Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.03.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 14.03.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Nýbýli. Mikið úrval Ræktun smábýla umhverfis bæina þarf að komast upp jafnhliða sjálfstæðum býlum í sveitunum. Með þau smábýli er nú þegar lítilsháttar byrjun orð- in. — Tel eg ekki úr vegi að drepa hér á sögu eins verka- manns í Reykjavík, sem hefir búið sér smábýli í Sogunum: Fyrir 10 árum fékk hann sér landskika hjá bænum, og var það aðeins 1 ha. í frístundum frá daglaunavinnu vann hann áð ræktun blettsins með beða- sléttum og ræsingu. Tveim ár- um siðar bygði hann á blett- inum og fékk til þess 3000 kr. lán í veðdeild Landsbankans. Efni voru engin, aðeins hendur hjónanna til að vinna, og börn- in 5 í ómegð. Á 10 árum komu þau blettinum í rækl. Nú gefur hann af sér 45—50 kapla af töðu, auk nokkurs garðávaxtar. Bletturinn er prýðilega hirtur, enda iagaráburður geymdur í ámum milli þess sem honum er dreift á blettinn, því að enn hefir tími og efni ekki leyft aö byggja safnþró. Bóndinn vinnur öllum stundum í bænum, þegar haganlega vinnu er að fá, en hefir störfin sem tilheyra býlinu, til ígripa, en að öðru leyti ann- ast konan þau, og börnin. Þarna lifir þessi fjölskylda góðu lífi, hefir tvær kýr, og sel- ur nokkuð af mjólkinni til bæj- arins. Hina góðu líðan sína þakka þau því, að þeim hug- kvæmdist að byggja og rækta þetta smábýli. Konan sagði meðal annars: »Jeg vil ekki skifta, að jöfnu, á býlinu og stórhýsi við aðalgötu í Reykja- vík. Jeg verð svo fegin að þurfa ekki að hafa bðrnin á götunni, og eg veit að fyrir mjólkina, sem eg get gefið þeim, fá þau belri heilsu. Værum við kyr í Reykja- vík, hefðum við sennilega orðið að greiða 400—500 kr. í leigu fyrir verri hús heldur en við höfum hér, þótt þau séu ekki fullkomin. En af skuldunum, sem hvíla á þessu, borgum við 180 kr. á ári, og svo er það þó heldur að maðurinn minn þolir að vera vinnulaus með köflum«. fataefnum nýkomið til Árna & Bjarna. KOL. Nýkominn farmur. Verðið aðeins 60 kr. tonnið, 10 kr. skip- pnndið heimflutt. —- Pantanir afgreiddar fijótt. Hringið í sfma 807. Gr. Kristj ánsson, Hafnarstræti 17. HÚ8 og byggingarlóðir selur Jónas JE3L. Jónsson, Vonarstræti 11 B. Áhersla lögð á hagkvæm viðskifti beggja aðilja. FyrirliggianAi: Patent brúsar. Hjalti Björnsson & Co, Sími 720. Og ennfremur vildi hún fullyrða, að býlið gæti bjargað þeim frá því, að þiggja af bænum. — Með þessu dæmi má sjá hvers virði landið er, þegar það er í góðri rækt, og hvers virði eru smábýli umhverfis kaupstaðina. Jón H. Porbergsson. (Búnaðarrit 39. 1.—2. hefti.) Hithöfundar éttur Er víðboðsstöðvnm leyfllegt að taka skáldrit í leyflslcysl. Fyrir dómstólana í Berlin kom nýlega merkilegt mál — hið fyrsta sinnar tegundar í Pýzkalandi •— og er um það, hvort viðboðs- stöðvar hafi heimild til þess, að taka skáldskap í leyfisleysi og sénda út um víða veröld. Það er austurríkska skáldið Hugo von Hoffmannsthal sem höfðað hefir málið gegn Berlin Radio Co. fyrir það, að félagið lét lesa upp til loftsendingar kvæði eftir hann, er nefnist »Dauði og heimskingi«. Mál þetta hefir afarmikla þýð- ingu, bæði fyrir rithöfunda og víðboðsstöðvar og bíða menn þess með óþreyju hvernig því lýkur.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.