sami munur milli sóknarbarna og kennifeðra og áður var? Máské mentamála- nefndin geli svarað þvf, og þá um leið athugað, hvað þessu muni valda. Brnni. Stórhýsi brann í Chic- ago um sfðustu mánaðamót. Brunnu þar 10 menn inni. Komst fólkið ekki út um húsdyrnar, en stökk út um glugga og meidd- ust margir stórkostlega. Voru flestir lítt klæddir, en úti var 30 stiga frost þessa nótt.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.