Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 04.03.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 4. marz 1925. ífragBlað I. árgangur. ' 27. . tölublað. DAGBLAÐlÐ gat þess i gær, að samgöngumálaráðherra Breta hefði lagt fyrir þingiö það nýmæli, að gera reynslu- brautir í landinu til þess að fá sönnur á því, hver vegagerð sé heppilegust á hverjum stað. , Þetta er athugunarvert, eigi sízt fyrir oss Islendinga, vegna þess, að vér erum þann veg settir, að bæði Jéleg efni til vegagerðar og óblíð náttúra haldast í hendur um það að gera vegabætur dýrar og viðhald þeirra þó enn dýrara. Nú er það og vitanlegt, að fáum þjóðum er meiri þörf á samgöngubótum en einmitt oss. Veldur því nátt- úra landsins og strjálbýli. Enda hafa víst fáar þjóðir lagt meira fram til vegabóta hlutfallslega við fólksfjölda, heldur en ein- mitt íslendingar. Og þó skortir oss enn tilfinnanlega nýja vegi. Fjárhagur landsins er nú svo, að ekki er hægt að leggja fram neitt fé að ráði til vegabóta. En maður vonar, að ekki verði altaf svo þröngt i búi, og að innan fárra ára verði aftur tekið til óspiltra málanna þar sem fyr var frá horfið. En þann »dauða tíma« sem þangað til er, ættum vér að nota éinmitt til þess, að gera reynslubrautir eins og Bret- ar, til þess að sjá hver vega- gerðarefni sé bezt og hallkvæm- ust á hverjum stað, hverjar brautir endist bezt og hverjar brautir sé ódýrastar í byrjun og hverjar brautir þoli bezt slit .og verði því ódýrastar um við- haldskostnað. Þetta kostar að vísu nokkurt fé í byrjun, en það ber þó að athuga, að þessum reynslubrautum má koma þannig fyrir, að þær komist inn í vega- kerfi landsins, svo að peningum þeim, er til þeirra ganga, er ekki á glai kastað. En hitt getur orðið til stórsparnaðar í fram- tiðinni að reynsla fáist um það hvað bezt sé í þessu efni. Þannig hagar nú til hér í landi, að hin sama vegagerð á ekki við í öllum sýslum. Veðr- átta og staðhættir er svo ólíkt í hinum ýmsu landshlutum og efni til veganna mjög mismun- andi í hverjum stað. Það sem ' hæfir bezt hér sunnanlands á alls ekki við norðan, austan og vestanlands. Þyrfti því, ef vel væri, að gera slikar reynslu- brautir og hér er stungið upp á, í ýmsum héruðum landsins, og þá auðvitað helzt á þeim stöðum þar sem nýir vegir eru fyrirhugaðir, svo að þessar braut- ir geti orðið til frambúðar. Þétta mál þyrfti að takast til athugunar bæði af landstjórn, - sýslunefndnm og sveitastjórnum, helzt í sameiningu. Og um leið þarf líka að lfta á hitt, með hvaða áhöldum og aðferðum muni hægt að gera vegabætur með sem minstum kostnaði. Þetta er svo mikið þjóðþrifa- mál, að ekki má salta það. Það á nú að reyna betur en áður hefir verið gert, að rétta við landbúnaðinn. En bændum og búalýð éru bættar samgöngur fyrir öllu. seod .AJþiiigi. Gisli Þorvarðsson sækir um að fá einhverja opinbera viður- kenningu fyrir að hafa tvívegis bjargað lífi margra manna, öðru sinni á landi en hitt sinnið á sjó. H.f. Hvítárbakki sækir um stofnstyrk til Alþýðuskólans á Hvitárbakka, i sama hlutfalli og veitt var i fjárlögum 1924 til byggingar Alþýðuskólans í Þing- eyjarsýslu, alt að 36 þús. kr., en til vara um eftirgjöf á kr. 18,666,66, er félagið skuldar í viðlagasjóði. Ólafur Pálsson, sundkennari, fer þess á leit, að styrkur sá, sem hann hefir notið til sund- kenslu, verði hækkaður upp í 2,400 kr. úr 1000 kr. Elín Sigurðardóttir sækir um 1200 kr. árlegan styrk til fram- færslu meðan hún er ekki vinnu- fær. Erindi Björns Árnasonar um 3000 kr. styrk til Jóns Ásgeirs- sonar, til náms í pianóleik og hljómfræði Lúðvík Jónsson, búfr., sækir um 10,000 kr. styrk til umbóta og smíða á nýtízku jarðyrkju- verkfærum. Stjórn Bókmentafélagsins fer fram á að keypt verði safn dr. Jóns Þorkelssonar af afritun skjala er hann hefir ætlað til framhalds útgáfu Fornbréfa- safnsins. Kaupverðið 5000 kr., greiðist með 1000 kr. á ári í 5 ár. Skólastjóri Alþýðuskóla Þing- eyinga sækir um 4000 kr. til heimilisiðnaðar-kenslu, af fé því, sem heimilað er á fjárlögum 1926 til Alþýðuskóla utan Rvikur. Ársæll Árnason sækir um 3000 kr. styrk til handa Magnúsi Árnasyni, bróður sínum til lista- náms. Friðjón Kristjánsson sækir um 90,000 kr. lán til að koma upp kembingar og Iopunarverksmiðju í Reykjavík. Stjórn Rauða kross íslands sækir um 3000 kr. fjárveitingu á fjáraukalögum 1925 og sömu upphæð á fjárlögum 1926. Benedikt Sigvaldason sækir um 1000 kr. styrk til að safna alþýðufróðleik. > Borgfirðingar sækja um 2000 kr. styrk til læknisbústaðar og sjúkraskýlis. Stúdentagarðsnefnd stúdenta- ráðsins sækir um 100,000 kr. til byggingar stúdentagarðs, en til vara um 100,000 kr. lán gegn 2. veðrétti í húsinu. Berklavarnafélag íslands sækir um 20,000 kr. fjárveitingu. Jón Leifs endurtekur ávarp það, er hann sendi Alþingi i

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.