Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 13.03.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 13.03.1925, Qupperneq 1
AÐ á að fara að gera kvenna- skólana hér og á Blöndu- ósi að þjóðarskólum, þannig, að landið taki þá alveg upp á sina arma í stað þess að styrkja þá. Þetta er nú auðvitað gott og blessað, því að hvers vegna ætti þjóðin ekki að sjá dætrum sínum sem sonum fyrir sæmi- legri mentun. En þó ber þá jafnframt á hitt að líta, að þetta hið mikla framfarabrutl, sem Gröndal talar um, hefir nú kJykt út með þvi, að ekki er lengur fordæmt, að konur og karlar sæki sama skóla. Þess vegna hefir nú landið — eða ríkið, ■sem nú er svo kallað — gert báðum kynjum jafn hátt undir höfði með nám. Og svo eru | kvenréttindin komin í viðbót svo að námskonur geta neytt hæfileika sinna aiveg eins og karlmenn að loknu námi. Væri þá helzt á það lítandi, sem stundum hefir þó gleymst, að konur þurfa aðra mentun en karlar yfirleitt. Ber þá á það að líta, hvort kvennaskólar þeir, sem hér er um að ræða, veita nem- endum sínum þá fræðslu, sem þeim er nauðsynleg, þá er dæg- urstrit og annir lífsins kalla að. Vér höfum hér í landi ýmsa sérskóla og til þeirra hljóta kvennaskólar að teljasl. Pví að als svo er komið, að kvenþjóð- in á jafnan rétt móts viö karl- menn til þess að stunda hið æðra nám og keppa við þá á því sviði, er það meinleg hugs- 'unarvilla að hafasérstakakvenna- skóla, aðeins til þess að aðskilja kynin. Kvennaskólar eiga, eins og nú er komið, að veita nem- endum sínum sérfræðslu í þeim ■fræðigreinum, er karlmenn hafa ekki fengist við og munu seint fást við. Þeir skólar eiga að hafa það hlutverk eitt, að ala upp húsmæðraefni handa hinni íslenzku þjóð. Sérstakir kvenna- skólar eiga að hafa það eitt markmið; annars eru þeir til- gangsiausir. Hefir nú þetta verið svo um þá kvennaskóla sem hér hafa verið? I*ví munu margir, eða flestir er til þekkja, svara neit- andi. Skólar þessir, eða kensla í þeim og fyrirkomulag, mun að flestu eða öllu hafa verið sniðið eftir gagnfræðaskólum landsins og stúlkur þær, sem þangað hafa sótt nám, hafa í engu verið berti húsmæðraefni þá er þær útskrifuðust en þá er þær komu þangað. Reynslan bendir á það eitt, að kvennaskólar hér hafi aðeins verið til þess, að stía sundur kynjum, en kensla hafi verið nokkuð hin sama hvort stúlkur stunduðu nám við kvennaskóla eða gagnfræðaskóla — eða þá almenna lýðskóla. I í*á er þó öðru máli að gegna um bændaskólana sem sérskóla. Yerði það nú ofan á, að ríkið taki skóla þessa að sér, verður um leið að gera gagngera breyt- ingu á fyrirkomulagi þeirra og kenslu. En um leið ætti að fella niður alla »kvennaskóla« og stofna heldur »húsmæðraskóla« þar sem ungar stúlkur geti hlotið hagkvæma menningu, er yrði þeim og þjóðfélaginu til gagns þegar að því kemur að þær verða húsmæður og mæður. Ping-tíðindi. Ríkisborgararéttur. Stjórnin leggur til að eftir- töldum mpnnum verði veiltur ríkisborgararéttur: Síra Friðriki Hallgrímssyni (sem hefir verið svo lengi í Ameríku, að hann hefir mist borgararétt). Almar V. Normann lýsis- bræðslumanni, sem dvalið hefir hér í Reykjavík aíðan 1904 og er kvæntur islenzkri konu. Claus Gerhard Nielsen hafn- arverkamanni i Reykjavik. Kom hann hingað til lands 1905 og hefir dvalið í Rvik siðan. Carl Johan Tanke Hjemgaard, kaupmanni í Seyðisfirði, sem hingað kom 1907 og hefir dvalið í Bakkafirði og Seyðisfirði. Lauritz Parelius Kristiansen, verkstjóra í Krossanesi. Hefir hann dvalið hér í 11 ár og er kvæntur islenzkri konu. Julius Schopka, verslunarfull- trúa í Reykjavík, er hingað kom 1920 og er kvæntur íslenzkri konu. Allir þessir menn hafa sótt um ríkisborgararétt og hafa hlutaðeigandi lögreglustjórar og sveitar og bæjarstjórnir lýst yfir þvi, að ekkert sé frá þeirra hálfu því til fyrirstöðu, að þeim sé veittur ríkisborgararéttur. Elrindi send Alþingi. Sjúkrahússnefnd ísaQarðar- kaupstaðar sækir um aukafjár- veitingu, alt að 3000 kr., sem endurgjald fyrir verðtoll, er greiddur hefir verið í rikissjóð af efni til sjúkrahúsbyggingar- innar. Umsókn síra Ingvars Nikulás- sonar uui viðbótarstyrk vegna húsagerðar á Skeggjastöðum, að minsta kosti 3/8 af Þv* fé, er hann hefir lagt fram. Reinhold Andersson klæðskeri, sækir um 30,000 kn lán til þess að sauma landsforða af karlmannafötum úr íslenzkum ullardúkum. Áskorunarskjöl frá sóknar- mönnum í Hólssókn um að gera sóknina að sérstöku presta- kalli. Björgvin sýslumaður Vigfús- son sækir vegna Rangárvalla- sýslu um styrk úr ríkissjóði til vöruflutninga á bifreiðum aust- an úr miðri Rangárvallasýslu til Reykjavíkur.

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.