Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 14.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 NYJABIO MINNNMNB—B— Sonur Tarzans. Mikilfengleg kvikmynd eftir hinni heimsfrægu skáldsögu Edgar Rice Borroughs. Saga sú, sem mynd þessi er tekin eftir, er mörgum kunn; hún hefir komið út í íslenzkri þýðingu og verið mikið lesin. Eins og þessi partur sögunnar (Sonnr Tarzans) er kvikmyndin mjög spennandi; í fáum orðum er ekki hægt að lýsa henni, því hún er mjög viðburðarík, tekin bæði í Englandi og í frumskógum Afríku. Sonnr Tarzans er mest spennandi mynd, sem lengi hefir sést hér. Son Tarzans verða allir að sjá, sem þekkja söguna. Sonnr Tarzans er í 25 þáttum og verður skift í 4 sýningar. Sonnr Tarzans verður sýndur í kvöld kl. 9. MannskaðaYeðrið. Hafist hefir verið handa um það, að safna í samskotasjóð handa eftirlifandi bágstöddum ástvinum þeirra, sem fórust á sjó, í mannskaðaveðrinu mikla. Nú er það vitanlegt, að fleiri urðu slys en á sjónum, þótt þau væri ægilegust. Hafa fleiri um sárt að binda, en ættingjar og vinir hinna horfnu manna. í veðri þessu urðu úti margir menn, víðsvegar um land, og þótt ekki sé það vissa, þá eru þó líkur til þess, að ýmsir eftir- lifendur þeirra manna eigi um sárt að binda og við svo bág kjör að búa, að ástæða sé til þess að minnast þeirra. — Þeir, sem til þekkja, vita vel, að ekki er síður sviplegt fráfall þeirra manna, sem verða úti, heldur en hinna, sem á sjó farast. Þessu er skotið hér fram í því trausti, að það verði tekið til áthugunar. Ursus. Lítið er það sem kattartung- an finnur ekki. I Vínarborg hefir stjórnin komið upp bókaútgáfu á ríkis kostnað og var þar ný- lega gefin út þýsk þýðing á bók, sem heitir »Little Lord Faunt- leroy« og vai mælt með bók- inni, sem sérstaklega vel hæfri til lesturs í barnaskólum og á- gætri bæði fyrir drengi og telp- 744 er stoi Jagblaðsins. ur. En nú hafa blöð jafnaðar- manna þar í landi ráðist harð- lega á stjórnina fyrir þetta og halda þau þvi fram, að bókin sé notuð til þess að gefa kon- ungsvaldssinnum byr í seglin. Sonnr j&rnbrantakóngsins. aðarrit og þeir sem sækja um stöður til þess að beita pólitískum áhrifum. Hinir fyrnefndu eru taldir ófyrirleitnir náungar og hinir síðar nefndu eru taldir njósnarar. —• Þetta er máske engin fjærstæða. Frú Cortlandt brosti. — Meðal annara orða, hvenær takið þér við störfum í félagi föður yðar? — Það verður nú dagur og vika þangáð til. Ég skal segja yður það, að ég á svo annrikt, að ég má aldrei vera að því að vinna. Og mér er illa við alla vinnu. Annars hygg ég að ég gæti unnið ef ég vildi — en til hvers ætti ég að vera að því? — Hvernig stendur á því að þér eigið svo annrikt? Hvað ætlið þér t. d. að taka yður fyrir hendur þá er þér komið heim aftur? — Þá fef ég til Ormond til þess að taka þar þátt í bifreiðakappakstri og reyna þar nýju bifreiðina mina. Hendi mig þá ekki slys, fer ég á veiðar. Svo þarf ég að kaupa ísbát til þess að reyna á Hudsons-fijóti, og ég verð að vera kotninn aftur til New York þegar »baseball«- leikarnir byrja. Og nú sjáið þér hvort ég hefi ekki nóg ag gera. Frú Cortlandt horfði undrandi á hann nokkra stund. Svo sagði hún: — Eruð þér alveg metnaðarlausl — Nei, auðvitaðl — Nú, hver er þá metnaður yðar? — O — o — — — því get ég ekki svarað í fljótu bragði, mælti Kirk og dró seiminn. En auðvitað hefi ég margs konar metnað. — Nú, máske þann að vinna ást ungrar stúlku, eða þess háttar? Hafið þér aldrei orðið ásthrif- — Æ, verið þér nú ekki að þessu, mælti Kirk, og roðnaði svo fallega, að hann gerði hverri stúlku til skammar með þvi. Ég hefi enga ánægju af slíku, Miklu heldur vil ég leika knattleik. — Það eru þó nokkrar upplýsingar í þessu. Og þegar fram í sækir munuð þér hætta því *ð sóa tímanum---------— — Ég sóa alls ekki tímanum, mælti hann af ákefð. Ég lifi fyrirmyndarlífi, alveg fyrirmynd- arlifi. — Ég minnist þess að hafa einu sinni lesið grein eftir mann, sem réðist heiftarlega á ame- ríksku skólana og kendi þeim um að þeir æli upp slikar skoðanir og þær, sem þér haldið fram. — Já, það var faðir minn, sem reit þá grein, mælti Kirk og var hálfdaufur í dálkinn. — Nei, er það satt? Hvernig stendur á því að ég skyldi gleyma þessu? Annars er ég hon- um ekki sammála, bætti hún við, og varð al-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.