Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 05.03.1925, Blaðsíða 2
2 IDAGBLAÐ það, að skjóta sel í friðlýstum selalátrum.þar sem sektarákvæði þau, sem í gildi eru — eru orðiu svo gömul, að menn hafa fund- ið til þess, að þau væru orðin öldungis óviðeigandi, þar sem þau eru svo lítil fjárupphæð, að þau enganveginn geta verið því til fyrirstöðu, að óhlutvand- ir menn sjái sér hag í því að brjóta lögin«. Björgunarafrek. Þegar maður sér getið verð- launa til manna, sem Ieggja lif sitt í hættu til þess að hjálpa öðrum, dettur manni í hug, að ekki hafi sem vert væri verið vakin athygli þeirra, er hlut eiga að máli um útbýtingu verð- launa, á enn einu björgunaraf- reki og frábærri hreystiraun. Gerðist sá atburður í fyrravetur á hlaupársdaginn 29. febrúar og fram á næsta dag 1. marz, er vélbáturinn Garðar á Fá- skrúðsfirði, sem var að koma úr fiskiróðri, bjargaði áhöfninni af öðrum vélbát þaðan, Geysi — er einnig var í róðri — rétt um leið og hann sökk í hafið, yfirísaður í blindbyl. Hið mikla hetjustarf, sem skipstjórinn á Garðari, Sigurgeir Jónsson, leysti þar af hendi, er dæmafátt, og ennþá göfugra fyrir það, að hann stofnaði sjálfum sér í ber- sýnilegan líísháska, til þess að geta gert það, sem gera þurfti, sem skal skýrt nokkru nánar. Síðla dags, um kl. 5, rétt þeg- ar snjóhríðin var að skelía yfir, rakst Garðar á Geysi á upp- siglingunni; var vélin þá orðin í ólagi. Útlit veðurs^ var orðið mjög ískyggilegt, og afréð Sig- urgeir, skipstj. á Garðari, þegar að fara ekki langt frá Geysi, fyr«n útséð væri um, að vélin kæmist í lag," þótt hann hins- vegar sæi, að hann stefndi sin- um eigin bát með því í tvísýnu. Leið svo fram eftir kvöldinu, að aðeins lítið eitt varð komist áfram, því vélin í Geysi lagað- ist lítið, en snjóbylurinn og froslið harðnaði stöðugt, og ís hlóð yfir bátana í náttmyrkrinu, og sérstaklega Geysir, sem var miklu minni, hlaut að ofþyngj- ast fyr eða síðar, og hélt Garð- ar sig mjög í námunda. Svo, um kl. 1 um nóttina, rann upp hin örlagaþrungna stund. Skip- stjórinn á Garðari sá, að sjór flaut með borði á Geysi og skapadægur hans var þegar komið. Rendi hann þá sem skjótast að hliðinni og lét skip- verja í sömu andránni stíga yfir í sinn bát. Mátti og eigi tæpara standa, því þegar Garðar var kominn rúma lengd sína áfram, sást Geysir síga í djúpið og hverfa. Voru þeir þá út af Breiðdal. Og loks kl. 11 um morguninn náði Garðar inn til Stöðvarfjarðar í sama kólgu- bylnum, með mjög þjakaða á- höfn, og bátverja af Geysi, 4 alls. Létti þó veðrinu augnablik svo, að bátur treysti sér til að skjótast úr landi og ná mönn- unum í land úr bátnum, er honum hafði verið lagt fyrir akkeri. Annars, ef Garðar hefði ekki tafist svona við Geysi og sett sig í hættu, hefði hann komist inn til Fáskrúðsfjarðar kvöldið áður. (»Hænir«). Borgin. Sjávarföll. Árdegisháflæður: kl. 1,40. Síðdegisháflæður kl. 2,10. Nætarlæknir er í nótt Ólafur Jónsson, Vonarstræti 12. Sími 959. Nætnrvörður í Laugavegs Apóteki. Gösta Borlings sagrn, kvikmyndin sem nú er sýnd í Nýja Bíó, fær al- mennings lof og er aðsókn meiri að henni en flestum eða öllum myndum sem hér hafa sýndar verið. Peulngar: Bankar: Sterl. pd.........'.... 27,30 Danskar kr........ 102,48 Norskar kr........ 87,36 Sænskar kr........ 154,69 Dollar kr.......... 5,75 Látln er á Patreksfirði frú Stein- unn Jónsdóttir, systir Björns heit- ins Jónssonar ráðherra. Engku herskipin, er send voru til að leita að F. M. Robertson frá Hafnarfirði, komu til Seyðisfjarðar V)ag6lað. f Arni Óla. Ritstjórn: j G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Iír. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Sösía %S$Qrlings saga. Sýning í kvöld kl. 8V>. í fyrradag. Hin leitarskipin eru hætt leitinni og hafa hvergi orðið botn- vörpunganna vör. Candida verður leikin á morguu í Iðnó. Varalögreglan. Enn var pað mál til umræðu í neðri deild í gær og stóðu umræður um það í rúmar prjár stundir og voru all-heitar með köflum. Sögðu gamlir pingmenn að þeir hefðu ekki heyrt öllu meiri skammir í pingræðum en nú. En svo var fundi slitið, að ekki var málið útrætt og öðrum málum sem. á dagskrá voru varð líka að fresta. Fasteignaeigandafélag Reykjavíknr hélt aðalfund sinn í gærkvöldi í Bárubúð. Stjórnin skýrði frá störf- um sínum á liðnu starfsári, sem í aðaldráttunum voru pessi: Hún hafði sent þinginu i fyrra mótmæli gegn lóðagjaldafrv. bæjar- stjórnar og átt tal við þingnefndir og þingmenn. Enn fremur hafði hún safnað upplýsingum úr reikn- ingum bæjarsjóðs á árunum 1908— 1922 og sent Alþingi upplýsingar þær, og einnig skýrslur frá ýmsum húseigendum um það, hvernig lóða- gjöldin mundu koma niður á eig- endum lóða og húsa. Hafði stjórn fél. skrifstofu um tíma til þess að safna gögnum í þessu máli og öðr- um áhugamálum félagsins. Fékk stjórnin því framgengt með starf- semi sinni, að lóðagjöld voru færð niður i 6°/oo í stað 2°/o. Á fundinum fór fram stjórnar- kosning. Gekk úr stjórn G. Kr Guð- mundsson, en í hans stað var kosinn Grimúlfur N. Ólafsson tollvörður.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.