Dagblað

Issue

Dagblað - 12.03.1925, Page 3

Dagblað - 12.03.1925, Page 3
DAGBLAÐ 3 Mannlausar flugYélar. Nýiasta hernaðarvélin. Eftir margra ára tilraunir og ærinn kostnað, hefir Frökkum nú tekist að smiða flugvél, er flogið getur mannlaus. Er henni stýrt með rafmagnsbylgjum og er sú stjórn svo nákvæm, að énda þótt flugvélin sé fycir löngu komin úr augsýn, má stýra henni jafn auðveldlega og öðrum flugvélum er stýrt og láta hana kasta niður sprengi- kúlum hvar sem vera skal. Pað er farið mjög leynt með það, hvernig þessi flugvél er gerð, og er fyrsta flugvélin geymd vandlega í einhverju ó- nafngreindu þorpi í Suður- Frakklandi. Um margra ára skeið hafa hugvitsmenn í ýmsum löndum spreitt sig á því að finna upp slíka flugvél, en fram að þessu hafa allar tiiraunir þeirra mis- hepnast. Hafa Frakkar orðið fyrstir til þessa og telja að slík- ar flugvélar geti haft svo stór- kostlega þýðingu í hernaði að annað eins hafi ekki þekst áður. Sú þjóð, sem eigi nóg af slíkum vélum, geti á svipstundu unnið fullnaðarsigur á annari þjóð, sem engar slíkar vélar á. í hverri styrjöld koma upp nýjar og nýjar vígvélar og bar- dagaaðferðir, og hefir það verið trú manna, að það sé jafnan bezt í fyrstu, því að fljótlega lærist varnir gegn því. En hvað skal þá segja um slík hernað- artæki og þessi, er geta spúð aldurnari yfir heil héruð og borgir, án þess að nokkur mað- ur komi nærri þeim? Og þá fer hernaður þjóðanna að verða nokkuð einkennilegur, þegar menn eru hættir að berjast, en við hafa tekið vígvélarnar sjálfar. Sumum kann nú að finnast — og það er rétt — að slíkar flug- vélar sem þessar muni verða skotnar niður sem hráviði af flugvélum þeim, er menn stýra. En þar ber að athuga það, að hafa má mörgum sinnum fleiri sjálfstýrandi flugvélar en aðrar, vegna þess, að aðalókosturinn við hinar eldri flugvélar hefir verið sá, að ekki hafa fengist nógu margir hæfir menn til þess að stýra þeim. eftirfarandi till. um kynbætur manna og hesta, því að eins og allir vita þá hangir leyniþráður milli manna og hesta og þarf ekki frekari grein- argerð um það. í hverjum hreppi skal vera kyn- bótanefnd, skipuð 3 mönnum. En vegna þess að hestanefnd mundi varla blessast, þá skal þessi sama nefnd, auk annars, ákveða á hverjum vetri hvaða hestar skuli ógeltir næsta ár og hafa gert hlutaðeigandi merum þetta kunnugt eigi síðar en 30. marz ár hvert. Alla aðra grað- hesta skal gelda eigi síðar en 20. april tilkynningarárið. Alla grað- hesta sem valdir eru til undaneldis skal merkja með Kh. á hægri lend og endurnýja klippinguna svo oft að aldrei geti valdið misskilningi meðal meranna. Sannist, að einhver haíi visvitandi merkt þessu marki án vitundar hlutaðeigenda, varðar það stórsektum í sýslusjóð, en mer- arnar verða að hafa skaða sinn bótalausan. Ekki má snerta þá, sem merktir eru Kh., því að þeir eru út- valdir, eða hafa hlotið verðlaun á Sonnr járnbrantakóngsfns. þess aö komast hjá þessum freistingum hætti hann alveg að venja komur sínar íreykklefann og valdi heldur að rölta um uppi á þiljum. Mikið langaði hann í tóbak, en hann gat ekki fengið af sér að þiggja vindling, þótt hann byðist, þar sem hann gat ekki boðið neitt i staðinn. í klefa sínum fann hann nokkra vindl- ingabúta og reykti þá upp til agna. Aðalskemtun hans var sú, að stríða gjaldkera. Hann var sífelt með ertingar við þennan alvar- lega mann og hafði sérstakt yndi af því ýfa skap hans og tortnygni. Hann þóttist altaf heita Locke þá er hann talaði við gjaldkera, en hann krafðist þess alvarlega af öllum öðrum að þeir kölluðu sig Anthony. Var því gjaldkeri í sífeld- nm vafa 'um hvort hann héti heldur. En nú kom líka fleira til sögunnar. Þjónarn- ir höfðu áður verið kurteisin sjálf, en nú tóku þeir að vannrækja hann er þeir vissu, að hann gaf ekki neitt þjórfé og það gerði ekki betur en að þeir fengist til þess að þrífa klefa hans. Kirk hafði aldrei vanist slíku, en hann var léttlyndur að eðlisfari og tók því öllu þessu í fiamni. Þetta hefir ef til vill átt sinn þátt í því að hann eiguaðist marga vini meðal karlmann- aQQa. Kvenfolkið forðaðist hann eins og heitan eld, nema frú Cortlandt. t*au höfðu það fyrir Venju að spjalla saman góða stund kvölds og morgna og eins meðan setið var að borðum. Þau urðu ágætir vinir, því að þeim tókst að umgangast eins og væri þau jafningjar. Aftur á móti hafði Kirk altaf hálfgerðan ýmugust á manni hennar. Ef hún hefði verið ógift og nokkuð yngri, er ekki gott að vita hvernig vin- fengi þeirra hefði orðið. En hann hugsaði aldrei neitt um slíkt — mundi varla éftir því að hún var kvenmaður — og taldi skemtilegustu stund- irnar þær, sem þau voru saman. Þau höfðu verið fjóra daga um borð í Santa Cruz áður en Cortlandt slægist í hóg með þeim. Hann kinkaði litilega kolli til Kirk mælti kurt- eislega nokkur orð við konu sína og þagnaði svo og sat þegjandi. En frú Cortlandt hélt á- fram tali sínu við Kirk, án þess að virða mann sinn viðlits. — Þetta getur maður kallað fyrirmyndar hjóna- band, hugsaði Kirk. Þau skilja hvort annað fullkomlega og hafa óbifandi traust hvort á öðru. Og eftir því sem hann kyntist þeim betur, því öruggara staðfestist þessi skoðun hjá honum. Honum iikaði betur við þau með hverjum deginum sem leið, þrátt fyrir það þótt þeir Cortlandt töiuðu aldrei mikið saman. Svo var þaö einn dag þá er Kirk þóttist vera orðin frú Cortlandt nógu kunnugur þá sagði hann við hana!

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.