Dagblað

Issue

Dagblað - 21.03.1925, Page 1

Dagblað - 21.03.1925, Page 1
UM einkasölu ríkisins hefir Alþingi borist bréf frá Verslunarráði íslands og segir í því bréfi meðal annars: »Það hefir greinilega komið fram á liðnum árum, að versl- unarrekstur ríkisins er óheppi- legur fyrir þjóðina, enda hefir áður margsinnis verið sýnt fram á með tölum og ljósum dæm- um, að vörukaup gátu fengist hagkvæmari fyrir milligöngu einstaklinga, en þeirrar stofn- unar, sem einkasöluna hefir rekið. Það hefir verið bent á hve mikið fé hún bindur af ríkissjóði, hve þung ábyrgðin er, sem versluninni er samfara og hve mörg hundruð þúsund- um króna ríkið eyðir í reksturs- | kostnað að þarfleysu, þar sem verslunarstéttin hefir mikla starfskrafta ónotaða og nóg húsrúm og tæki til að reka þessa verslun án mikils auka- kostnaðar. 1 sambandi við þetta má benda á það, að verslunarstéttin hefir keypt atvinnuréttindi sin af ríkinu, hefir kostað sig meira og minna til undirbúnings undir starf sitt, og hefir oft og tíðum með erfiðismunum og ærnum kostnaði komið fyrir sig fótum. Hún á því sanngirniskröfu að eigi sé gengið á rétt hennar og hún svift atvinnuréttindum sín- um, þjóðfélagsheildinni til skaða og vansæmdar. — Ekkért Alþing er svo háð á seinni árum, að ekki komi fram ný og uppvakin lagafrv. um ríkiseinkasölu í einhverri mynd, ýmist á útlendum eða innlendum vörum. Á þessu AI- þingi mun verða gerð tilraun til að koma ríkiseinkasölu á ýms- ar afurðir sjávarútvegsins, þótt eigi muni ástæða til að óttast að slík frv. nái fram að ganga að þessu sinni.------- Verslunarráðið leggur því ein- ^regna áherslu á að heimildar- 'ögitv frá 14. nóv. 1917 verði afQútnin á þessu þingi. Má í því efni benda á að misbeiting þeirra heimilda, er lögin veita, getur komið fyrir og jafnvel hefir átt sér stað, t. d. er mikil- vægur samningur, er á þeim bygðist, var gerður örfáum dög- um áður en fulltrúum þjóðar- innar gat gefist kostur á að láta álit sitt um hann í ljósi. Þau lög, sem heimila einka- sölu, hafa verið sett á einhverj- um mestu örðugleikatímum, sem yfir vort land hafa dunið um langan aldur. — — Verslunar- ráðið hefir aldri getað fallist á rök þeirra manna (sem einka- sölu voru fylgjandi) — — og reynzlan hefir sýnt það, að það hefir haft á réttu máli að standa.« Sfcutt æfintýri. Æfintýri þetta má lesa í árs- riti hins ísl. igarðyrkjufélags fyrir árið 1925: Einu sinni var sáðmaður að sá í akur einn í sólskini og sumarblíðu. Eitt frækornið sagði þá við hann: »Æ, láttu mig ekki ofan í þessa dimmu og röku mold, lofaðu mér heldur að njóta hita og birtu sólargeislanna«. Sáðmaðurinn skeytti því ekki, en af tilviljun féllu nokkur fræ- korn á hellublað á akrinum, og fengu þau að baða 'sig í sól- geislaflóðinu dag eftir dag. Að nokkrum dögum liðnum gægðust ofursmá ljósgræn blöð upp úr moldinni umhverfis hellublaðið, en á því lágu fræ- kornin skrælnuð og lífvana. Þeir menn, sem vilja verða nytjajurtir á mannfélagsakrinum, þurfa að leggja á sig einhverja erfiðleika, — þurfa að kunna eitthvað í sjálfsafneitun, þurfa að hverfa — um tíma — niður í raka og myrkur þeirrar menn- ingarmoldar, sem hlaðin er nær- ingarefnum fyrir líf þeirra; — annars nær tilvera þeirra ekki tilgangi sínum. Þeir, sem ekki hugsa hærra en að njóta og hafa ekki manndáð í sér til þess að snerta á erfiðu störfunum og alvörumálunum, þeir skrælna og visna á hellublaði hégómaskapar síns. — Ársrit Garðyrkjufélagsins er lítið vexti, — eins og sum fræin. — Það vill sá sér í hugs- anajarðveg landsmanna. — Bara að þar séu nú ekki »hellublöð« til hindrunar. Ég er að velta því fyrir mér, núna þegar ég er að stíga á skipsfjöl, hvort garðyrkjan hjá okkur sé meir komin undir jarðvegi garðanna eða huganna. — Og ég held hún sé frekar komin undir jarðvegi hugans, víðast hvar, því mest varðar til allra orða að undirstaðan rétt sé fundin. Guð blessi alla sáningu og uppskeru. Gleðilegt ár 1925. Bj. Guðmundsson. í þessu ársriti Garðyrkjufé- lagsins eru fyrst minningarorð eftir séra Skúla Skúlason præn. hon.: »Garðyrkjufélagið 40 ára«. Er þar getið um stofndag fé- lagsins 26. maí 1885: sBann dag komu saman á fund eftir hvötum Schierbecks landlæknis nokkrir menn, sem höfðu komið sér saman um að stofna félag til eflingar garðyrkju hér á landi. Mennirnir voru þessir: Schier- beck, Árni Thorsteinson, Hallgr. Sveinsson, Halldór Kr. Friðriks- son, Björn Jónsson, Magnús Stephensen, Pétur Pétursson biskup, Theódór Jónassen, Sig- urður Melsted, Pórarinn Böð- varsson og Steingr. Thorstein- son. Prír hinir fyrstnefndu voru kosnir í stjórn og auk þess 4 fulltrúar. Á þessum fyrsta fundi félagsins voru lög þess sam- þykt og telja þau tilgang félags-

x

Dagblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.