Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 29.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 HBBKiWmBH NYJABiO HBMBHH Brunaliðshetjan (Det Tredie Signal). Sjónleikur í 7 þáttum, leikinn af þeim Balph Lewis, Johaunie Waiher, Ella Hall og fleirum. Um þessa mynd getur maður með góðri samvizku sagt, að hún er ein með betri myndum, bæði hvað leik og efni snertir, enda eru hér samankomnir einhverjir þeir beztu leikkraftar, sem Ameríkumenn hafa yfir að ráða. Komið og sjáið þessa mynd, og þið munuð sannfærast um, að þetta er réít. Sýning hl. 6 772 og 9. Börn fá aðgang að sýningunni hl. 6. Botnvörpuskipið er til sölu með öllum útbúnaði. Skipið er í ágætu ásigkomulagi og hefir loftskejúatæki. —* Allur útbúnaður hinn ákjósanlegasti. Afhending gæti farið fram í maímánuði. Upplýsingar gefur Jes Zimsen, Reykjavík;. Sæiifirflútnr (í undirsængur) kostar rúmar 20 kr. í tveggja manna rúm. Nýkomið drengja- og telpupeysur á Frakhastíg 16. F]n<»imi veit — fyr en reynir hve hagkvæmt er að versla við Ólaf Jóhannesson, Spitalastíg 2. útbreiðist dag lega — dag lega færir það fréttir, innlendar og erlendar — daglega flytur það greinar um landsmál og bæjar- mál, og daglega er það borið út um allan bæ. — Úess vegna borgar sjg að auglýsa í því dagflega. — DAGRLAÐIÐ er bezt. Sonnr Járnbrantnkóngsias. það óþarfi vegna þess hvað ég dvel stutt hér. — Hvaða vitleysa! Als þér eruð nú komnir hingað, þá sleppum við yður ekki bráðlega. í Battle Alley er kínverskur skraddari og hahn getur saumað föt handa yður fyrir morgundag- inn. Þau kosta ekki nema sjö dollara. Og svo fóru þeir til Battle Alley, völdu þar fataefni, og í stað þess að biðja um einn klæðn- að, pantaði konsúllinn þrenna klæðnaði og lét setja þá á reikning sinn — Kirk skemti sér ágætlega í klúbbnum um kvöldið, því að þar voru margir menn að hans skapi. Það voru skrifstofumenn frá járnbraut- skrifstofunum, kaupmenn úr borginni og verk- fræðingar, sem unnu við skurðinn. Þeir buðn hann allir velkominn í hópinn, svo blátt áfram sem framast er unt að hugsa sér. Og svo þegar samræðurnar byrjuðu, fór hann að fá nokkra hugmynd um hvílikt feikna fyrirtæki skurðurinn væri, því að ekki var um annað ta!að. Allir voru eitthvað við fyrirtækið riðnir, og þar var enginn stéttamunur. Weeks var hinn gestrisnasti um kvöldið. Hann lét breiða á borð handa sér og vinum s>num á verönd hússins. Var þar alt skreytt Qieð blómum og þar lék hafgolan mjúklega um Vaöga manna. Rauð ljós voru þar, snjóhvítt postulin á borðinu og silfurborðbúnaður. Bæði matur og vín var ágætt. Samræðurnar urðu því fljótt fjörugar, og Kirk fann það, að nú var hapn loksins í essinu sínu. Þegar máltíðinni var lokið, stakk einhver upp á þvi, að þeir skyidi spila poker og krafðist þess, að Kirk skyldi spila með þeim. Hann ætl- aði að skorast undan þvi, en Weeks kallaði hann á eintal og mælti: — Þér skuluð ekki setja það fyrir yður þótt þér eigið enga peninga. Þér eruð gestur minn, og skuldaviðurkeuning frá yður er jafn góð og ríkisskuldabréf. Þér skuluð því biðja mig um hverja þá upphæð er þér óskið. Meðan Kirk var í skóla hafði hann meö á- huga hlýtt á fyrirlestra um pokerspil — það er að segja, þeir fyrirlestrar voru ekki haldnir í kenslustofunum heldur rneðal nemenda. Hann þóttist því fær í allan sjó í því spili. En hann komst skjótlega að því að þessir menn voru honum meiri. Því fór svo, að þá er þeir hættu spilinu um miðnætti, þá varð hann að skrifa undir 40 dollara ávísun. Snemma næsta dag kom eftirfarandi simskeyti til ameríkska konsúlsins: Weeks, konsúll, Colon. Anthony ekki heima, kcmur á föstudag. Copley.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.