Dagblað

Tölublað

Dagblað - 25.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 25.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ allir frá Reyðarfirði, ungir at- gerfis menn. Formaður var Jón Árnason, vélamaður Sigurður Magnusson, hásetar Ágúst Gísla- son og Bóas Malmquist. Friðja heíti af þjóðsögum Sig- fúss Sigfússonar frá Eyvindará (draugasögur) er nú í prentun í Seyðisfirði. Verður það 16—18 arkir að stærð. Hróarstungulæknishérað hefir ráðist i að koma sér upp bústað fyrir lækni sinn, er nú situr f Borgarfirði, en á að flytjast að Hjaltastað. Verður byggingin úr steinsteypu og ger að undirlög- um húsbyggingameistara ríkis- ins. Er búist við því að húsið muni kosta um 30 þús. kr. Sveinn Þórarinsson málari frá Kílakoti i Kelduhverfi, hafði fyr- ir skemstu málverkasýningu í Seyðisfirði og gaf bæjarstjórn að lokum eitt af málverkum sinum, »Landsýn frá Vestmannaeyjum«, mjög fagurt málverk. Vottaði bæjarstjórn honum sérstakar þakkir fyrir þetta. — Sveinn er einn af hinum efniiegustu lista- mannaefnum vorum. Seyðfirðingum og Héraðsbú- um er það áhugamál að fá ak- færan veg milli sín, en enn er órannsakað að nokkru hvorum megin Bjólfs hann skuli liggja. Vill Seyðisfjarðarkaupstaður nú, að það verði rannsakað, þegar á næsta sumri hvar vegurinn skuli vera og að mæld verði lengd vegarstæðis svo að betur mætti sjá en áður hvor leiðin muni tiltækilegust, bæði vegna erfiðleika við að gera veginn og svo vegna kostnaðar. ÍSst. Pál^kirkjniini lokað vegna [hrðrnunar. Fað hefir verið ákveðið, að loka meginhluta St. Pálskirkj- unnar um næstuj mánaðamót, vegna þess hve hún er orðin hrörleg, og jafnvel beinn lifs- háski að vera þar inni. Verður þó framvegis messað í for- kirkjunni. Búist er við þvf, að viðgerð- in muni standa yfir í mörg ár, eins og sagt var frá hér f blað- inu um daginn. Borgin. Sjávarföll. Siödegisháflæður i dag kl. 6,10. Ardegisháflæður kl. 6,30 í fyrramálið.' Kætnrlæknir er f nótt Daniel Fjeldsted, Laugaveg 38. Sími 1561. Næturvörðnr í Reykjavíkur Apó- teki. Nýr botnrörpnngrnr, ísiand að nafni, er væntanlegur hingað í dag. Framkvæmdastjóri fyrir skipið verður Árni Ríis skipstjóri. Gnllfoss fer héðan annað kvöld kl. 12 til Vestfjarða. Héðan fer skipið svo beina leið til Kaupm,- hafnar 7. apríl. — í síðnstu ferð sinni til Khafnar setti skipið met í hraða, fór á 85'/» kl.stund frá Borg- arfirði eystra til Khafnar. Áður hafði ísland metið á sömu leið, 86 stundir. Goðafoss hefir einu sinni verið 87 stundir frá Austurlandi til Khafnar. Jarðarför Porleifs Guðmundsson- ar ráðsmanns frá Vífilsstöðum verð- ur í Hafnarfirði á morgun. Rfkishorgararéttnr. Eins og Dag- blaðið hefir áður skýrt frá, hefir stjórnin borið fram frv. um pað, að veita nokkrum mönnum islenzk- an ríkisborgararétt. Málinu var visað til allsherjarnefndar Nd., en hún snerist þann veg við pví, að bera fram nýtt frv. um pað, að veita síra Friðrik Hallgrimssyni ríkisborgararjett, en slepti hinum. — Um petta urðu nokkrar umræð- ur á pingi i fyrradag, og pótti for- sætisráöherra pað óparfi af nefnd- inni, að skilja penna eina mann út úr. Þó var sp. að vísa frv. óbreyttu til 2. umr. Stúlka, frá Miðdalskoti i Laugar- dal, druknaði i Brúará fyrir nokkru. Hafði hún farið að finna systur sína, sem á heitna á Böðmóðsstöð- um, og gekk út í Brúará, sem par rennur skamt frá bænum. Líkiö hefir ekki fundist ennpá. Höfnin. Fransknr botnvörpungur, Atlantic, kom inn i gær aö fá sér kol. Slysfarir nrðu um borö i skip- ^DagBíað. I *Arni Óla. Ritstjórn: { G Kr Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. Sonnr tais 4. og siðasti partur sýndur í kvöld kluhkan O. Barnasýiiing lil. 6. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5. inu nýlega, svo sem blaðiö hefir getið um. Wytham, enskur botnvörpungur, kom inn í gær með 4 menn veika af inflúenzu. Union, kolaskip til G. Kristjáns- sonar, kom í nótt. í morgun komu: Namdal, linu- veiðari, með góðan afla. Gylfi með 76 tn. Mercur kom i morgun. Hafði hrept versta veður i hafi, milli Færeyja og Islands, og orðið að leggja »til drifs« í heilan sólar- hring. Diana fer héöan í dag vestur og norður um land, til Noregs. Jón Svelnsson bæjarstjóri á Akur- eyri og frú hans komu með Mercur í morgun frá útlöndum. Fara pau héðan aftur með Diana. Eldhússdagnr. Umræður stóðu hálfa aöra stund fram yfir miö- nætti í nótt, og voru yfirleitt held- ur litilfjörlegar. Að þeim loknum var fjárlagafrv. visaö til 2. umr. Mb. Svannr. Eigandi pessa skips, G. Kr. Guðmundsson, hefir nú gert samning við landstjórnina um flutn- iuga milli R.vikur og hafna viö Snæfellsnes og Breiðafjörð yfir- standandi ár. Fyrsta ferö til Snæfellsnesshafn- anna fellur 28. p. m. og til Breiða- fjarðarhafna um Stykkishólm 1. apríl. Hefir eigandinn nú látið stækka lest skipsins og útbúa sérstakt far- pegapláss á þilfari.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.