Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 14.03.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 14.03.1925, Qupperneq 1
EGAR maður gengur hér um bæinn og virðir fyrir sér vinnubrögð hins starfandi lýðs, getur varla hjá því farið, að manni renni til rifja hversu ósparlega er farið með vinnu- kraftinn. Og satt er það, rauna- legt er að sjá hve mörg hand- tök fara fyrir lítið og hve lítið er gert að þvi að koma við vél- um til þess að spara afl mannsins. Einna augljósast er þetta þar sem um skipavinnu er að ræða. Eigi svo að skilja að mönnum sé ekki skipað svo vel og hyggi- lega til verks og hægt er, held- ur hitt, að margir menn eru látnir vinna þau verk sem fáir tnenn gæti afkastað. Tökum t. d. afgreiðslu botnvörpuskipanna. Þeim skipum ríður mikið á því, sérstaklega á vertíðinni, að þau teíjist sem allra minst í höfn. Þess vegna er alt kapp lagt á að afgreiða þau svo fljótt sem verða má, og það er líka dæma- laust hvað afgreiðsla þeirra gengur fljótt. Þeir, sem við slíkt hafa fengist vita vel hve mikið verk það er, að taka upp úr skipi — rífa upp úr salti í þröngum stíum þetta 80—120 smálestir af fiski, koma þeim í land og flytja jafnharðan um borð svona 50 smálestir af kol- um og 20—30 smál. af salti, og hafa lokið þessari afgreiðslu, auk alls annars á þetta 10—12 timum eða ef til vill skemri tíma. Og þótt menn þekki ekki mikið til slíkrar vinnu, hljóta þeir að sjá, að svo fljót afgreiðsla getur ekki átt sér stað nema því að eins að mikill sé vinnu- kraftur — svo mikill, að góðu hófi gegni ekki. Það er ekki gott á það að gizka, hve marga verkamenn þarf til þess, að afgreiða botn- vörpung á þessum tíma eða álíka. En ekki mun fara fjarri, að þeir sé á annað hundrað. Væri nú hl hentugar vélar og ýms áhöld gerði afgreiðslu auðveldari, •haetti áreiðanlega komast af með hálfu færri menn, og gæti þó verkið gengið jafn greiðlega og jafnvel betur að ýmsu leyti en nú er. Því að það er ótalið fé, sem er beinlínis eytt ár eftir ár í illa meðferð á fiski, þannig, að hann skemmist við upp- skipun. Og þegar þess er gætt, hve mikill munur er á verði fiskjarins eftir því, hvort hann er nr. 1, 2 eða 3, þá verður þetta skiljanlegra. Hjér niðri á Austurgarði stóð í nokkur ár einn heljar-mikill »krani«, ætlaður til þess að flýta fyrir skipaafgreiðslu, er hann nú horfinn. Er það víst hið eina, sem höfnin eða bæjarstjórn hefir lagt af mörkum í því' efni, en engi maður veit þess dæmi, að hann hafi nokkru sinni komið að liði. Þó er hér rafmagn um alt og ætti að vera auðvelt að hafa hér margar slikar vinnu- bragðabætur við höfnina. Um hitt, hver ráð muni fást til þess, að uppskipun á saltfiski verði tryggari og auðveldari en nú er, verður rætt siðar hér í blaðinu. En þessi grein er rituð til þess, að vekja máls á þeirri nauðsyn sem nú er hér á því, að spara vinnuafl sem allra mest, nota vélar i stað berra mannshanda og nota þann kraft sem vér eig- um hér úr Elliðaánum og verð- um að nota viljum vér teljast menn með mönnum. Bannlögin. Þeir Árni Jónsson frá Múla og Jón Kjartansson hafa klofn- að út úr allsherjarnefnd í bann- lagamálinu og bera fram sér- stakt nefndarálit. Þar segir svo: Við viljum, að frumvarp stjórnarinnar verði samþykt ó- breytt, en meðnefndarmenn okk- ar hafa lagt til, að gerðar yrðu .!*< 'J icvauar yí.< u aðrar allmikilsvarðandi breyt- ingar á bannlögunum. Það, sem á milli ber, er aðallega þrent. 'I. Meiri hlutinn leggur til, að numin sé úr lögunum heimildin, sem læknar hafa hingað til háft til þess að gefa út lyfseðla á á- fengi. Bera þeir fyrir sig ályktun frá læknaþingi, sem háð var á Akureyri siðastliðið sumar, sem fer í þessa átt. £*ó er þess að geta, að því fer fjarri, að þetta sé álit allra lækna landsins eða meiri hluta þeirra, og viljum við í þvf sambandi skýra frá, að við höfum snúið okkur til stjórnar Læknafélags Reykja- vikur og leitað álits hennar um þetta atriði. Vísar hún til svö- feldrar samþyktar, sem gerð Var á fundi Læknafélagsins mánu- daginn 15. des. síðastl.: »Læknafélag Reykjavíkur litur svo á, að samþykt siðasta Læknaþings íslands um að svifta lyfsala og héraðslækna rétti til þess, að selja áfenga drykki eftir lyfseðlum, brjóti algerlega í bág við þau réttindi lækna, til að ávísa sjúklingum hver þau lyf, er þeir í hvert skifti telja bezt henta, og er henni því ósam- mála«. Það er þannig sýnilegt, að skoðanir eru æði skiftar innan læknastéttarinnar í þessu máli. En þetta er ekkert einstakt um áfengið. Skoðanir lækna munu vera æði skiftar um mjög marg- ar tegundir lyfja. Sennilegt erj að meiri hluti lækna hér vilji halda heimildinni. Og því finst okkur ekki geta komið til mála að svifta þá heimildinni, þótt minni hluti stéttarinnar sé ann- arar skoðunar. Ef gengið er út á þá braut, gæti hugsast, að Alþingi þyrfti árlega að skera úr, hvort þetta éða hitt lyfið skyldi heimilt til lækninga, ein- ungis af þvi, að einhverjir, ef til vill örfáir læknar, hefðu á móti því. — Og þótt nú lækri-

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.