Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 03.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ r, ----- =^\ QagBlaðið'^rt lesendur að láta auglýs- endur blaðsins sitja fyrir viðskiftum að öðru jöfnu. HafnarfjaröarYegurinn. Eins og kunnugt er, hefir nú undanfarið sett niður meiri snjó en maður hefir átt að venjast 2—3 síðastl. vetur, og vegir innanbæjar vart farandi fyrir bila, sökum þess hve lítil birða er höfð á því að halda þeim færum. Nú um síðustu helgi gerði veginn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar gjörófæran, og fólk varð að sitja þar sem það var komið, aðrir en þeir, sem réðust i að fara gangandi. Pað er annars einkennilegt, hvað þessum végi er lítið sint. Fyrst og fremst er mjög lítið gert að því að moka hann, og þegar eitthvað er átt við það, þá er það vanalega mesta hálf- kák, aðeins mokað það lauslega ofan af, og slóðin vill verða í ótal hlykkjum og jafnvel á ein- staka stað úl fyrir vegbrún. Eins og nú er orðið, kæmi það sér mjög bagalega, ef um- ferð stöðvaðist að sunnan. Pví að um þetta leyti kemur mest- öll mjólk til bæjarins bæði af Álftanesi og sunnan með sjó, og vertíð stendur yfir og fjöldi Reykvíkinga eru á togurum í Hafnarfirði, og Hafnfirðingar bér. Vegurinn milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er orðinn einn fjölfarnasti vegur á landinu. Fað virðist því ekki vera til of mikils mælst, að veginum sé haldið færum. Það yrði ekki svo ýkja mikill kostnaður. B. J. þessi grein hefir beðið nokkuð vegna þrengsla. Nú er því ekki til að dreifa, að Hafnarfjaröar- vegurinn sé ófær, en bráðum getur komið fönn og gert veg- inn ófæran aftur og þá má minnast þess, sem hér er sagt að ofan. Borgin. SjáTarföll. Árdegisháflæður: kl. 1,20. Síðdegisháflæður kl. 1,50. .Nætnrlæknir í nótt: D. Fjeldsted. Næturvörðnr í Laugavegs Apóteki. Fallið frumrarp. Ed. feldi frv. um skiftingu skemtanaskatts milli pjóð- leikhúss og landspítala með 9:4 atkvæðum. Umsóknir um styrk úr Bókastyrk- sjóði Guðm. próf. Magnússonar, af vöxtum sjóðsins sl. ár, eiga að vera komnar til háskólaráðsins fyrir 6. marz. Styrkurinn verður aðeins veittur 2 nemendum læknadeiidar, 50 kr. hvorum. Dansk- íslenzka félagið býður 2 stúdentum, er stunda vilja nám við háskólann i Kaupmannahöfn næsta vetur, að sjá þeim fyrir húsnæði fæði, Ijósi, hita og ræstingu fyrir 75 kr. á mánuði. Ennfremur býður féi. 2—3 ísl. stúdentum til Danmerkur næsta sumar og að dvelja þar 1—3 mán. þeim að kostnaöarlausu. Freyja, vélbátur frá ísaflrði seldi hér í gærmorgun ca. 7000 pvund af stórýsu fyrir 50 aura ýsuna upp og niður. Þorsteinn og Sæfarinn (frá Eski- firði) komu inn í gærmorgun með góðan afla. Es. Anders heitir ?kip það sem Hf. Hrogn & Lýsi hefir keypt í Sví- þjóð. Er skipið 200 smálestir að stærð. Kom það hingaö á sunnud. var og var Magnús Vagnsson skip- stjóri. Á leiðinni kom skipið við á Seyðisfirði og losaði þar beitusíld sem það flutti þangað frá Bergen. Lætur skipstjóri mjög vel yfir skipinu, einnig hve vel hafi tekist flutningurinn á síldinni, sem geymd var i frystirúmi. Fer skipiö héðan í næslu viku til Vestmannaeyja á netaveiðar. Yígalmöttur sást á lofti hcðan á laugardagskvöldið var. Var kl. nál. 9 að því er sjónarvottur segir frá. Stefndi vígahnötturinn frá norð- austri til súðvesturs. Fisksalnn. Síðan í haust hefir Jóhann Eyjólfsson frá Brautarholti haft fisksölubúð í húsi sínu í Hafn- arstræti 18, en nú frá síðustu mán- aðamótum hefir Benóný Benónýs- son fisksali tekið búöina á leigu og selur þar fisk framvegis. Mb. Faxi kom af veiðum í gær. Var hann nýlega farinn út á veiðar, en leitaði hafnar vegna vélbilunar. Þriðjud. *• árn■ 3. marz. AÍ/UlOO. 26. tölubl. I Arni Óla. Ritstjórn: | g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsia | Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn tii viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. <Scsta Æerlings saga. Sýning í kvöld kl. 87*. Afli skipsins var um 20 skpd. Skip- stjóri er Þórhallur Vilhjálmsson frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði. Þingeyingar hafa samsæti og gleð- skap i Nýja Bio á föstudaginn kemur. Sæsíminn milli Vestmannaeyja og lands slitnaði um daginn. Sambandi varð aftur náð í fyrradag. Var það björgunarskipið Pór, er gerði við simann. Rússneskt kvöld. Skemtun sú, cr Lislakabarettinn hafði um daginn. verður endurtekin i Iðnó í kvöld. Freyjn frá ísafirði kom híngað í gær af veiðum með góðan afla. Tíðnrfnr./' Hiti var um alt land í gær, 3—5 stig, nema á Hólsfjöllum og í Hornafirði, (3 stig). Loftvægis- lægð var suðanstur af landinu. Er spáð suðlægri átt á Suðurlandi og Vesturlandi, og muni hvessa þegar fram í sækir. Hnnstrigningnr verða enn sýndar á morgun. Opir, kolaskip, kom hingað í morgun frá útlöndum. Botnvörpnngnrnlr. Þessi skip hafa komið núna eftir helgina: Gulltopp- ur (80 tn.). Ari (73 tn.). Apríl (42 tn.). Maí og Gylfi komu i nótt með um 70 tn. hvor. Glaður og Skallagrím- ur eru væntanlegir í dag. Mb. Í8leifnr kom í morgun eftir 4 daga útivist alveg hlaðinn fiski. /

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.