Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 04.03.1925, Side 2

Dagblað - 04.03.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ fyrra, um skipun nefndar til að starfa að framförum íslenzkrar tónmentar, og fer þess ennfrem- ur á leit, að Alþingi láti endur- skoða og endursemja íslenzk lög um höfundarétt. Ping’tíðindi. Varalögreglan var á dagskrá í gær í Nd. (frh. 1. umræðu) og var rætt um málið fram yfir kl. 4, en þá var umræðu enn frestað. Seinast talaði Magnús Torfason og lauk ræðu sinni með þvi, að lýsa yfir að það væri ekki af hræðslu við neinn, að hann greiddi atkvæði gegn því að málið færi til nefndar; hann áliti, að það ætti ekki neitt erindi þangað, því að það væri dauðadæmt fyrirfram. Kvaðst hann undrast það, að dómsmálaráðherra skyldi koma fram með frumvarp þetta, því að öllum væri vitanlegt, að haún væri ekki hermannlega vaxinn. Af 11 málum, sem voru á dagskrá Nd., var 8 frestað, en þremur vísað til allsherjarnefnd- ar. Voru tvö af þeim komin frá Ed. Ný g-ullnára a. Nýlega er fundin ný gullnáma í Bandaríkjunum. Fann hana maður, er veiktist/ af hilasótt, var lengi veikur og gat ekki unnið neitt. Er sagt að náman sé í nánd við Keighley, en finn- andi heldur því enn leyndu, hvar hún er/' Gullið finst á 20 feta dýpi. Finnandinn hefir nú komist í samband við nokkra fjársýslu- menn,, er hafa stofnað félag til þess að starfrækja námuna, en farið er mjög leynt með alt námu þessari viðvíkjandi. En eins og vant er, bíður aragrúi fólks eftir nákvæmari upplýs- ingum og er tilbúið að þjóta af stað til »hins fyrirheitna lands« undir eins og fregnin kemur um það, hvar það sé. ]Xýtt xnedal gegn skarlatssótt. Dr. Engelmann, yfirlæknir barnaspítala í Wien, hefir fundið upp og gert tilraunir með nýtt meðal við skarlatssótt, og telur árangur þess ágætan. Þau börn, sem hafa haft óráð og meðalið hefir verið gefið, hafa sofnað vær.um svefni rétt á eftir og vaknað aftur hitalaus. Ný samkepni á íiskmarkaðnum. Fað er nú í ráði, að flytja ís- varinn fisk frá Kanada til Eng- lands. Hafa Bretar haft sendi- menn nýlega í Kanada til þess að undirbúa málið. Er gert ráð fyrir því, að tekin verði í byrjun 6 stjórnarskip til þess að ann- ast flutningana. Líka er gert ráð fyrir því, að hafa önnur skip í förum milli Englands og Kanada til þess að flytja nýtt kjöt og ávexti. Borgin. Sjávftrföll. Árdegisháflæður: kl. 12,30. Síðdegisháflæður kl. 1,5. Es. ísleudingnr er nú að búa sig undir það að fara á veiöar. Verður hann sennilega tilbúinn um helgi. Anders, línuveiðaskipið, mun leggja afla sinn á land í Vestmannaeyjum á pessari vertíð. Nætnrlæknir i nótt: H. Iiansen, Miðstræti 10. Simi 256. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Lagnrfoss er væntanlegur í kvöld til Hafnarfjarðar. Fiskfnlltrúinn á Spáni. Eins og getið heflr verið í blaðinu áður, klofnaði sjávarútvegsnefnd Ed. um frv. stjórnarinnar um að liafa skip- aðan flskfulltrúa í Miðjarðarhafs- löndunum. Ingvar Pálmason ber fram ýmsar ástæður gegn frv., með- al annars þá, að slikt embætti muni MiOmkud. C7) - _ iC A- A 1. árg. marz. JJGí(j OlCiQ. 27. lölubl. D., ,• r í Arni Óla. Ritstjórn: j G> Kr< Guðmundsson. Afgreiðslat Lækjartorg 2. skrifstofa } Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Sösia Æarlings saga Sýnins í kvöld kl. 872. VagBlaéið þmeSisl “ ] vini sína, aö þeir láti það ber- ast, hve vel þeim líkar það. vs—...... • _ ** ' Stærstu menu miðlungsmenn og minstu menn fá ódýrustu og beztu vinnu- fötin á Frakkastíg 16. ekki líklegt til þess að losa þjóðina undan áhrifum Spánverja. Vill hann því að frv. verði vísað frá með rök- studdri dagskrá. Brnni. í gær brann til kaldra kola ibúðarhús H. Thorarensens læknis á Sigluflrði. Komst fólk með naumindum út úr eldinum, en engu varð bjargað af innanstokksmunum. Áttræðnr er í dag Brynjólfur óð- alsbóndi Bjarnason i Engey. Dánarfrog'nir. Ólafur Erlendsson, Kárastíg 10, andaðist í gærmorgun. Jón Benedikts Jónsson, cand. phil., andaðist á Frakkneska spítal- anum sunnudagskvöldið 1. marz. Frú Lucinde Cl. Nielsen, f. Bern- höft, systir þeirra Bernhöftssyst- kina, andaðist 28. f. m. að heimili sínu i Slagelse í Danmörk. Höfnin. Pessi skip komu af veið- um í gær og nótt: Geir með um 50 tn., Skallagrímur 90 tn., Baldur 80 tn., Hilmir með brotið spil.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.