Dagblað

Tölublað

Dagblað - 20.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 20.03.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 20. marz 1925. IÞagðlað I. árgangur. 41 tölublað. ÞESS ber að geta, sem gert er. Dagblaðið hyggur, að það sé fremri boðberi til manna, heldur en tímarit, og að orð þess nái fleiri eyrum en orð þeirra manna, er þar vekja máls á einhverju. Og vegna þess, að 1 Búnaðarritinu síðasta er grein, sem jafnvel tekur fram »Markens <lröde«, er margir kannast við hér, ekki kannske að skáldskap, heldur að hugsjón og hvöt, — leyfir blaðið sér að birta hana. <Og um leið vill það óska þess, að margir væri synir og dætur Islands slíkir, sem greinin getur um. . „Kötlustaðir. Þeir, sem hafa verið í Vatns- dal seinni hluta liðinnar aldar, hljóta að muna eftír niðurniðslu þessa býlis. Engum öðrum en fátæklingum datt í hug, að reyna að bjargast þar, eða þeim sem áttu ekki annars úrkosta. Bæj- arhúsin voru öll eins og þar sem verst gerðist. T. d. var baðstofan grafin i jörð að mestu, 7 ál. á lengd og 38A al. á breidd. Þar vantaði bæði birtu og loft. önnur hús voru að sama skapi. Stóð svo fratn um aldamótin eða til 1901. Þá fluttust þangað hjónin Jón Baldvinsson og Iogi- björg Kristmundsdóttir kona hans. Jón er fæddur 28. júní 1866 á Síðu í Refasveit. Ólst hann upp þar út frá fram yfir ferm- ingu, en fór þá að Hvammi og var þar í 4 ár; var svo á ýms- um stöðum i vinnumensku, og þar á meðal á Söndum hjá fyrirmyndar bóndanum Jóni Skúlasyni. 1893 kvæntist hann áðurnefndri kouu. Hún er af góðum ættum á Vatnsnesi. 1899 fluttust þau að Hvammi og voru þar í 2 ár — hún með 3 börn í húsmensku. Þeim fór scm fiestum öðrum, að þau tangaði til að stofna heimili af *igin ramleik. Það var þó ekki *rennilegt, því bústofninn var aðeins 6 ær, 7 gemlingar, 2 hross og lítilfjörleg búsáhöld; skuldlaust var það þó ekki. — Kötlustaði fengu þau til ábúðar, með því skilyrði, að byggja þar upp: baðstofu, búr og eldhús. Strax um vorið varð Jón að kaupa kú í skuld o. fl. Þegar litið er á þessar ástæð- ur, er auðfundið, að mikið áræði þurfti til þess að skapa sér heim- ili á þessu niðurnidda koti. Bæði voru hjónin að vísu á góðum aldri og vel vinnandi, en höfðu á lítið annað að treysta en mátt sinn og megin; þau lágu heldur ekki á liði sinu. Jón byrjaði strax á bæjarbygg- ingunni. Eftir 1 ár fékk hann 10 kr. linun á landskuld árlega, en það var fremur viðurkenn- ing heldur en það munaði nokkru upp í allan byggingarkostnað- inn. í 8 ár bjuggu þessi hjón á Kötlustöðum. Konan lagði, með- al annars, á sig að taka fóstur- börn — auk sinna eigin barna — til þess að hafa styrk af meðgjöíinni; staðurinn þótti svo góður fyrir börn, að sókt var eftir honum, og svo er enn. Við húsagerðina kom það sér vel, að bóndinn var smiður af náttúru og hagsýnn við alla vinnu; vann hann að húsabót- um af svo miklu kappi, að áð- ur en 8 árin voru liðin, hafði hann ekki einungis bygt þau hus, sem áskilið var, heldur miklu meira. Baðstpfan er 6x8 ál., björt og loftgóð, með áföstu eldavéiarhúsi og inngangi, búr, eldhús og geymsluhús; fjós yfir 4 nautgripi, með hlöðu við; góð fjárhús yfir 60 fjár, hesthús yfir 7 hross — og smiðja. Ennfrem- ur gróf hann þar brunn. Það virðist ekki líklegt, að einyrkinn, sem afkastaði þessu — auk hinna sjálfsögðu heim- ilisstarfa — hafi haft tima til að vinna að jarðabótum jafn- framt, og þó reyndist það svo. Hann sléttaði í túni 850 fer- faðma, plægði og herfaði til túnauka, hátt upp í dagsláttu, girti túnið og nokkuð meira með gripagirðing. Töðufallið hafði vaxið a. m. k. um x/4 hluta.« Hér þarf engra athugasemda við. En til áréttingar — ef henn- ar þyrfti — vill blaðið bæta við þessum niðurlagsorðum: »Gott er þá, er slík æfin'týr gerast með þjóð vorri!« Ping-tíðindi. r X/reslit þixig-mála. Samþykt stjórnarfrnmvörp. 1. Um nauðasamninga. (Spari- sjóður Árnessýslu). 2. Um innl. skiftimynt. 3. Breyting á póstlögum. 5. Lán úr Bjargráðasjóði. Feld stjórnarframvörp. 1. Um skemtanaskatt og þjóð- leikhús. 2. Um sóknargjöld. Feld þingmannafrnmvörp. 1. Um að banna næturvinnn við skip í Rvík og Hafnarfirði. 2. Um einkasölu á saltfiski. 3. Um friðun rjúpna. 4.—5. Breyt. á vegalögum (Suð- urlandsvegur og Norðurlands- vegur. Hinar vegalagabreyt- ingarnar 5 teknat ai'tur). Samþykt þingmannafrnmvSrp. 1. Um eignarnám á landspildn á Grund í Ytri-Reistarárlandi i Eyjafirði. Vísað til stjórnarinnar. 1. Till. til þál: um að rannsaka orðabókarstarfsemi Jóhannes- ar L. L. Jóhannssonar og Þórbergs Þórðarsonar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.