Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 28.03.1925, Blaðsíða 1
Laugardag 28. marz 1925. WagBlaé I. árgangur. 48. tölublað. EINS og kunnugt er, bar stjórnin fram frv. um það, að fjölga kenslustundum fastra kennara við ríkisskól- ana. Segir stjórnin í greinar- gerð, að verði frv. sþ., sé hér um nokkurn sparnað að ræða. Með öðrum orðum: það á að auka starfstíma fastra kennara, án þess að bækka laun þeirra. Kom það úr börðustu átt, að stjórnin skyldi bera frv. þetta fram, því að benni má vera það vel vitanlegt, að við fáa af starfsmönnum sínum gerir rík- ið jafailla og einmitt kennarana. Er það íslandi vanvirða, að svelta þá, því að hverjir leggja meiri skerf til menningar hér í landi en einmitt þeir? Annars «r fiest það, sem komið hefir fram í kenslumálum á Alþingi nú á seinni árum, mjög var- hugavert og bendir flest til þess, að drepa niður fræðslu í landinu. Mentamálanefnd Ed. helir haft tal af mörgum kennurum hér, og er álit þeirra allra mjög á einn veg: að þeir haQ ekki á móti því að bæta við sig kenslustundum, ef þeir fái þá hlutfallslega kauphækkun. Nú er það og kunnugt, að störf kennara eru mjög mis- munandi, feftir því hverja fræði- grein þeir kenna, því að stíla- réttingar eru eingöngu auka- vinna, sem málakennarar verða að leggja á sig aukreitis. Jakob Smári segir t. d, að hann bafi að meðaltali 100—120 stila að leiðiétta á viku og muni eyða í það 10—12 stundum á viku, fram yfir kenslustundir. Bogi "Olafsson kennari segist muni eyða um 13 stundum á viku i stílaréttingar, og vinni þannig ^7 stundir á viku. Þegar próf s*anda yfir, verður þessi auka- ^iona enn meiri, enda segir rektor Mentaskólans, Geir T. ^°éga, »að full sanngirni mæli ^eð því, að þeim kennurum, *r mikla heimavinnu hafa, sé bættur upp sá aukalími, er þeir verða að vinna fram yíir aðra, með sérstakri þóknun«. Nú er sannleikurinn sá, að allur þorri kennara verður enn að leggja á sig aukavinnu til þess að geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni, vegna þess hvað hin föstu laun þeirra eru lág. Og vegna þessa er það mesta furða, að kennarar hér skuii ekki útslitnir eftir nokkur ár, bæði á sál og líkama, því að fátt af hinum ólíkamlegu störf- um mun vera jafn þreytandi og einmitt kensla. Vinnubarka hefir aldrei þótt eftirbreytnisverð meðal manna, og þó allra sízt ef hún kom niður á þeim, er skömtuð voru laun úr hnefa. Hvað skal þá segja um það, ef heilt þjóðfélag gerist vinnuböðull á hina verst launuðu starfsmenn sina og cin- mitt þá starfsmennina, er leggja drýgstan skerf til þjóðmenning- arinnar? Það er vonandi að þingið felli frv. þetta, svo að það sjá- ist, að þjóðin vili ekki taka þann sið upp, að níðast á kennarastétlinni. Og þótt illa sé til stofnað, þá mætti þó árang- urinn verða þveröfugur við það sem áhorfðist, eða sá, að menta- málunum verði meiri sómi sýnd- ur framvegis heldur en verið hefir. Slik ætti að verða áhrifin af þessu »sparnaðarfrumvarpi« hjá þjóð, sem er eins námfús íslendingar. Hinar sameinuðu ísl. verslanir. Samkv. því er »Berl. Tidende« segja frá hefir Diskonto- og Revisionsbankinn tekið forgangs- hlutafé í »hf. Hinar sameinuðu ísl. verslanir« fyrir l1/^ milj. kr. inneign sinni bjá verslununum. Auk þess leggur hankinn versl- ununum rekstursfé fyrir þetta ár, eitthvað um eina miljón króna, sem á að endurgjaldast fyrir 15. marz 1926. Verði féð greitt, þá telur bankinn sig fúsan til þess, að leggja verslununum lán til rekstrar f næstu þrjú ár. En verði tap á verslununum, er þetta ioforð úr sögunni. „Sanocrysin 66 Hiö nýja meöal g-egiiL berblaveilii. í fyrrasumar barst hingað sú fregn, að prófessor Möllgaard við LandbÚBaðarháskólann í Kaupmannahöfn, hefði fundið upp nýtl meðal gegn berklaveiki. Kallast meðal þetta sanocrysin og er sambland af gulli, natri- um og brennisteinssýru. í*að er snjóhvftt duft, sem leyst er upp í vatni og er svo sterkt að ekki þarf nema 1 hluta af því móti 100,000 hlutum af vatni til þess að það sé hæiileg blanda handa berklasjúkum og 10 sinnum vægari blöndu má nota til þess að halda veikinni i skefjum. Jafnframt þessu gullsalti er not- að blóðvatn úr berklasjúkum dýrum og yrði of langt mál að lýsa því hér á hverju þessi lækningaaðferð byggist. Er hún nú tekin víða upp í Danmörku, en hefir þó ekki reynzt eins vel og menn gerðu sér vonir um í fyrstu. Pétur Bogason læknir heldur aö það sé af því, að gefnir sé of stórir skamtar af meðalinu i senn og með of stuttu millibili. Hefir hann því haft aðra aðferð en aðrir lækn-* ar, og hepnast betur. í marznúmeri enska lækna- blaðsins »Medical Serwice« ritar Dr. S. R. Douglas sýklafræðing- ur um meðal þetta og segir þar meðal annars, að þess muni lik-

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.