Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 07.03.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 7. marz 1925. \ I. árgangur. 30. tölublað. fl)ag6lað EIR þykjast vinna' heildinni þarft verk fulltrúar ríkis og bæja, er þeir með alls- konar reglugerðum og samþykt- Ðffl lögfesta ýms nýmæli. — Hannsóknarlítið og hugsunar- laust binda löggjafarnir tiðum almenning svo á böndum og fótum, að hið fagra hugtak: »frjálsir menn í frjálsu landi« ’verður bábylja ein. Fer þá svo, að þótt oki laganna sé aflétt að einhverju eða öllu leyti þegar almenningur getur ekki lengur Tindir því risið, að'það tekur ár og áratugi að losna við hinar illu afleiðingar slíkra nauðung- arlaga. Sjá þeir sem harðasta baráttu háðu fyrir framgangi laganna, en oftast um seinan, hversu hrapað ,, var að ýmsu ógætilega og það leitt í lög, sem aldrei hefði átt að nefna í því sam- handi. Og það er ekki fyr en ýmsar torfærur verða á fram- hvæmdaleið laganna, að augu hinna vitru manna opnast. — Þannig er ástatt með öll neyð- arlög og þvingunarráðstafanir. Hér í Reykjavík höfum vér ekki farið varhluta af áhrifum slíkrar löggjafar, og er skemst á að minnast húsaleigulögin og ióðagjaldamálið. Húsaleigulögin voru neyðar- ráðstafanir, sem gerðar voru á öeyðartímum, stríðstímunum. — Pk voru flestar bjargir bannað- ar. Þá voru verslunarviðskifti vor bundin við ákveðin lönd. Pk var ekki þverfótað fyrir reglugerðum, samþyktum og allskonar nefndum. En eins og svo glögglega hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu af Einari próf. Arnórssyni, þá er meir en timi til kominn að nema húsa- leigulögin úr gildi. Bölvun þeirra hefir nógu lengi hvílt yfir hús- eigendum og leigjendum. Hljóta bæjar og þingfulltrúar að sjá, að mál er komið til að fá þeim afiétt. Félag fasteignaeigenda hér i bæ hefir og fullan hug á því og hefir gert margvíslegar tilraunir til þess að fá lögin afnumin. Mun félag þetta berjast fyrir þessu þar til yfirlýkur og okinu verður aflétt. Veitir ekki af að sérhver stétt í þessu bæjarfélagi standi á verði fyrir réttindum sínum, og er ilt til þess að vita að fulltrúar þeir sem kosnir eru með sérstöku tilliti til hagsmuna og réttar borgarbúa, skuli bera fram og halda í slík ólög sem þessi. Erindi seud Alþingi. I Aðstoðarmenn í stjórnarráðinu fara fram á bætt launakjör. Halldóra Bjarnadóttir sækir um að halda 2000 kr. styrk til starfsemi í þarfir heimilisiðnað- arins. Ottó B. Arnar æskir þess að Alþingi taki aftur til íhugunar umsókn hans frá siðasta þingi um sérleyfi til að hafa víðboð á hendi. 63 kjósendur í Múlasýslum skora á þing og stjórn að full- nægja skilyrði því, sem landið gekk að er því voru afhentar Eiðaeignir, og ætla fé á fjárlög- um 1926 til skólahússbyggingar á Eiðum. Bréf sýslumannsins í Skafta- fellssýslu, með erindi um skipa- göngur, frá öllum verslunum og hreppsnefndum í Vestur-Skafta- fellssýslu. Listvinafélag íslands fer fram á, að veittar séu 4500 kr., skift á 2 ár, gegn jafnháu framlagi frá félaginu, til þess að kaupa mynd ungfrú Nínu Sæmunds- son, Móðurást, úr bronse. Lóðagjöldin. Pétur Halldórsson bæjarfull- trúi mintist á lóðagjaldamálið á fundi Fasteignaeigendafélagsins um daginn. Taldi hann það hina mestu firru, er hin nýju húsa- og lóðagjöld voru lögleidd. — Hefðu bæjarfulltrúarnir alls ekki gert sér grein fyrir hversu hár húsaskatturinn yrði og hve þung byrði öllum húsa- og lóðaeig- endum, ef hann hefði náð fram að ganga, eins og gengið var frá honum upphaflega með reglu- gerð bæjarstjórnarinnar. þing- menn hefðu og verið litt undir mál þetta búnir og tekið fegin- samlega við leiðbeiningum þeim sem stjórn Fasteignaeigendafé- lagsins og aðrir létu þeim í té. Heföi því verið afstýrt verstu meinlokunni og hundraðstala skattsins færð niður, svo að nú væri hann aðeins rúmur þriðj- ungur þess, sem bæjarstjórnin hafði ákvcðið af lóðum og löndum bæjarins. Sandgrædsla. Fyrir ofan Stóruvalla-land (i Landmannahreppi) liggja hinar svo netndu Klofaflatir. Fað eru sléttir vellir, sem nú eru sand- auðn ein, en voru áður grösugt og fagurt land. Fetta land var eign einstakra manna og hrepps- ins. Eigendur hafa nú afsalað sér landinu til ríkissjóðs og »Sandgræðslan« er nú byrjuð að græða það. Alls er svæði þetta nær 450 ha. Nær helming- ur af því er girtur. (Búnaðarrit, 39. ár 1—2.)

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.