Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 12.03.1925, Side 2

Dagblað - 12.03.1925, Side 2
2 DAGBLAÐ inga um 700—1300 þús. krón- ur með því að nota svikin mál. Aðalforstjóri verksmiðjunnar, Holdö stórþingsmaður, heflr nú snúið sér til utanríkisráðuneyt- isins norska með beiðni um það, að málið verði rannsakað gaumgæflega til þess að hægt sé að hnekkja þessum atvinnu- rógi. Af nokkrum fylgiskjölum, sem þessari beiðni fylgja, er eitt yfirlýsing frá 9 norskum skip- stjórum, dagsett í Kristiansund 22. jan. 1925 og segja þeir þar, að það sé illkvitnisleg lygi hjá Stangeland, þar sem hann segi, að Haldö hafi spilt fyrir Norð- mönnum á lslandi með stjórn sinni á Krossanes-verksmiðjunni. Holdö segir sjálfur, að þessi orðrómur um verksmiðjuna muni upp kominn vegna þess, að menn geri ekki greinarmun á uppskipunarkeri og mælikeri. Mæliker sé 150 lítra, en upp- skipunarkerin hafi verið 159— 175 lítra. Renni altaf meira og minna af síld úr kerunum við uppskipunina, en á bryggju hafi staðið 150 lítra mæliker og hafi altaf öðru hvoru verið helt úr hinum kerunum í það, til þess að sjá hverju munaði, og selj- endur sildar hafi aldrei kvartað um það að þeir væri sviknir á máli. Pvert á móti, segir hann, varð verksmiðjan að fleygja helm- ingnum af uppskipunarkerun- um vegna þess að þau reynd- ust of litil, þá er lögskipaður islenzkur mælingamaður rann- sakaði þau. Loftis enu. Annað hljóð í strokknnm. Enska blaðið »DaiIy Chron- icle« segir frá þvi, að enski skipstjórinn William Loftis hafi komið til Hull 24. febrúar á skipi Jóns Oddssonar mágs síns. Fréttaritari blaðsins fór þegar um borð til þess, að hafa tal af þeim, og báðir létu þeir í ljós óánægju sína út af þvi, að altof mikið hefði verið gert úr máli Loftis. Sjálfur kvaðst hanu ekki þurfa að kvarta um með- ferðina á sér í hegningarhúsinu. Að vísu hefði hann að eins fengið rúgbrauð fyrstu vikuna, en eftir það hefði hann ekki þurft að lifa við fangakost. — »En blöðin reyndu að bera út ýms ósannindi«, mælti hann. Blaðið segir, að se^tt hans hafi numið 20.100 krónum, en það samsvari hér um bil 750 sterl- ingspundum, og mundi Loftis hafa orðið að sitjallár í fang- elsi til þess, að afplána þá sekt, »því að samkvæmt íslenzkum lögum, verði sökudólgur að vera í fangelsi þangað til hann hefir afplánað sekt sína með 3 krón- um á dag, sem hann fær fyrir að vinna fangavinnu«. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháílæður: kl. 6,45. Árdegisháflæður í fyrramálið ki. 7,5. Nætnrlæknir í nótt Guðmundur Guðflnnsson. Hverfisgötu 35. Sími 644. Nætnrvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Tíðarfar. Ofsarok var hér af suð- vestri í nótt, en lægði heldur með morgninum; er þó hvassviðrí enn (8). Hiti var um alt land 2—6 stig og sunnanátt, viða hvöss, einkum hér sunnanlands. Talsverð rigning í Vestmanneyjum. í Kaupmanna- höfn er norðangola og 5 st. frost. Loítvægislægð á norðausturleið fyr- ir vestan land. Búist við suðlægri átt, hvassri víða, einkum hér sunn- anlands, og jeljagangi. Mercnr kom ekki hingað fyr en í morgun. Eglll. Sknllngrínisson kom af veið- um í gær með 95 tunnur lifrar. Er afli nú að glæðast og mestmegnis porskur pað sem aQast. rýrlrspnrnir úr ýmsum áttum hafa Dagblaðinu borist um það hvenær ætti að gera við Ijóskerið hjá Dómkirkjunni. Heflr ýmsum pótt óviðkunnanlegt myrkur pað, sem par hefir verið á kvöldin. Pessum fyrirspurnum er svaraö með pví, að í gær var byrjað á pví að grafa upp ljóskerabrotið, og verður verkinu væntanlega haldið áfram þangaö til nýtt ljósker er komið þar upp. Samskotin. Rúmar 5000 krónur söfnuðust í gær, par af tæpar 2000 f Arni Óla. Ritstjórn: j Gi Kr> Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd., Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Hmm NTJA BIO KHHOB 4Bösfa Æarlings saga sýnd aöeins kl. 8V2. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4. C( <ba3Slaðið™:r'":i lesendur að láta auglýs- endur blaðsins sitja fyrir viðskiftum að öðru jöfnu. krónur í samskotabaukana hjá sjó- manninum (snjókarlinum) á Lækjar- torgi. Gnndergen ofnrsti, einn af yfir- mönnum Hjáipræðishersins í Dan- mörk, kom hingað í morgun með Mercur. Hann heldur samkomu í kvöld í Herkastalanum. Benedikt Sveinsson forseti hefir verið lasinn í nokkra daga og eigi getað gegnt þingstörfum. Hefir Por- leifur Jónsson varaforseti gegnt for- setaembætti í tvo dhga. Fimm stórir franskir botnvörp- ungar frá Fécamp, sem áður hafa stundað veiðar við Newfoundland, eru nú komnir hingað til veiða og verða hér í vetur og fram eftir sumri. Gösta Berlings saga. Pessi ágæta mynd, sem öllum þykir svo mikið til koma, verður sýnd í kvöld og annað kvöld, en eigi oftar. Þingeying’amót verður háð annað kvöld í kjallaranum í Nýja Bíó. Verð- ur þar haft margt til skemtunar. Hávarður ísilrðingnr kom af veiö- um til Viðeyjar í fyrsta sinn í nótt, með 90 föt lifrar. Aflinn mestmegnis porskur.

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.