Dagblað

Tölublað

Dagblað - 06.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 06.03.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 6. marz 1925. I. árgangur. 29. tölublað. Ifyrradag vitjuðu bátar úr Vestmanneyjum fyrst um net sín og sá er hafði hæstan afla |om með 100 fiska úr »trossu«. Línubátar þaðan veiddu sama og ekkert síðustu dagana. Botn- vörpungar, er að veiðum hafa verið þar syðra, telja afla mjög tregan og hvikulan. Hafa fengið mest »þrískift«, stundum »tví- skift« og stundum ekki neHt. Aftur heyrist að góður afli sé Austanlands og má vera að fiskganga sé farin hér frambjá að þessu sinni og komin lengra austur með landinu. — Fiskveiðar botnvörpuskjpa hafa byrjað óvenju snemma síðustu þrjú árin. Áður var sú trú, að fiskvart yröi ekki á Sel- vogsbanka fyr en seinast í marz- mánuði. Fóru botnvörpuskipin því ekki þangað til veiða fyr en seint í þeim mánuði. Nú fóru þau þangað í febrú- ar, og þau fyrstu öfluðu vel. Svo smádró úr aflanum. Má- ske þetta sé bending um það, að fiskgöngur komi fyr en menn grunar á þessi veiðisvið? Getur ekki skeð, að fiskganga sé far- in fram hjá Vestmannaeyjum (austur um?) áður en menn telja vertíð komna, og að hin nafnfrægu Vesturlandsmið, sem nú eru að vísu ný, sé engu betri en mið hér sunnanlands? Það er ofarlega í sumum mönnum nú, að reyna veiðiskap við Grænlandsstrendur. Væri ekki nær, að við reyndum að komast að raun um það, hvernig fiskgöngur og fiskakyn hagar sér hér við land, áður en við l'öruin að seilast svo langt, því að það yrði nokkuð líkt og að vaða yfir læk til þess að sækja vatn? Petta mál er svo mikils varð- andi fyrir útgerð þessa lands, að það er meir en tími til þess kominn, að það sé athugað grandgæflega. Ping-tíðindi. Sjávarútvegsnefnd Nd. hefir orðið samþykk frv. til laga um fiskveiðar í landhelgi, að því undanteknu, að Jón Baldvins- son er andvigur frv. Nefndin, eða meiri hluti hennar, leggur til að frv. verði samþykt með mjög lítilli breytingu. Greinargerðin er svo: »Með skírskotun til athugasemdanna við frumvarpið getur nefndin fallist á það, að viðauki sá, sem hér er farið fram á við fiski- veiðalöggjöf vora, sé nauðsyn- iegur. Með þessum viðauka er alveg skorið úr þrætunni um það, hvort framvegis sé hægt að taka erlend skip á leigu til fiskveiða hér við land af ísl. ríkisborgurum, í skjóli laga um fiskveiðar í landhelgi írá 19. júní 1922. En fyrir þetta er girt með frumvarpinu. Að því er skip þau snertir, sem þegar hafa fengið hér Ieyfi til fiskveiða, en heimilisfang eiga í útlöndum, þá felst nefnd- in og fyllilega á það, að þeim beri að veita undanþágu frá þessari viðaukalagasetning, eins og frv. fer fram á, en álitur eftir atvikum rétt, þegar sú undan- þága verður veitt, að hún verði bundin við ákveðið tfmabil, en verði ekki gefin um aldur og æfi«. Skiftimyntin. Allsherjarnefnd Ed. leggur til 'svolátandi breyt- ingartillögu við frv. þetta: »Breyta má ákvæðum 2. og 3. gr. með konungsúrskurði, ef hin önnur Norðurlandaríki krefj- ast þess, eftir myntsamningnum, til þess aðv hin nýja mynt verði ekki of lík þeirra eigin skifti- mynt«. Loknnartími sðlnbúða. Frá allsherjarnefnd Nd. er komið fram álit um fry. þetta og legg- ur meiri hluti nefndarinnar til að frv. verði samþ. óbreytt. Minni hlutinn, Jón Kjartansson og Magnús Torfason áskilja sér óbundið atkv. um málið. Sáttasemjari í vinnndeilnm. Þeir Tryggvi Þórhallsson og Ás- geir Ásgeirsson bera fram fry. í Nd. er fe'r í svipaða átt og gerðardómsfrv. Bjarna Jónsson- ar frá Vogi, að því breyttu, að þeir vilja að 11 manna nefnd, skipuð 5 mönnum úr félagi at- vinnuveitenda, 5 úr flokki verka- manna og einum manni tilnefnd- um af Búnaðaifélagi íslands og Fiskifélagi íslands, tilnefni dóm- ara í þessum málum og atvinnu- málaráðherra skipi bann siðan. Á sú skipan að gilda um 3 ár. Flutningsmenn segja í greinar- gerð: »Frv. þetta er i öllum aðalatriðum sniðin eftir löggjöf Dana í þessu efni. Hefir þetta skipulaga reynst stórlega yel í nágrannalöndunum«. Bann gegu botnvörpnveiðnm. Meiri bluti sjávarútvegsnefndar í Nd. leggur það til að frv. um þetta efni verði felt, en minni hlutinn (Ásgeir Ásgeirsson og Jón Baldvinsson) er frv. ein- dregið fylgjandi. Prá kjarstjínarfunii. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gærkvöidi og voru 13 mál á dagskrá. Byggingarleyfi nokkur voru samþykl umræðulaust, eftir til- lögum byggingarnefndar. Þar á meðal var P. Petersen bióstjóra leyft að byggja þrílyft kvik- myndahús úr steinsteypu, neðan við Ingólfsstræti, á lóð sem hann hefir keypt af Jóni Zoéga kaup- manni. Slærð hússins er ákveðin 591,26 fermetrar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.