Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 21.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ ins þann: »aö efla garðyrkju hér á landi yfir höfuð, en fyrst um sinn mun félagið binda sig við það, að styðja að ræktun venjulegra garðávaxta og að ræktun og útbreiðslu hér á landi nokkurra fárra fóðurjurta, sem að mestum notum geta komið«.« Þá kemur langt • og fróðlegt erindi »Um nokkra jurtasjúk- dóma og óþrif«, flutt á garð- yrkjusýningunni sumarið 1924 af garðyrkjufræðing Ginari Helgasyni, og kveðst höfundur hafa mestmegnis farið eftir því sem próf. F. Kölpin Ravn, mag. scient. frú Sophie Rostrup og próf. C. C. F. Ferdinandsen hafi um þetta efni ritað. Fá ritar um íslands-korn (melgrasið) séra Sigtr. Guðlaugs- son, um garðrækt í Borgarfirði ritar Einar Helgason, Klemenz Kr. Kristjánsson um notkun búpenings og tilbúins áburðar, um garðyrkjusýninguna 30.—31. ág. 1924 ritar Einar Helgason, og loks Johs. Boeskov: Um garðræktina á Reykjum í Mos- fellssveit. Er þess að vænta að félaga- tala aukist í jafnþörfu félagi og Garðyrkjufélagið er. Bjóðast nú nýjum æfifélögum þau kostakjör að fá alla 6 árganga Ársritsins ókeypis. 9• Borgin. SjáTarföll. Siödegisháflæður kl, 3,33. Ardegisháflæður kl. 3,55 í fyrra- málið. Nætnrlæbnir er í nótt Ólafur Jóns- son Vonarstræi 12. Simi 959. NætnrTÖrðnr i Laugavegs Apóteki. Messnr á morgnn. Dómkirkjan kl. 11 sira Bjarni Jónsson. Fríkirkjan kl. 2 síra Árni Sig- urðsson, kl. 5 síra Haraldur Nieis- son. Landakotskirkja kl. 9 f. h. há- messa og kl. 6 síðd., guðsþjónusta með prédikun. Sjómannastofan kl. 6, Ármann Eyjólfsson talar. K. F. U. M. Almenn samkoma kl. 8‘/» cand. theol Sigurbjörn Á Gisla- son talar. 1 kaþólsku kapellunni á Jófriöar- stöðum i Hafnarfirði verður messa kl. 10 f. h., og guðsþjónusta með prédikun kl. 5 siðdegis. Höfnin. Díana kom hingað i gær- kveldi. —- Inger Elisabet kom í nótt með kolafarm. — Frönsk fiskiskúta kom hingað i morgun, sú fyrsta sem lætur sjá sig hér þetta ár. Krossnnesmálið. Um það urðu alllangar umræður í þinginu í gær, en þó vanst ekki tími til þess að Ijúka málinu og verður því enn rætt um það í dag. Tryggvi Pór- hallsson, sem var framsögumaöur, kvaðst ekki vilja gera neinn hvell út af málinu, en sumir búast þó við að hveil-laust muni þvi ekki lokiö i þinginu. Hanstrigningar voru leiknar i gærkvöidi og höfðu ýmsar viðbætur verið gerðar á þeim og þóttu ekki allar til bóta. Kanpfélag Borgílrðinga hefir á- kveðið að reka matvöruverslun hér í bænum og hefir það nú keypt verslun E. Milners á Laugaveg 20. Er verslun sú flestum að góðu kunn fyrir vandaðar og fjölbreyttar vörur og hafa Borgfirðingar skift mikið við hana undanfarið. Selja þeir mest af afurðum sinum hingað til Reykjavíkur og standa þeir þar vel að vígi vegna hinna greiðu sam- gangna við Borgarnes. — E. Milner ætlar nú að hætta verslunarrekstri hér í bæ og fer hann aifarinn héðan til Kaup- mannahafnar i næsta mánuöi ásamt allri fjölskyldu sinni, nema Svend syni sínurn, sem .veitir hinni nýju verslun forstöðu. E. Milner kom hingað til lands árið 1909 og settist'þá að hér í Reykjavík, en árið eftir byrjaði hann á versiun þeirri, sem hann hefir rekið siðan. Bannlögin. Umræðufundur um bannlögin var háður hér i gær- kvöldi og stóð til kl. 1. Ræðumenn voru af báðum flokkum: Sigurður Jónsson skólastj., Pétur Zóphónías- son, Ólafur Friðriksson, Magnús Magnússon ritstj., Porkeil Blandon og Gisli .Bjarnason frá Steinnesi. Fóru umræður rólega fram, og var að lokum samþ. svolátandi tillaga með 78 atkv. gegn 16: »Fundurinn telur aðfiutnings- bann á áfengi sjálfsagt og krefst þess, að lög um það verði gerð svo úr garöi, að þau komi þjóðinni að fullum notum*. Á fundinum var um 200 manns, þegar llest var. ___ Tfðarfiir. Frostlitið um land alt en sumstaöar nokkur snjókoma. Veðurspá: Suðvestlæg síðar suð- læg átt á Vesturlandi. Breytileg vindstaöa á AusturlandL Laugard.j <7) — (ÍíriÁ L árg. 21. tnarz. d/UtjfUlUO. i2. lölubl. f Arni Óla. Ritstj rn. j g. Kr. Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. S«r Tarzans 3. kalli sýndur í kvöld klukkan 9 Barnasýning kl. 6. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. Nýkomið mikið af tvisttauum sem seljast með óheyranlega lágu verði. — Komið og notið tækifærið! Versl. Klöpp, 9QT* Anglýsingum í Dag- blaðið má skila 1 prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sírai 744. Ör ýmsum áttum. Nýtt símaborð. í Hampstead var nýlega opnuð símastöð með sjálfvirku skiftiborði af nýrri gerð. Fer það orð af þessu skifti- borði að það hafi nærri því mannsvit, svo sé uppgötvunin fuilkomin. Kona Kains og Hebrear. Enskur prófessor, Albert P. Clay að nafni, hefir sagt, að það sé álíka erfitt nú á dögum, að á- kveða hverjir Hebrear hafi verið eins og hitt, að fá sannanir fyrir því hvaða konu Iíain hafi átt. t

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.