Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 12.03.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 12. marz 1925. I. árgangur. 34. tölublað. LÖGGJÖF vor er orðin á eftir tímanum í mörgum efnum. Á það ekki sízt við um at- vinnulöggjöfina. Hér vantar t. ö. alveg löggjöf um atvinnu- og hæfileika-vernd í iðnaðargrein- um. Fer því víða svo, að þeir, sem eytt hafa miklu fé og löng- um tíma til þess að nema eitt- hvert ákveðið handverk, eru alls eigi teknir fram yfir aðra, sem ekkert kunna. Að vísu eru margir svo vel að sér að eðlis- fari, að þeir geta af eigin ram- leik komist svo langt, að þeir standa öðrum fullnuma fyllilega á sporði, en hitt er þó að sjálf- sögðu miklu tiðara, að menn 'verða að læra af öðrum til þess að geta staðið f stöðu sinni. En yfir þetta sézt öllum al- menningi. Er mörgum gjarnara að líta meira á það, hvað hvert verk eða hver hlutur kostar, heldur en hitt hvernig verkið er af hendi leyst. Það mun hafa valdið nokkru um hvað löggjöf vor er sein á sér i þessu efni, að fram að þessu hefir verið fátt um »meist- ara« og »sveina« í hinum ýmsu iðnaðargreinum og menn hafa oft orðið að nota »fúskara« út út neyð. En nú er þessu eigi leng- ur til að dreifa. Það er nú orð- ið svo margt um »fag«-lærða menn hér á ýmsum iðnaðar- sviðum, að »fúskararnir« eru orðnir óþarfir. Og þegar svo er komið, á ekki að láta það sleif- arlag haldast uppi lengur, að allir sé jafn réltháir, bæði full- lærðir menn og ólærðir. Flestar stéttir iðnaðarmanna hér í bæ hafa stofnað með sér félagskap, til þess að vernda réttindi sín. Hefir sumum orðið þar vel ágengt t. d. prenturum, þeir eiga líka sérstöðu þar. Öðrum hefir gengið mismunandi °8 hlýtur að ganga misjafnlega, meðan löggjöfin hleypur ekki ,ækilCga undjr bagga með þeim. ^ það ekki misminni, þá re,t Mark Twain einu sinni smásögu um úrið sitt og í lok þeirrar sögu segist hann oft hafa brotið heilann um það, hvað verða mundi af öllum þeim mönnum sem ekki sé hæf- ir til neins starfa. Nú segist hann hafa fundið lausn á þessu: þeir verði allir úrsmiðir. Að breyttu breytanda á þetta vel við hér í landi. Hér geta menn gerzt skósmiðir, úrsmiðir, rakarar, bókbindarar o. s. frv. o. s. frv., án þess að kunna neitt til iðnarinnar og taka með því brauðið frá þeim, sem kunn- áttu og hæfileika hafa, og svíkja allan almenning með vinnu sinni. Ping’tíðindi. Kynhætur hesta. Þeir Jón Sigurðsson og Pétur Ottesen bera fram frv. um þetta efni. Vilja þeir, að hrossakyn- bótanefndir sé skipaðar í hverri sveit, og hafi þær umsjá og eft- irlit með því, hvaða hesta nota skal til undaneldis. Kynbætur hesta hafa á undanförnum ár- I um bygst á beinum lagafyrir- I mælum annars vegar, en hins vegar á héraðssamþyktum. Vilja flm. nú í eitt skifti fyrir öll koma á lögskyldu i þessu efni um land alt, svo að samræmi fáist og að hrossakynbætur verði til betri frambúðar en með því fyrirkomulagi, sem nú er. Halldór Steinsson ber fram frv. um það, að Hellnar í Breiðu- víkurhreppi verði gerðir að lög- giltum verslunarstað. Frv. um að veita lán úr Bjargráðasjóði er til 2. umr. í Ed. í dag. Landbúnaðarnefnd, sem hefir haft rnálið til athug- unar, leggur til að frv. verði sþ. óbreytt. Allsherjarnefnd Nd. hefir haft til athugunar frv. stjórnarinnar um sjúkratryggingar og leggur eindregið til, að því verði aftur vísað til stjórnarinnar vegna ó- nógrar athugunar, svo að hún leiti álits sýslunefnda og bæjar- stjórna um það og undirbúi það betur til næsta þings. Á dagskrá í Nd. eru 14 mál, þar af 7 um breytingar á vega- lögum. Hefir þeirra frv. verið getið áður hér í blaðinu. Öll eru þau til 2. umr. Frv. um innlenda skiftimynt er komið frá Ed. og verður til einnar umr. í Nd. í dag. Fyrir þinginu liggja nú þrjú frv. svo líks efnis, að ólærðir menn munu ætla, að vel hefði mátt sjóða saman ein lög um það efni. Eitt heitir frv. til laga um fiskiveiðar í landhelgi (varn- ir gegn leppmensku), annað frv. til 1. um bann gegn botnvörpu- veiðum (harðari refsingar og sektir en áður), og hið þriðja um einkenning skipa. Frv. um fiskiveiðar í landhelgi er til 2. umr. í Nd. í dag. Meiri hl. sjávarútvegsnefndar leggur til, að frv. nái fram að ganga með þeirri breytingu, að atvinnu- málaráðherra geti veitt undan- þágu um tiltekið árabil um leigu á þeim erlendum skipum, sem nú á sér stað. Krossanesmálið. Eins og skiljanlegt er, komst það í norsku blöðin og hefir verið sagt sitt af hverju um það þar. Meðal annars hefir Stangeland látið það um mælt í samtali við blaðamann frá »Stavangeren«, að verksmiðjan í Krossanesi hafi svikið íslend-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.