Dagblað

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagblað - 25.03.1925, Qupperneq 1

Dagblað - 25.03.1925, Qupperneq 1
JARÐABÓK Árna Magnússon- ar og Páls Vídalíns er ið langstærsta og merkilegasta rit nm ísland, sem til er í handritasöfnum frá síðari öld- um. Pað var því happaverk, er Fræðafélagið í Khöfn hóf starf sitt á því að byrja útgáfu þessarar bókar. Fyrsta bindið, er tekuryfir Vestmannaeyjar og Rangárþing, var gefið út með styrk úr dönsk- nm sjóði, en um tvö síðari bindin, Árnessþing, Gullbringu og Kjós- arsýslu, hefir ríkissjóður íslands og Sáttmálasjóður í Kböfn veitt stuðning. Var útgáfu þriðja bind- is lokið síðastliðið sumar. Pví miður veitti Alþingi eng- an styrk til útgáfunnar í fjár- lögum fyrir árið 1925. Sótti því félagsstjórnin til stjórnarráðs af nýju, að upp yrði tekinn aft- ur 1000 kr. styrkur til útgáf- unnar í næstu fjárlög og hefir sú beiðni verið tekin til greina. En það er mikið mein, hve útgáfunni þokar seint áfram. Hefir það tekið nær fjögur ár, að koma út hverju bindi og tekur öll útgáfan enn nokkra áratugi með sama hraða. Pví hefir félagsstjórnin brotið upp á því í bréfi sfnu til stjórnarráðs- ins, að heppilegra væri að breyta nokkuð fjárstyrknum, á þann veg, ríkissjóður íslands veiti 2500 kr. á ári um nolckur ár til átgáfu jarðarbókarinnar yfir Norðlendingáfjórðung, því að von sú um að fá styrk úr annari átt fii þess að halda verkinu áfram að öðru leyti, án þess að ríkis- sjóður leggi nokkuð fram til þess. Félagsstjórnin segir, að jarða- i^ókin hafi fengið að tiltölu flesta ^aupendur á Norðurlandi, og ,angi þá til þess, að útgáfan Reii gengið sem hraðast, því að Peir hafa, sem nærri má geta, *”esta forvitni á að sjá iýsing þeirra jarða, er þeir þekkja bezt ^ sjálfir. — En með þeim raða, sem verið hefir á útgáf- UQni mundu þeir verða að biða enn um 16 ár ádur byrjað verði á Norðlendingafjórðungi. Ef Alþingi veitir nú 2500 kr. í stað 1000 kr., þá kveðst fé- lagsstjórnin geta haldið áfram útgáfunni í tvennu lagi. Borgar- fjarðarsýsla kemur þá næst (án styrks úr ríkissjóði) og síðan hver sýslan af annari um Vest- firðingafjórðung, en jafnframt verður byrjað á Norðlendinga- fjórðungi. Petta fyrirkomulag er þvi einungis til þess að greiða fyrir verkinu, sem ella stæði yfir nokkra áratugi, en verður ríkis- sjóði síst kostnaðarsamara. Nú hefir Benedikt Sveinsson borið fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarpið i þá átt, að fá þessu til leiðar komið, þannig að veittar verði 2500 kr. til út- gáfunnar í stað 1000 kr., með því skilyrði, að jafnframt verði hafin útgáfa á jarðalýsing Húna- vatnsþings. Mundi þá lýsing þeirrar sýslu lokið á tveimur árum og verður þó það bindið mest að vöxtum þeirra fjögurra, er taka yfir Norðurland. Þessi breyting er öllum til hagsmuna, en engum til ógagns og virðist því sjálfsagt að hún gangi fram. Hér kemur engin »hreppa- j pólitík« til greina. Norðlending- ar fá lýsing fjórðungs síns lokið fullum tuttugu árum fyrr en ella og Vestfirðingafjórðungur fær sinn hluta að minsta kosti jafn- snemma sem ella. Tillag ríkis- sjóðs til ritsins í heild verður fremur minna en meira. Noregssaltpétnrinn. 6*/* milj- ónum króna námu hreinar tekj- ur félagsins »Norsk Hydro« siðastl. ár. Aðalframleiðsla fé- lagsins er Noregssaltpéturinn margumtalaði. Ping-tlðindi. Úrslit þingmála. Samþ. hefir verið frv. stjórn- arinnar til fjáraukalaga fyrir árið 1924, með þeim breyting- um, er nefndin gerði á því. Pá hefir og verið sþ. frv. um breyting á lögum um fiskiveiða- samþyktir og lendingasjóði. Feld hafa verið: Frv. stjórn- arinnar um skipur. barnakenn- ara og laun þeirra, og frv. þeirra Ásgeirs Ásgeirssonar og Péturs Ottesens um bann gegn botn- vörpuveiðum (um réttindamissi ísl. skipstjóra fyrir landhelgis- biot. Frv. þetta var borið fram í fyrra og felt þá lika). Víðsjá. Þórarinn Guðmundsson kaup- maður í Seyðisfirði átti áttræðis- afmæli 1. þ. m. í tilefni af því heimsótti hann bæjarfógeti og bæjarstjórn, er færði honum skrautritað ávarp. — Tveimur dögum siðar brá gamli maður- inn sér til Kaupmannahafnar. Getið hefir verið um það hér í blaðinu, að vélbáturinn »Odd- ur«, eign Rolf Johansens kaup- manns í Reyðarfirði, fórst fyrir nokkru. Var hann á leið til Hornafjarðar. Bátur frá Djúpa- vogi var að koma úr róðri og mætti honum fyrir sunnan og vestan Papey. Var þá kominn vestanstormur og ráðlagði Djúpa- vogsbáturinn honum að snúa aftur og hleypa inn með Papey öðru hvoru megin. En »Oddur« hélt áfram eigi að siður og hefir ekkert til hans frézt síðan, nema hvað rekald hefir úr honum fundist. Peir sem fórust voru

x

Dagblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.