Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 17.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ er heldur ekki rétt. Sannar spurnir eru af því, að hreindýr eru enn á Mývatnsöræfum og Reykjarheiði nyrðra. Þessu er skotið hér fram sem athugasemd, vegna þ'ess, að Dagblaðið var um daginn að tala um hreindýr og nýjan inn- flutning þeirra. Moskóvtti. t Þorleifur Guðmundsson . ráð8naaður á Vífilsstöðum lézt i fyrrinótt eftir langvarandi og þrálátan sjúkdóm. Þorleifur var mesti atorkumaður, og er ræktun landsins á Vífilsstöðum ljósasti votturinn um dugnað hans og framsýni. Er þar í val fallinn bráðvel- gefinn maður á bezta aldri, hvers manns hugljúfi, og er vandfylt skarð hans. Þorleifur sál. var fæddur 22. júní 1885 að Nautabúi i Hjalta- dal. Um fermingu réðist hann í vist til séra Zóphóniasar Hall- dórssonar i Viðvik. Var hann ráðsmaðnr i Viðvík, bæði í tíð séra Zóphóníasar og séra Guð- brandar, þar til hann veiktist árið 1912 og var fluttur sem sjúklingur til Vífilsstaða. Borgin. Sjávarföll. Siðdegisháflæöur: kl. 1,15. Árdegisháflæður í fyrramálið kl. 12,30. Nætnrlæknir Magnús Pétursson Skólabrú 2. Sími 182. Nætnrvörðnr i Laugavegs Apóteki. Tiðarfar. Veðrið í dag: Frostlaust er nú orðið um alt land, suðvest- an átt, en allhvass sumstaðar, svo sem i Vestmanneyjum og hér í Reykjavík. Á Seyðisfirði er 9 stiga hiti, á Hornafirði 7 stig, hér 3 stig. 1 Angmagsalik er 12 stiga frost og norðvestankul. Veðurspá: Fyrst vestsuðvestlæg átt, hvöss og hryðjuveður á Suður- landi, siðan snýst hann í suður og suðaustur með úrkomu á Suðvest- urlandi. Höfnin. Botnia kom frá útlönd- um í gær. Farpegar voru aðeins 6: síra Friðrik A Friðriksson frá Vest- urheimi, Björgólfur Stefánsson kaup- maður og frú, Helgi H. Zoéga kaup- maður, Sv. Jul. Henningsen og Júl- ius Magnússon. Sölöven, vélbátur um 80 tonn að stærð, sem Óskar Halldórsson hefir tekið á leigu i Danmörku, kom hingað i gær. Á hann að stunda netaveiðar frá Vestmannaeyjum i vetur. Botnvörpnngarnir. Arinbjörn hers- ir kom inn i fyrradag með bilað spii og er nú aftur farinn á veiðar1 £gi. H)ag6la6. ÚA Ritstjórn: Afgreiðslai Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Smnr Tarzaas 3. kaíli sýndur í kvöld og annað kvöld kl. 9. f*essi kafli verður sýndur fyrir börn h.1. 6 i Rvöl«l. QagÉlaðió I endnr ókeypis til mán- aðarmóta. Athugið það! Skallagrímur kom einnig inn í fyrra- dag með 140 tn. lifrar. í gær komu Skúli fógeti með 70 tn., Hafsteinn með 85 tn., Menja með 85 og Geir með rúmar 100 tunnur. Nordpol kom hingaö i fyrradag með kolafarm til Hf. Kol og Salt. Sonafórn heitir saknaðaróður, sem Porsteinn Björnson úr Bæ hefir ort og gefið út, og rennur ágóðinn til ættingja sjómannanna, sem drukn- uðu í ofviðrinu mikla og til Sjó- mannastofunnar i Reykjavik. Er peirri krónu vel varið, sem menn gefa fyrir ljóð þetta. Es. Snðnrlnnd fór i gærkvöldi héðan eins og til stóð vestur um land til móts við Goðafoss. Dngblaðið fá nýir kaupendur ókeypis til mánaðamóta. Stjórn landspftalasjóðsins boðaði til fundar i Nýja Bíó á sunnudaginn var. Umræðuefnið var landspitala- málið. Var þar margt manna sam- ankomið af ýmsum stéttum. Fór Tilbúinn áburður: Útvegum eins og að undanförnu allar tegundir af tilhúnum áhurði, svo sem: Noregssaltpétur (ca. 13 °/» köfnunarefni). Chilesaltpétur (ca. 15,5 °/o köfnunarefni). Brennisteinssúrt Amraoníak (ca. 20V8 % köfnunarefni). Leunaðaltpétnr (ca. 26 °/o köfnunarefni). Superfosfat 18 %• Kalí 37 ®/o. Verðið er mun lægra en í fyrra. t*eir, sem panta strax (fyrir 25. marz), og taka áburðinn á bryggju hér, og greiða við móttöku, fá sérstaklega ódýrt verð. Bæklingur Sigurðar Sigurðssonar búnaðarmálastjóra, um not- kun tilbúins áburðar, fæst ókeypis á skrifstofu vorri. í Arni Óla. \ G. Kr. Guðmundsson.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.