Dagblað

Eksemplar

Dagblað - 29.03.1925, Side 1

Dagblað - 29.03.1925, Side 1
VT OKKUÐ hefir verið gert að |\ því hér í landi að vernda fornminjar, þótt ekki [hafi það tekist eins vel og skyldi, vegna þess að þar lízt sitt hverj- um. Þó er þetta ekkert hégóma- mál, vegna þess, að af fornminj- um getur þjóðin betur en í bók- um lesið framþróunarsögu sína. Til fornminja teljast eigi að- eins ýmsir gripir og innan- stokksmunir, heldur og bygg- ingar. Og hinn íorni skáli á Keldum á Rangárvöllum er frægastur þeirra, enda hefir rík- ið ákveðið að vernda hann eins lengi 0g hann getur staðið, og bóndinn á Keldum, Skúli Guð- mundsson, er líka sá maður, sem trúandi er fyrir því að fara ekki illa með þenna forngrip. Hér í bænum höfum vér átt ýnisa gamla bæi, þótt ekki sé þeir eins gamlir og skálinn, en þeir hafa þó verið sýnishorn þess, hvernig bygð var hér í Keykjavík áður. En það virðist svo sem hinir ráðandi menn Þæjarins hafi skammast sín fyrir bæi þessa og talið Reykja- v*k minkun að því að þeir terrgi að standa. Hefir því verið \epst um að rífa þá niður, svo Sern Dúkskot o. fl. kot. Virðist Þar hafa ráðið nolckuru um alkunna spéhræðsla Reyk- v*kinga um það hvað útlend- ln8ar, er hingað kunna að konia, muni segja um bæinn. spéhræðsla er ástæðulaus nieð öllu, en hún er þó ekki skaðlaus þegar hún kemur nið- nr n því, að rífa alt niður sem fornt er. Hér eru nú eflir nokkur »kot« ^nnþá, en ef dæma má eftir hvernig kepst hefir verið U,n að útrýma »kotunum«, þá búast við, að þau eigi sér ki langan aldur. Það væri 1 a farið, ef slíkt rættis',. Yið VerðUtn, eigi síður hér í höfuð- staðnum en annarsstaðar, að Vernda þær fornmenjar, sein er að vernda, hvernig svo sem þær eru. Okkur er engin vanvirða að því, þótt útlend- ingar sjái hér torfbæi. Miklu fremur ætti það að vera okkur til sóma, að sem flestir sjái hve mjög hefir skipast til batnaðar um byggingarlag hér á siðari árum. Er það því áskorun blaðsins til allra þeirra, er um þetta mál vilja hugsa, að. þeir reyni að sporna við því, að »kotin« verði rifin, og leggi sitt fram um það, að bærinn reyni að halda þeim yið eins lengi og unt er. Sóttvarnalög. Á þingi er fram lcomið frv. frá allsherjarnefnd Ed. um breyt- ingar á sóttvarnalögum. Segir þar meðal annars svo: í Reykjavík skal vera sótt- varnarhús fyrir alt landið, er sé jafnan til taks með öllum út- búnaði til þess að taka við sjúkum mönnum frá aðkomu- skipum, ef þörf gerist að sótt- kvía þá. Sóttvarnarnefndin í Reykjavík skal hafa umsjón yfi húsinu, annast viðhald á því og öllum útbúnaði þess og ráða þjónustufólk eftir þörfum, er jafnan sé til taks. Bæjarlæknirinn í Reykjavík annast lækningu þeirra sjúkl- inga, sem hafðir eru í sóttvarn- arliúsinu, nema heilbrigðisstjórn- in skipi til þess annan lækni. Sé svo ástatt, að pest sé í skipi má það ekki leita hafnar annarsstaðar en í Reykjavík, nema það sé til neytt. Ríkisstjórninni er heimilt að gefa út afsal til hlutaðeigandi kaupstaða fyrir sóttvarnahúsun- um á ísafirði, Akureyri og Seyð- isfirði, án þess nokkuð endur- gjald komi- fyrir þau, með þeim skilyrðum, að á ísafirði verði settur í nýja spítaiann sótthreins- unarofn, er sé fullnægjandi að áliti landlæknis, að á Akureyri verði sóttvarnarhúsið haft fyrir farsóttahús, og að á Seyðisfirði verði andvirði fyrir sóttvarnar- húsið varið til aðgerðar á bæj- arspitalanum þar — — Nefndin flytur frv. þetta eftir beiðni stjórnarinnar, og fylgja því svolátandi athugasemdir, er iandlæknir hefir samið: »1902 var landið símalaust. Þess vegna þótti ekki annað fært en að reisa sóttvarnarhús í hverjum landsfjórðungi, hverj- um kaupstað landsins, Reykja- vík, ísafirði, Akureyri, Seyðis- firði. Húsin voru reist. í Reykja- vík hefir sóttvarnarhúsið oft veriö notað gegn erlendum sótt- um. Húsin á ísafirði og Seyðis- firði hafa aldrei verið notuð til neins. Húsið á Akureyri hefir iðulega verið notað vegna inn- lendra farsótta, annars ekki. Komi skip að landi, t. d. austan eða vestan, og á skipinu menn með erlenda sótt, t. d. pest (svarta dauða), þá er nú hægur um hönd að senda skipið til Reykjavíkur og síma á undan því. Og sé skipið ekki sjófært vegna sóttarinnar, þá má síma suður eftir skipi til að sækja það. Enn ber þess að gæta, að þrír yngstu kaupstaðirnir, Hafn- arfjörður, Vestmannaeyjar og Siglufjörður, eiga fulla heimt- ingu á sóttvarnarhúsum, ef lögin standa óbreytt. Þá vil ég geta þess, að ég hefi margrætt þetta mál við héraðslæknana á Akureyri og ísafirði, og segja þeir jafnan, að þar sé ekki þörf á sóttvarn- arhúsi gegn erlendum sóttum, en hins vegar sífeld þörf á far- sóttahúsi eða farsóttadeild gegn innlendum farsóttum. í Reykjavík hefir bærinn sett á stofn farsóttahús. Á ísafirði er farsóttadeild í nýja spítalanum, en þar vantar sótthreinsunarofn, sem myndi

x

Dagblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.