Dagblað

Útgáva

Dagblað - 08.03.1925, Síða 1

Dagblað - 08.03.1925, Síða 1
Sunnudag 8. marz 1925. I. árgangur. 31 tölublað. Minníngarathöfn þriðjudag 10. marz 1925. 1 ofviðrinu 7.-8. febrúar síðastliðinn fórust botnvörpuskipin »Leifur hepni« og »Fieldmarshall Robertson« og mótorbáturinn »Solveig« og týndust þar 68 íslendingar, auk 6 Englendinga. Leit að botnvörpuskipunum hefir reynst árangurslaus. Út af .þessum sorgprviðburði hefir bæjarstjórn Reykjavíkur, í samráði við full- trúa útgerðarmanna og sjómanna, ákveðið að gangast fyrir minningarathöfn næstkom- andi þriðjudag hínn 10. marz. Miimingaratliöfiiiii fer þannig fram: Fánar veröi dLreg-nir' í hálía stöng kl. 8 að morgni í allri borg- inni og á öllum skipum á höfninni. Kl. 2 síöd. verði öll vinna og umferð á sjó og landi stöövuð í S — limm — míntitur til kl. 5 mín. yfir tvö. — Tíminn verður gefmn til kynna með því, að blásið verður í eimpípur nokkurra skipa á höfninni einni mínútu fyrir kl. 2, og er þess vænst, að fullkomin kyrð verði komin á þegar blæstri linnir, stundvíslega kl. 2. — Svo er til ætlast, að sérhver maður staðnæmist þar sem hann er staddur og karlar taki ofan, að bifreiðir og vagnar haldi kyrru fyrir, að vélar verði stöðvaðar, að vinnu og verzlun verði hætt, úti og í húsum inni, hvernig sem ástatt er, og að allar samræður falli niður, svo algjör kyrð og þögn komist á, og haldist í 5 mínútur. Kl. 3 sföd. verða haldnar minningarguðsþjónustur í Dómkirkjunni og Fríkirkjunni og kirkjusálmabókin notuð. Þess er vænst að nánustu ástvinir hinna látnu, er koma i kirkjurnar, gangi inn um skrúðhúsdyrnar. Bæjarstjórnin væntir þess, að allir telji sér ljúft að stuðla að því á allan hátt, að minningarathöfnin fari vel fram og að því, að leiksýningar og skemtanir falli niður þetta kvöld. Borgarstjórinn í Reykjavík 7. marz 1925. K. Zimsen.

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.