Dagblað

Tölublað

Dagblað - 13.03.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 13.03.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ B. D. S. B.s. „MERCUR'1 íer kl. 5 í dag* til Bergen. — Far- þegar sæki farseðlii sem fyrst. Nic. Bj aniason. KOL. « Nýkominn farmur. Verðið aðeins 60 kr. tonnið, 10 kr. skip pnndið heimflutt. — Pantanir afgreiddar fljótt. Hringið í síma 807. <jr. Kristjánsson, Hafnarstræti 1. ijtö ðviðjaýnatilega malaða kaffi á 2,50 pr. V2 kg.; appelsínur, epli, allskonar sæl- gæti, reyktóbak, vindlar og sig- arettur — ódýrast í versluninni Laugaveg 12. Sími 1551. Tvlbreiður sængurdúkur kr. 6,50 mtr., á Frakkastíg 16. 25 aura kosta hollapörin í dag og á morgun. Blómstnrpottar, stórir og smáir. Tanviudur með tæki- færisverði. Ilannes Jónsson, Laugaveg 28. Enginn veit — fyr en reynir hve hagkvæmt er að versla við Ólaf Jóhannesson, Spítalastíg 2. Anglýsingum í Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sími 744. Dagblaðid útbreiðist dag lega — afcrg'lega færir það fréttir, innlendar og erlendar — daglega flytur það greinar um landsmál og bæjar- mál, og daglega er það borið út um allan bæ. — Pess vegna borgar sig að auglýsa í því daglega. — DAGBLAÐIÐ er bezt. Óli Ásmundsson múrari tekur að sér allskonar múr- verk, gerir kostnaðaráætlanir, sem hann stendur við, sér um allsk. húsabyggingar. Margra ára reynsla á öllu sem bakari-' um og bakaraotnum við kem- ur. Útvegar allskonar bakara- ofna uppsetta eftir pöntun. Snjóflóð. Mr. Edgar Wills, sonur hins kunna, brezka tó- bakskonungs, varð nýlega fyrir snjóflóði í Alpafjöllum og beið bana. Var hann ásamt nokkr- um kunningjum sinum á leið upþ á fjallið Schiltharn, sem er 10 þús. fet yfir sjávarflöt. Er þaðan talin einhver hin fegursta útsýn yfir Bernaralpa, og ganga margir ferðamenn árlega á fjall- ið tiJ þess að njóta útsýnisins þaðan. Kúrdar gera uppreist. Yilja setja son Abdnl Hamid í hásæti. Kúrdar hafa gert uppreist gegn Tyrkjum. Hafa þeir 20 þús. hermönnum á að skipa. Tyrkir hafa sent herlið gegn þeim, og er það nú í Diarbekr- héraðinu. Foringi Kúrda hefir látið þá tilkynningu út ganga, að hann ætli sér að stofna sjálfstætt kúrdiskt ríki og setja son Abdul Hamids þar að völdum. Síðustu fregnir, sem komið hafa þaðan að austan, herma það, að uppreistarmenn hafi náð á sitt vald borgunum Diarbekr, Kharput, E1 Aziz og Dersym. Kharput er hjá Efrat, eitthvað 60 mílur frá Diarbekr í norð- vestur og um 180 mílur frá Mosul. Diarbekr er höfuðborgin í Kurdalöndum Tyrkja, og hér- aðið þar umhverfis, sem kent er við borgina, er ámóta og þriðjungur Englands að stærð. lbúar eru þar um hálf miljón. í Diarbekr eru 40 þús. íbúar, og í Kharput um 30 þús. Abdul Hamid var gerður land- flótta 1909, og dó í útlegð 1918. Hann átti aðeins einn son, sem tignarnafn hans gat erft, og heitir hann Abdul Kadir. Falliö frumvarp. Ríkiseinkasala á flski. Frv. Jóns Baldvinssonar um að ríkið taki að sér einkasölu á fiski, var á dagskrá Nd. f fyrra- dag. Urðu nokkrar umræður um málið, en að lokum var það felt frá 2. umræðu að viðhöfðu nafnakalli með 23 : 2 atkvæðum. Peir sem greiddu atkvæði með því að það færi til 2. umr voru Jón Baldvinsson og Sveinn Ólafsson.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.