Dagblað

Tölublað

Dagblað - 31.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 31.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 As. Norsk Gærde- og Metalduk-Fabrík, Oslo Gaddavír ca kr. 16,00 pr. rtkllu. ð5 kg. 5—6 aura pr. metcr, Sendið pantanir yðar tímanlega til umboðsmanna okkar á íslandi, Mjólkurfélags Réykjavíkur, i sem gefur allar nánari upplýsingar og hefir sýnishorn og verðlista á staðnum. Spnnr járnbrnntnkóngainB. — Copleg er skrifari gamla mannsins, mælti Kirk við Weeks. Nú missi ég af Santa Cruz, ef ég þarf að bíða viku enn. — Það er mér sönn ánægja, mælti Weeks. — Máske þér gætuð látið mig fá fé til þess að komast heim aftur? Ég skal endursenda yð- Ur peningana frá New York. — Ég get ekki hafið laun mín fyr enn að bálfum mánuði liðnum, mælti Weeks, og var Þó hikandi. Þér verðið að skilja það, að ég er flæktur í mörgum fyrirtækjum — — og er nú, Satt að segja, alveg fjármunalaus. Auk þess ^egið þér ekki fara héðan fyr en við höfum feQgið föður yðar til þess að taka þátt í ein- ^Verju fyrirtæki hér. Kirk þóttist vita að konsúllinn mundi vel 8eta, ef hann vildi, látið sig fá peninga fyrir fargjaldinu norður. En vegna þess hvað Weeks ^afði tekið honum vel, vildi hann ekki hafa °rð á því og sætti sig því við það þegjandi að ^a ^en8ur þarna sem landflótta maður. Hugs- * hann sér að nota nú timan til þess að °ða skurðgröftinn, því að enginn talaði um aöQað, og hann var farið að langa til þess að y°Oast þessu fyrirtæki. Þetta fórst þó fyrir og 1 Því veðurfarið. Daginn eftir var kominn ^gning, og svo rigndi dag og nótt þangað til ^gt að stíga niður fæti, því að jörðin var eins og votur svampur, í öllum göturæsnm voru beljandi ár og loftið var heitt, en þó þrungið vætu. 1 húsum inni lá alt undir skemdum af sagga. Um gangstéttir var ekki farandi, því að í hvert sinn, er nokkurs vindblæs varð vart, fengu umfarendur yfir sig hellidembu úr krón- um pálmatrjáa þeirra, er ræktuð voru meðfram gangstéttunum. Kirk hafði aldrei á æfi sinni kynst öðru eins veðurfari. Dag eftir dag hélt regnið áfram á sömu lund, og tilbreytingaleysi þess var svo mikið, að það hlaut að hafa áhrif á sálarlíf manna. í hvert skifti og Kirk kom út fyrir hús- dyr, varð hann holdvotur, og ekki voru meiri tiltök á því að þerra fötinn inni. Þótt hann hengdi föt sin upp til þurks að kvöldi, voru þau jafnvot morguninn eftir. Alls staðar var slagi, og loftið í húsum inni varð þrungið af slagalykt, og allir hlutir urðu loðnir af myglu. En það þótti Kirk undarlegt, að borgabúar tóku þessu mjög rólega og sögðu, að þótt votviðra- tíð væri, væri engin ástæða til þess að taka neitt mark á þvi. Kirk var á öðru máli. Hann hætti við það, að sjá sig um, en eyddi ölium stundum í klúbhnum. Þar spilaði hann poker og tapaði altaf, en árangurinn varð sá, að þeim sem spil- uðu við hann, þótti æ vænna um hann.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.