Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 24.03.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 24.03.1925, Qupperneq 1
I. árgangur. Þriðjudag 24. manz 1925. tölublað. AÐ er dálítið undarlegt hvað íslendingar hugsa lílið um þau gögn og gæði, er þeir geta haft af landi sínu, en seil- ast til útlanda eftir því, sem hér er til. Það má mikið vera hvort ekki þykir niðrandi að eta ioðnu, en hitt þykir »fínt« að eta niðursoðna síld frá Norð- anönnum. Loðna kemur hingað að land- ínu á vorin í stórtorfum og mætti ausa henni upp víða hvar hér, eigi síður en í Grænlandi, þar sem svo er mikið veitt af henni að hún er breidd til þerris líkt og hey. Norðmenn hafa orðið frægir á heimsmarkaðin- um fyrir hina smáu niðursoðnu síld sfna, sem þeir kalla »sar- KÍiner«. Sú sild er harla lík loðnunni og er mikið flutt af henni hingað árlega. Væri nú ekki nær, að íslendingar reyndu sjálfir að hagnýta sér loðnu- veiðina og keppa við Norðmenn um »sardiner« heldur en að kaupa dýrum dómum frá út- löndum, það, sem er rétt við vallargarðinn hjá þeim? Fyrrum var sagt, og haft í munnmælum, að »alt væri safi hjá selveiði«. Nú um nokkur ár hefir alt þótt safi hjá þorsk- og síldveiði. En hvort sem held- ur er ráðist í að veiða sild eða þorslc, þá þarf til þess ærið fé og stundum hefir niðurataðan orðið sú, að betur hefði verið heima setið, en af stað farið. Fyrir fáum árum hugkvæmd- »st einum manni hér, að fleira ^undi safi en veiðar þessara ^sktegunda og lagði hann þá %rir sig hrognkelsaveiði. Og 'eikar fóru svo, að um vertíð- artímann græddist honum stór- meira á þessari veiði heldur etl þótt hann hefði verið á þil- skipi eða botnvörpung. Þetta er athyglisvert, því að markaður er litili fyrir grásleppu og rauð- maga. En út af þessu hlýtur manni aÖ detta í hug, að »fleira sé safi en selveiði«, — að atvinna gæti orðið að því að veiða íleiri fisktegundir en nú er gert. Og þá ætti fyrst og fremst að hugsa um loðnuna. Af henni eru svo mikil uppgrip, að ekki er rneira af öðrum fisktegundum, og svo er hún eftirsótt vara um allan heim, enda þótt okkur hafi ekki skilist það enn. Væri nú lagt út í það, að stunda loðnuveið- ar, ber á tvent að líta: hvort hagkvæmara væri fyrir okkur að veiða hana til skepnufóðurs eða manneldis, hvort mundi borga sig betur, að þurka hana eins og Grænlendingar gera og spara sér þá um leið erlend fóðurbætiskaup (og jafnvel á- burð), eða þá að setja á stofn niðursuðuverksmiðju, til þess að keppa við aðrar þjóðir um sölu á sardínum. Af dæminu, sem nefnt er hér á undan, er það ljóst, að gróði getur að því orðið hjá okkur, að hugsa um veiðiskap á fleiri tegundum fiskjar en nú er. Ping'tiðindi. Fjárlög 1926. Fjárveitinganefnd Nd. hefir gert allmargar brtt. við fjárlaga- frv. stjórnarinnar. Telst henni svo til, að verði þær sþ. hækki gjaldaliðir um kr. 942.100, en tekjuliðir um kr. 930.000 og að tekjuafgangur verði þá kr. 4020.37 í stað kr. 16120.37, er stjórnin gerði ráð fyrir. Hækkun teknanna er aðallega fólgin í því, að n. býst við miklu hærri verðtolli þetta ár en verið hefir, vegna afnáms innflutningshafta. Og þótt tollur verði lækkaður eitthvað á ýms- um vörum, þykist n. hafa farið varlega í áætlunina. Um hækkun gjaldaliðanna er aftur á móti fleira að segja. N. leggur til að greiða landhelgis- sjóði kr. 600.000 og er það að- alhækkunin. Þetta er gert með tilliti til þess, að nú er í ráði að kaupa nýtt strandvarnaskip. En þar sem skuld ríkissjóðs við landhelgissjóð er ein af hinum lausu skuldum hans, virðist n. sjálfsagt að setja þessa upphæð í útgjöld, með því líka að talið er nú sjálfsagt, að ríkissjóður reyni að losa sig við lausu skuldirnar sem fyrst. í sambandi við þetta hefir n. og gert tillögu um það, að ríkissjóður greiði hálfs árs útgerðarkostnað við slíkt skip, og er hann áætl. 65 þús. kr. Þá fer nefndin og fram á það, að styrkur til björgunar- skipsins »Þór« verði hækkaður og telur víst, að skipið verði notað eigi minna en áður til strandvarna. »Tekjur ríkissjóðs s. 1. ár fyrir fjársektir og seldan afla af skipum þeim, sem wÞór® tók i landhelgi hefir numið um 100 þús. kr.«. Óvenju miklar fjárbænir lágu fyrir n. að þessu sinni, og þar sem margar þeirra voru svo, að ekki varð í mót mælt, þá á’tti nefndin 1 vök að verjast til þess að ganga ekki of langt, því að henni »var með frv. stjórnar- innar sniðinn þröngur stakkur þar sem ekki var áætlaður nema 16 þús. kr. tekjuafgangur«. Af þessum fjárbeiðnum hefir n. því tekið margar til greina, annað- hvort alveg eða að einhverju leyti. Hún hefir lagt til að meira fé sé veitt en áður til lækna- mála og styrks til læknavitjana. Hun vill veita meira fé til vega- og samgöngubóta heldur en gert er ráð fyrir í frv., þar á meðal styrk til bænda að halda uppi gistingu fyrir ferðamenn, sem þurfa yfir fjallvegi, að stækka og fullkomna loftskeytastöðina hér, vegna þess að á sumri kom- anda er út numið sæsimaeinka- leyfi Stóra norræna og enginn veit hvort samningar muni takast að nýju, að meiru fé

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.