Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.03.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 28.03.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ lega skamt að biða, að hægt verði algerlega að lækna berkla- veikina. Þykir honum uppgötv- un Möllgaard svo stórmerkileg. Grirdingar. Gaddavirinn hefir óneitanlega gert okkkur íslendingum mjög mikið gagn. Áreiðanlegt er, að ræktunin væri ekki komin í það horf sem hún er, ef við hefðum ekki haft hann, eða annað jafn handhægt girðingaefni. Reyndar hefir gaddavirinn sina ókosti, en mest bar á þeim fyrst i stað meðan hvorki menn né skepnur kunnu að varast hann. Nú er gaddavírin búinn að ryðja sér til rúms um land alt og notkun hans hefir altaf farið vaxandi. En samt má búast við að gaddavírsgirðingar verði ekki framtíðar »landvarnir« vor ís- lendinga. Tvíþættar gaddavirsgirðingar koma að fullum notum, sé vel um þær búið, ef verja skal land eingöngu fyrir stórgripum. En ef um sauðfjárheldar vírgirðingar er að ræða, gildir nær einu hversu til þeirra er vandað, því að sauðfé er svo ótrúlega áleitið. Á misjöfnu landslagi og laus- um jarðvegi, er lítt mögulegt að gera gaddavirsgirðingar svo að öruggar sé fyrir sauðfé, jafnvel hvað margþættar sem eru. Margþættar girðingar eru líka mjög dýrar í upphafi og þurfa miklu meira viðhald árlega, heldur en tviþættar, ef þær eiga að halda sér. í*essi kostnaður verður líka því tilfinnanlegri úr því varla er mögulegt að gera þær alveg fjárheldar. En girðingar taka framförum eins og annað og eitt efnið til þeirra kemur öðru betra. Nú eru girðingar úr virnetum sem óðast að ryðja sér til rúms á kostnað gaddvirsins. Er svo a. m. k. erlendis og nokkuð er farið að visa i þá áttina hérna líka. Bezt er að hafa gaddavírssteng efst og festa netinu í hann, eða — sem er betra — að hafa tvo strengi, annan sem netinu er fest í, en hinn ofar, svo ugglaust sé að hestar reyni ekki að stökkva yfir girðingarnar. Umhverfis kálgarða og aðra gróðurreiti, við hús og bæi, i kauptúnum og sveitum, er oft mesta háðung að sjá hvernig gengið er frá girðingum. Og svo margvíslegt er efnið, sem slíkar girðingar eru gerðar úr, að of- langt yrði upp að telja. Og út- litið er eins margbreytt og girð- ingarnar. Nálægt húsum og bæjum, t. d. umhverfis kálgarða, heimreið- ir, trjáreiti, túnbletti í kaupstöð- um og víðar, er gaddavírinn einna verst liðinn, sem eðlilegt er. Hann er heppilegri umhverfis úthaga en heimareiti. Þai eru virnetin alveg sjálfsögð, því auk öryggisins fyrir öllum ágangi, eru þau falleg útlits og alveg hættulaus. Þau ættu þvi tvimælalaust að koma sem víðast í stað gadda- vírsins og með honum og þá fyrst og fremst umhverfis heima- reitina bæði í sveitum og kaup- túnum. Enn þá er ekkert girðingarefni til sem er hagkvæmara, og mið- að við gagnsemi þess má það teljast ódýrt. Guðm. Porláksson. Borgin. SjáTarföll. Síödegisháflæður í kvöld kl. 8. Árdegisháflæður kl. 8,20 i fyrramálið. Nætorlæknir er i nótt Guömundur Guðflnnsson, Hverflsg. 35. Simi 644. Næturvörðnr í Reykjavikur Apó- teki. Messur á morgnn. Dómkirkjan kl. il séra Bjarni Jónsson. Fríkirkjan kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Landakotskirkja, kl. 9 f. h. há- messa og ki. 6 siðd. guðspjónusta með prédikun. Blöndnóss-skólinn. Pað var felt í Ed., að ríkið skyldi taka að sér Blönduóss-skólann, eins og Guðm. Ólafsson hafði farið fram á. Gestnmót Ungmennafélaganna er í- kvöld í Iðnó. Eru allir Ungmenna- ÍDagSlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson, Afgreiðslai Lækjartorg Z skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn tii viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverö: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuöi. félagar velkomnir pangað, hvort sem þeir eiga heima hér i bænum, eða úti á landi. — Gestamót pessi hafa verið haldin árlega, og hafa geflst vel til pess að auka viðkynn- ingu peirra, sem í félagsskapn- um eru. Peningar: Sterl. pd............... 27,15 Danskar kr............. 103,55 Norskar kr.............. 89,15 Sænskar kr............. 153,09 Dollar kr............... 5,69 Þrjá þyzka hotnvörpnnga hefir Fylla enn tekið í iandhelgi og far- ið með til Vestmannaeyja. Eru peir pá orðnir sjö, pýzku botnvörpung- arnir, sem teknir hafa verið nú á stuttum tíma. Karlakór K. F. U. M. syngur á morgun í Nýja Bio. Efhsöngva syngja peir Símon Pórðarson og Óskar Norðmann. Mb. Svannr byrjar fyrstu ferð sína í dag vestur til Skógarness, Búða og Stapa. Kemur við á Akra- nesi fyrst vegna farpega og á heim- leiðinni í Ólafsvik til pess að taka farþega þar. Treir þýzkir botnvörpungar komu inn í gær með bilaðar vindur. Mb. Úlfnr, sem nýfarinn var héð- an á leið til Eyrarbakka kom hing- að aftur í gærkveldi með bilaða vél. Hafði komist hálfa leið. Skúli fógrett og Geir komu af veiðum í morgun. Tíðarfar. Frost var í morgun á Vestur- og Norðurlandi, en hiti á Suðurlandi. Hér í Reykjavík var frostlaust. Töluverð snjókoma i Stykkishólmi. Hægviðri allsstaðar og breytileg átt, austan, vestan, norðvestan, suðvestan, sunnan. Bú- ist við breytilegri vindstöðu, en norðlægri átt upp úr pví og úr- komu viða. Belgnnm. Botnvörpuskipið Belg- aum er nú auglýst til sölu með öllum útbúnaði.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.