Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 11.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 og sumstaðar meðan sorgarathöfnin fór fram. Almenn samtök áttu sér eigi staö um lokun. Jarðarför Brandar heit. Bjarna- sonar frá Hallbjarnarey, fer fram á morgun frá heimili hans Hverfis- götu 94 A. og hefst kl. 1 e. h. Þesai botnvörpnskip eru nýkomin af veiðum: Draupnir, Otur, Gull- toppur, Tryggvi gamli, Jón forseti og Ása. Sum þeirra eru farin aftur á veiðar. Hercnr kemur hingað um hádegi í dag og fer aftur á morgun. Island fór héðan í gærkvöldi vest- nr og norður um land til útlanda. Farþegar voru m. a. þessir: Til ísafjarðar: Sv. Fenger ræðis- maður, Eiríkur Kerulf læknir og Tryggvi Jóakimsson framkv.stj. Til Siglufjarðar: Otto Jörgensen og frú. Til Akureyrar: Arnór Sigurjóns- son skólastj., Sig. Heiðar dýralækn- ir.11 Frú Lindal. Guðjón Samúelsson húsameistari. A. Bentsen heildsali. V. Knudsen fulltrúi. Til útlanda: Hallgr. Tulinius og frú og Þórður Flygenring. Lagarfoss fór héðan í 'gærkvöldi til Bretlands. Skipið var aðallega fermt fiski. Afrnæli. Friðrik rikiserfingi á 26 ára afmæli i dag. í tilefni af þvi er fáni dreginn að hún á opinber- um byggingum og víðar. Snjókerlingn, eða öllu heldur snjó- karl, gerðu listfengir menn hér í bænum í gær á Lækjartorgi. Pótti svo mikið til þessa listaverks koma að múgur og margmenni safnaðist utan um »karlinn« og myndir voru teknar af honum. Sæsíminn. Símslit urðu í gær- morgun og er sambandslaust til út- landa þar til því verður kipt í lag, sem búist er við að verði bráðlega. Loftskeytastöðin annast nauðsyn- legustu skeytasendingar meðan á viðgerð stendur. Dngrblaðid kemur með seinasta móti út í dag vegna þess að ekki var unnið í prentsmiöjunni eftir kl. 2 í gær. Minningarathöfnin í gær var hin hátíðlegasta og fór fram eins og ráð var fyrir gert. Sérstaklega var áhrifamikil sorgarathöfnin í Dómkirkjunni. Meðal þeirra sem þar voru mátti líta bæjarstjórn Reykjavíkur, sendiherra erlendra ríkja, alla i einkennisbúningum, yflrfor- ingjann á »Fylla« ásamt tveim sjóliðsforingjum og óbreyttum sjóliða, Knud prins, forseta sameinaðs þings og formenn sjávarútvegsnefnda. í Hafnarfirði söfnuðust bæjar- búar saman á hafnarbryggjunni og gengu þaðan í skrúðfylkingu inn í bæinn til þjóðkirkjunnar. Voru svo guðsþjónustur haldnar í báðum kirkjum. Talaði síra Ólafur Ólafsson í fríkirkj unni, en Árni Björnsson prófastur í þjóðkirkjunni. Síðan var aftur gengið fylktu liði niður á bryggju og lék hljóðfærasveit þar. Samúðarskeyti bárust forsætis- ráðherra í gær frá sendiherra Dana hér f. h. rikisstjórnarinnar dönsku, Böggild fyrv. sendi- herra, Monberg etatsráði og frú hans, Islandsk Handelsforening í Kaupmannahöfn og fleirum. Samskotin, sem getið var um í blaðinu í gær, gengu þannig, að í Landsbankanum söfnuðust kr. 9.560.50, í íslandsbanka kr. 27.500.00 og í Hafnarfirði rúml. kr. 800.00. Monberg verkfræð- ingur gaf auk þess kr. 1000.00. Samskotin halda áfram. Meðal annars er snjókarlinn á Lækjar- torgi, sem er eftirmynd af sjó- manni, til þess gerður að minna ág samskotin. Er samskotakassi þar settur. Sonnr járnbrantakóngslns. eigi þykst af því að hann tók hana tali og eftir nokkra stund hefði mátt halda að þau væri gamlir kunningjar, á því hvernig þau ræddu saman. f*að getur verið að þetta hafi stafað af því, að hann ávarpaði hana eins og þegar maður talar við mann, en ekki konu. þannig sátu þau saman í fulla klukkustund og honum þótti augsýnilega fyrir, er hún stóð á'fætur og bjóst til að fara. — f*akka yður fyrir þær upplýsingar, sem þér hafið gefið mér um Panama, mælti hann og hneigði sig. Eg vona að ég megi fá að tala við yður seinna! Og þegar hún var farin mælti hann fyrir munni sér: Hún er töfrandi. Og hún er hreint ekki gömul. Mér þætti gaman að vita hver hún er. Hann laut niður og las nafnspjaldið, sem fest Var á stól hennar. Par stóð: Frú Stephan Cortlandt. Pá mælti hann gremjulega. — Pað er altaf sama bölvuð óhepnin yfir öiér! Hún er þá gift! V. Ný appástunga. Kirk hafði nú verðsett einn verðmætið, er hann átti til, en í stað þess fekk hann líka margar milliskyrtur, hálslin og vasaklúta — og auk þess rakvél, sem honum þótti vænt um aö hafa eignast. Að vísu hafði gjaldkeri sagt hou- um skýrt og skorinort, að hann seldi alls eigi þessa muni, heldur lánaði þá og héldi hringn- um aðeins sem tryggingu fyrir því, að fá mUn- ina aftur. Og hvernig sem Kirk fór, að var gjaldkeri ófáanlegur til þess að láta hann fá peninga. En þótt greitt hefði verið andvirði farmiðans og fæði, fann Kirk fljótt, að til margs eru peningar nauðsynlegir. Skemtilegasti staður- inn í skipinu var reykklefinn og í hvert skifti sem hann kom þangað, var honum boðið að> reykja, drekka eða spila. Hann varð að taka það ákaflega nærri sér að hafna þeim boðum og hann fann, að sér mnndi alveg ofaukiö meðal hinna betri farþega, þar sem hann gat ekki sýnt sömu skil. Og jafnvel sárnaði honum það mest, að fyrir þetta fór það orð af honum á skipinu, að hann væri stækasti bindindis- maður. í hvert skifti sem hann heyrði smella í töppum, kom vatn í munn honum og glamur i spilapeningum ætlaði að ’ æra hann. En tii

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.