Dagblað

Tölublað

Dagblað - 07.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 07.03.1925, Blaðsíða 2
2 !D A G B L A Ð Frá Rússum. Danskur maður, sem dvalist hefir í Rússlandi að undanförnu, ritar svo um Rússa: Það er stór munur á lífinu i Moskva og Petrograd. í Moskva situr öll stjórnin og umboðs- mennirnir og því er þar hjarta landsins. Afleiðingin er sú, að þangað hafa streymt fleiri en borgin getur rúmað. — Það er hreinasta tilviljun ef hægt er að ná í laust herbergi og í íbúðum sem eru þetta "2—3 lítil her- bergi, eiga fjórar og stundum fimm fjölskyldur heima. Það er undantekning, ef fjölskylda i Moskva hefir sína eigin íbúð út af fyrir sig. Húsaleigan er gríð- ar há og er í rauninni skattur, sem greiðist bæjarfélaginu. Pað er unnið kappsamlega að því að bæta úr húsnæðisskortinum og mörg hús hafa verið fullgerð nú að síðustu. En í Petrograd eru margar götur alveg í auðn. Pað er talið að þar sé 30—40 þús. lausar ibúðir. Mest ber á hermönnum á götum borganna. Trotsky á heið- urinn af því að hafa komið upp rauða hernum og á honum er stórkostlega gott skipulag. — Kameneff er yfirhershöfðingi. Hann var áður í lífverði keis- arans. Margir liðsforingjar úr gamla hernum hafa séð þann kost vænstan, að ganga í rauða herinn, en allir eru þeir höfuð- setnir af leynilögreglunni, sem nefnist Tjeka. Pað er talið að Rússar hafi nú um 700 þús. manna undir vopnum, en í fyrra um 900 þús. Herinn hefir yfir að ráða 2 miljónum rifla, 3600 fallbyssum o. s. frv. Trotsky hafði sett sér það markmið, að hafa 10 þús. flugvélar með æfð- um flugmönnum í árslok 1920. En það er víst hæpið, að það hafi tekist. Flestir rússnesku flugmennirnir eru af þýzkum ættum. — Skipulagi hefir verið komið á alt. Sérstakir barnagarðar eru hér og eru mjög sóttir. Par er börnunum kend undirstöðu- atriði kommunismans. Pað er ekki skylda, að senda börn þangað, en þau, sem koma, eru skyldug til að læra. Allir eiga að læra að lesa og skrifa. Margir einkaskólar eru líka til, en það er haft strangt eftirlit með þeim, og þeir fá því að- eins að halda uppi kenslu, að ekki sé þar minst á nein trú- mál. I hinum reglulegu barnaskól- um er ágæt kensla. Par er kendur lestur, reikningur og skrift, landafræði, handavinna, tungumál, aðallega þýzka, o. s. frv. Aftur á móti er sama sem ekkert kent í sögu Rússlands. Stjórnin gerir alt sem hún getur til að bæta skólana, að hafa kenslustofurnar bjartar og hlýjar. En kenslukraftar eru af skornum skamti. í sveitunum eru líka skólar, og sækja þá allir. Eru þess dæmi, að þrír ættliðir hafi setið á bekk við sama nám. Maður verður að viðurkenna, að það eru hygnir menn, sem ráða Rússlandi nú. Par má fyrst og fremst nefna Tschit- scherin, utanrikisráðherrann. Hann var um eitt skeið í sendi- herrasveit Rússa í Berlín, en keisaranum þótti hann of hlynt- ur jafnaðarmönnum. í mörg ár var hann landílótta. Og hann kom rakleitt úr fangelsi í Eng- landi til þess að taka við utan- rikisráðherraembættinu. Svo er Radek, hættulegastur allra Bol- zhivikka. Hann hefir ekkert op- inbert starf með höndum, en það er hann, sem stjórnar und- irróðri Bolzhevikka í öðrum löndum. Lunatschavski er kenslumálaráðherra. Hann var áður blaðamaður og rithöfund- ur og hefir ritað margar skáld- sögur. Hann er góður vinur Romain Rolland. Svo er Dzer- zinski, sem Friðþjófur Nansen dáist að, en aðrir kalla hann blóðhund. Hann er yfirmaður leynilögreglunnar, og margan dauðadóm hefir hann uppkveð- ið. Hann er lika samgöngu- málaráðherra og hefir farist Ijómandi vel úr hendi að bæta samgöngur. tzzi H)ag6lað. Æ f Arni Óla. tstj rn. | q £r Guðmundsson. Afgreiðslat Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síöd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. <3osta cRarlings sacja. Sýning í kvöld kl. 81/*. Borgin. Sjáyarföll. Árdegisháílæður: kl. 3,25. Síðdegisháílæður kl. 3,45. Nætnrlæknir Gunnl. Einarsson, Slýrimannastíg 7. Sími 1693. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apóteki. Tíðarfar. í morgun var 2—6 stiga frost um land alt, norðanátt viðast hvar og sumsstaðar allsnörp og snjókoma á Vestqrlandi. í Angmag- salik var norðvestan ofsaveður og 12 stiga frost. Loftvægislægð yfir . Noregi. Spáð er allhvassri norðlægri átt og snjókomu, einkum á Norður- landi, en bjartviðri hér sunnanlands.. Messnr á morgnn. Dómkirkjan: kl. 11 síra Bjarni Jónsson. (Prest- vígsla). Fríkirkjan: kl, 2, sira Árni Sig- urðsson, kl. 5. sira Haraldur Níels- son. Landakotskirkja: kl. 9 hámessa og kl. 6 guðsþjónusta með prédikun. Sjómannastofan: kl. 6 guðsþjón- usta. K. F. U. M.: kl. 8’/» sira Friðrik Friðriksson. Peningrar: Bankar: Sterl. pd............... 27,30 Danskar kr............. 102,55 Norskar kr.............. 87,38 Sænskar kr............. 154,50 Dollar kr,............... 5,74

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.