Dagblað

Tölublað

Dagblað - 18.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 18.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ kv. síðari kostnaðaráætluninni, en alt væri þó undir þvi kom- ið, hvernig þingið snerist við máli þessu og að séð yrði fyrir auknum tekjum ríkissjóðs. Jónas Jónsson alþm. taldi lík- legustu leiðina til að koma máli þessu í frumkvæmd samkvæmt minni áætluninni þá, að stjórn landsspítalasjóðsins lánaði þær 300 þús. krónur, sem sjóðurinn hefði yfir að ráða; væri þetta rúmur þriðjungur byggingar- kostnaðar, þá sennilega kleyft að byrja á verkinu í ár. Rekst- urskostnaður yrði stórum mun minni, með þvi að fá heimild til að 'nota Laugavatnið til upp- hitunar, eins og gert væri ráð fyrir. Sagði ræðumaður, að læknar teldi minni spítalann sæmilegan, og að með þessu móti væri það fyrir fram trygt, að þing og stjórn léti halda áfram verkinu, þar til lokið væri. (Niðurl. næst). Herskipi sökt. Amerikska herskipinu Was- hington var sökt nýlega. Var það gert samkvæmt fyrirmæl- um afvopunarsamþyktarinnsr. Skipinu var siglt út af Virg- inia Cape og þar yfirgáfu allir það nema C. F. Hughes flota- foringi og annar maður ónefnd- ur. Voru þeir um borð til þess að athuga áhrif tundurskeyt- anna. Var nú skotið á skipið þremur tundurskeytum og tvær sprengjur, um ein smálest hvor, settar í það, bæði í stafn og skut. Flotaforingjanum sagðist svo frá á eftir, að hver sprenging hefði eigi hnykt skipinu meira til heldur en þegar skotið væri af öllum fallbyssum annars borðs í senn. Sagði hann að eina hættan við það að vera um borð meðan þessu fór fram, hefði verið sú, að við hverja spreng- ingu hefði riðið holskefla sjávar yfir skipið og hefði nær sópað þeim útbyrðis. Hann segir enn fremur að átta tundurskeyti hefði tæplega nægt til þess að sökkva sliku skipi sem Washington var, nema því aðeins að þau hefði öll hitt á sama stað. Fyrir skemstu söktu Bretar gömlu herskipi hjá sér og hefir þess verið getið áður hér í blað- inu. Var það líka gert sam- kvæmt fyrirmælum afvopnunar- samþyktarinnar. Borgin. Sjúvarföll. Ardegisháflæður kl. 11,55. Síðdegisháflæður kl. 12,20. Næturlœknir Konráð R. Konráðs- son Pingholtsstræti. Sími 575, [Næturvörður í Laugavegs Apóteki. Tiðarfar. í morgun var frostlaust hér, og hæg vestanátt, austanlands heldur hlýrra, vestan og norðan- lands kul og frostlítið. 4 st. frost á Grimsstöðum. Loftvægislægö fyrir norðaustan Jan Mayen. Veðurspá: Vestlæg og suðvestlæg átt. Eljaveð- ur á Suður og Vesturlandi. 500 krónn gjöf frá Bjarna Matt- hiassyni hringjara barst Elliheimil- inu á áttræðisafmæli hans. Es. Yera heitir skip sem nýlega fórst á Mýrdalssandi. Eru strand- menn í Vík og bíða byrjar til Vest- manneyja. Es. Botnía fer til útlanda annað- kvöld. Jarðarför Ólafs Helga Eiríkssonar fer fram í dag kl. 2'/» frá Brekku- stíg 15 B. Gnfnþvottaliúsið Mjallhvít á Vest- urgötu 20 hefir eigandinn frú Ingi- björg Hjartardóttir nú selt nýju hlutafélagi, Hf. Mjallhvít. Heíir fé- lagið ráðið erlendan sérfræðing til að veita pví forstöðu. Jarðarför Elínar Magnúsdóttir tengdamóður Guðm. Ólafssonar bak- ara fer fram á morgun kl. 1 frá Lindargötu 34. Föstnprédikantr í Dómkirkjunni i dag kl. 6 biskup Jón Helgason. í Fríkirkjunni kl. 8 í kvöld síra Árni Sigurðsson. Krossanesmálið er til umræðu í Neðri deild í dag. Má búast við snörpum atlögum. Sú nýlnnda skeði á Alþfl.fundin- um, að í miðjum umræðum voru bornar upp tillögur þær er fyrir lágu, og síðan haldið áfram á ræða Miðvikud. €f) ~ - ÍJ ifc 1. árg. 18. marz. tJJGCjOÍUÖ. 39. tölubl. j Arni Óla. Ritstj rn. | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd, Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Soir Tamis 3. kaíli sýndur i síðasta sinn í kvöld kl. 9. Barnasýning kl. 6. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. __________________________I Hljómleikar á Skjaldbreið líl. 3—472. (Fiðlusóló). málið, gerði þetta allmikla truflun á fundinum og bar vott um að fundar- stjóri, sem var Kjartan Ólafsson, sé ekki vanur almennum fundar regluna- Viðstaddur. »FarfngIafnndnr« (samfundur ung- mennafélaga utan af landi) var haldinn i Iðnó í gærkveld. Var þaf margt manna samankomið og skefflt sér við kaffidrykkju, upplestur, ræðuhöld og söng. — Magistef Hallgr. Hallgrímsson flutti þar er- indi um lestrarkunnáttu Islending® á 18. öld. Höfnln. Botnvörpungarnir. OtUr kom inn í gær vegna bilunar ^ vatnsgeymi, með 40 tn. lifrar. ís' lendingurinn kom lika í gær, elÓ{ stutta útivist, með 15 tn. t morgu1* kom Baldur með 100 tunnur. Bavnednl, kolaskip kom í g#r' morgun til Fiskv.hf. island.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.