Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.03.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 3. marz 1925. fl)ag6laé I. árgangur. 26. tölublað. MEÐ lögum skal land byggja, en með ólögum eyöa, var sagt einu sinni. Betra er að hafa góða lögmenn en góð lög, sagði Vísi-Gísli. — Nú er svo komið, að lögum er hlaðið á lög ofan, alt i belg og biðu, jafnvel án tillits til þess hvert samræini er í lagasetningu. Regl- an hcfir verið sú undanfarið, að unga út nýjum lögum og við- bótum og endurbótum við fyrri lög. Einn maður hefir hreyft þvi, að betra mundi að samræma þau lög, sem nú eru fyrir, held- ur en hlaða nýjum lögum á ný lög ofan. Sumum finst líka að það sé dálltið skrítilegt, þegar fram koma frv. til breytinga á lögum um þetta og þetta efni, og breytinga á þeim lögum þenna og þenna dag og viöbót á þeim lagabreytingum þenna og þenna dag o. s. frv. Og sum- um finst líka, að nær væri að gera alla Iagasetningu auðskiln- ari og auðveldari en áður var. Væri nú ef til vill tími til þess kominn, að meiri rækt væri lögð við það að taka upp hina ýmsu lagabálka, er gripa hver inn í annan, samræma þá og gera úr mörgum lögum ný lög. Matthias skáld Jochumsson sagði einu' sinni, að ef menn vildu ala upp þjófa í þessu þjóðfélagi, þá væri vissasta vonin til þess sú, að setja tryggari lása en áður fyrir búrin. Bjarni frá Vogi mintist á lagasetning Sókra- tes um daginn í þingræðu, það atriðið, er löggjafinn hafði látið sér sjást yfir að ákveða hegningu íyrir móðurmorð, en Sókrates svaraði, að hann hefði ekki viljað gera ráð fyrir sliku til þess að engum manni dytti slíkur glæp- ur í hug. — — Margt af lögum okkar og við- aukaiögum er nú því miður þannig, að þau benda mönnum einmitt til þeirra verka, er þau banna. Og efamál er um sum, bvort þau sé sjállu sér sam- kvæm, þegar á alt er litið, — allar þær breytingar, sem á þeim hafa orðið frá upphafi. Lagasetning hér er að vissu leyti sú, að ala upp lögbrjóta og draga svo langar nætur að hverjum einstakling þjóðarinnar, að hann megi ekki hreyfa hönd né fót án þess að vera lögbrjót- ur. Og þegar svo er komið verð- ur afleiðingin sú, að engi mað- ur má um frjálst höfuð strjúka, vilji hann vera góður borgari i góðu landi, en fari einhver sinna eigin í'erða, án þess að spyrja lög um eða forsjón annara manna, þá er sá hinn sami orðinn -vargur í véum í sínu eigin þjóðféiagi. — Það er því margra manna ósk, að löggjafarvald lands þessa geri meir að þ.ví hér eftir en hingað til, að samrœma lög og draga lög saman, að þingmenn hugsi minna nm það en áður að unga út nýjum lögum, en reyni frekar að kippa óþarfa ut úr þvi mikla lagafargani, sem hér er fyrir. Stór loftsteinn hiaðlnn gimsteinum. í Arizona-fylkinu i Bandarikj- uuum, er djúpt jarðfall og mik- ið. Ganga þær sögur um það meðal Indiána, að einu sinni, íyrir ævalöngu, hafi komið gló- andi hnöttur úr lofti og fallið þarna til jarðar og sokkið djúpt. Nú hefir það verið rannsakað, hvað hæft væri í þessari frá- sögn. Var grafið þarna niður, og á 1400 feta dýpi komust menn niður á loftsteininn. Var nú farið að rannsaka hann, og tókst mönnum að bora 30 fet inn í hann, en eftir það 'unnn borarnir ekki lengur á. Er það ætlun manna, að vigahnöttur þessi muni hlaðinn gimsteinum og hvítagulli (platínu), því að á ýmsum stöðum umhverfis jarðfallið hafa fundist molar af hvitagulli. Það er nú í ráði að grafa göng hingað og þangað i kring um jarðfallið og niður að stein- inum, til þess að komast að honum frá ýmsum hiiðum í senn. Til dæmis um það, hvílik smásmið vígahnöttur þessi er, má geta þess, að menn gizka á, að hann muni vega um 1000 smálestir. Til Jóns S. Bergmanns. Hátt þótt klingi hörpurnar hagyrðinga snjallra, bragsnillingur! bögurnar bezt þú syngur allra. Ástarglóð þú Bergmann bert ber tii »móður þinnar«, sýna ljóð þin: sannur ert sonur þjóðarinnar. Er leggjast að á landi hér lýösins skaðar verstu, fyrir það, sem islenzkt er ætið glaður berstu. Mörg ein bagan mærðarhá, mælsku bragur slyngur, lifs um dag þér leiftri frá lipri hagyrðingurl Glstt Helgason, frá Hofstöðum. Ebert foi*seti Þýzkalands er látinn. Fánar voru dregnir í hálfa stöng hér í þrjá daga í tilefni af því. Með Ebert er fallinn i valinn einhver mesti og gætnasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna, og sá maður, er Þýzkaland á mest að þakka á þeim hörmungatímum, er nú hafa yiir það dunið. Sagan mun geyma nafn hans eigi siður en annara stórmenna Þjóðverja.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.