Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 13.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 As. Norsk Gærde- og Metalduk-Fabrik, Oslo Gaddavír ca kr. 16,00 pr. rúllu 35 kgf. 5-6 anra pi'. meter. Sendið pantanir yðar timaniega til umboðsmanna okkar á íslandi, Mjólkurfélags Reykjavíkur, sem gefur allar nánari upplýsingar og hefir sýnishorn og verðlista á staðnum. Sonnr járnbrnntakóngsins. — Stein sagði mér að maður yðar væri ræð- ismaður. — Já, svaraði hún. Hann var aðalræðismað- ur í Columbia fyrir nokkrum árum og síðan hefir hann verið bæði i Þýzkalandi og Frakk- landi: — Ég hélt að þið værið á skemtiferð. — Nei, oftast nær höfum við ferðast í er- indum rikisins. — Feröist þið í erindum þess nú? — Jú, að vissu leyti. Við eigum að dvelja í Panama nokkurn tíma. -— Mér líst vel á þennan Stein. Og hann læt- ur sér mjög umhugað um mig. Frú Cortlandt hló. — Það er í hans verkahring. — Hvernig má það vera? — Hann er einn af hinum leynilegu um- boðsmönnum Jolsons ofursta. — Hver er þessi Jolson ofursti. — Hann er formaður Panamaskurðarnefnd- arinnar. Faðir yðar þekkir hann. — Pér eigið þó víst ekki við það að Stein sé — leynilögregluinaður? mælti Kirk og ókyrð- >st í sæti sínu. — Jú. Veit hann að þér eruð sonur Darwin K. Anthony? — Auðvitað. — Jolson ofursta þykir matur að fá að vita það. — Eg skil yður ekki. — Faðir yðar er einn hinn voldugasti og ó- fyrirleitnasti járnbrautaeigandi í Ameríku. Kann- ist þér ekki við það hvernig járnbrautaeigendur hafa hamast gegn því að skurðurinn verði full- ger? Kirk brosti. — Ef ég á að vera hreinskilinn við yður, þá skal ég segja yður það, að gamli maðurinn ráðgast ekki við mig um það hvað hann á að gera. Mér virðist að hann sé á þeirri skoðun, að hann geti vel séð um alt án minnar hjálpar. í nokkra mánuði höfum við ekki talast við nema í síma. — Jolson ofursti hefir enga ástæðu til þess. að vera vinveittur föður yðar, því að járnbrauta- eigendur hafa gert fyrirtæki hans alt til ills. — Sama er mér. Mér kemur þessi skurður ekkert við. Annars hygg ég að það sé hyggi- legt fyriftæki. — Pað getur verið að óvild ofurstans tií föður yðar bitni ekki á yður vegna þess að þér hverfið svo fljótlega heim aftur. En ef þér ætlið að setjast að þar syðra, þá væri máski öðru máli að gegna. Tvens konar menn eru óvelkomnir þar: blaðamenn, sem rita í mán-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.