Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 01.04.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag £ fi f JÍ* I. árgangur. yg' Jjagblað SÍÐAN leið fjársöfnun til Einf- skipafélags íslands, eru það að eins tvö sjálfboðaliða- fyrirtæki er ég tel að haíi átt mest ítök í þjóðinni og að for- göngumenn þeirra hafi sýnt mestan áhuga, dugnað og ósér- plægni. En það eru þau fyrir- fæki að koma hér upp Land- spítala og Stúdentagarði. í*ó er þetta óskylt að vissu leyti, en skylt að vísu, því að kvenþjóðin islenzka hófst handa um fjár- söfnun til Landspítala i minn- ingu kvenréttindanna, en Stú- dentagarðurinn á að vera reist- ur sem minnismerki fengins sjálfstæðis íslands. 1 Stúdentagarðssjóðinn hafa nú þegar safnast 90—100 þús. kr. Alt þetta fé hefir fengist fyrir ötulleik og ósérplægni sérstakra manna — stúdenta, sem geta alls eigi búist við þvf, að hafa sjálfir neinn hag af því, þótt stúdentagarðurinn komist upp, heldur eru þeir einvörðungu að vinna fyrir eftirkomendur sína og framtíð islenzkra stúdenta. Hvernig halda menn nú, að stúdentar hafi náð svo miklu fé 1il Stúdentagarðsins sem raun er á orðin? Skyldi það hafa verið fyrirhafnarlaust? Ónei, það er síður en svo. Og hverja fyrir- höfn þeir hafa haft og hve mikið þeir hafa lagt á sig þessa mál- efnis vegna, auk erfiðs náms, má bezt sjá á skýrslu Lúðviks Guðmundssonar stud. theol. í 1. tbl. Stúdentablaðsins, er út kom 1. des. siðastl. En þótt svona mikið fé hafi safnast, þá skorlir þó enn mikið á að nægja muni til þess að konia Stúdentagarðinum upp, «ins og forgöngumenn hafa tugsað sér að hann eigi að v®rða. Þrátt fyrir það vilja þeir hornsteinn garðsins verði ^agður á sumri komanda og þá komið upp íbúðum fyrir 25—30 stúdenta. þá kemur spurningin: Hvar ^ Stúdentagarðurinn að vera? Öllum hlýtur að vera ljóst, að hann má ekki vera mjög langt frá Háskólanum. Pess vegna má ekki ráðast í að reisa hann fyr en ákveðið er hvar Háskólinn skuli standa. Skemti- legast væri, að þessar tvær byggingar stæði einar sér og hefði svo mikið landrými, að ekki yrði hrúgað neinum kumb- öldum upp að þeim. Húsameistari rfkisins hefir komið fram með tillögu um það, að báðar þessar byggingar verði í Skólavörðuholtinu. það er að vissu leyti góður staður, en margt kemur þó þar til greina. Mun mörgum t. d. þykja all-langt gengið, ef landið fer að kaupa dýra lóð undir Há- I skólann, og eiga nógar lóðir sjálft. Og fari nú svo, að Há- skólinn verði reistur á Arnar- hólslóðinni, þá á landið að sjálfsögðu að láta Stúdentagarð- inn fá lóð ókeypis þar við hliðina, því að Stúdentagarður- inn verður ekki síður þjóðareign heldur en Háskólinn. Verði garðurinn reistur á bæjarlóð, á bæjarstjórn og að sjálfsögðu að gefa lóðina til hans. Verði hafist handa um það, að koma Stúdentagaiðinum upp á næsta sumri, þarf að vera fastákveðið áður hvar Háskólinn skuli vera. Ný skip. Nokkrir Isfirðingar hafa ný- lega keypt 3 línuveiðara í Bret- landi. Lögðu þeir allir frá Hull í gær og eru væntanlegir hing- að á mánudag. þeir hafa þegar allir hlotið fslenzk nöfn: Fróði, eigendur Jóhann Ey- firðingur & Co.; skipstjóri verð- ur Porsteinn Eyfirðingur. Hofþór, eigandi Magnús Thor- berg; skipstjóri verður Guðm. Þorl. Guðmundsson (nú á mb. ísleifi) og Puríður sundafgllir, eigandi Sig. Þorvaldsson, Hnffsdal; skip- stjóri verður Karvel Jónsson, Hnffsdal. Skipstjórar þeir, sem sendir voru til að sækja skipin, eru þessir: Friðrik Björnsáon, Jó- hann Bjarnason og Sölvi Víg- lundarson. Skipin eru öll keypt hjá Pic- kering, eru aðeins tveggja ára gömul og hafa gengið til fiskjar í 6 mánuði. Kaupverðið er ókunnugt um, en láta mun nærri, að hvert þeirra kosti um 100 þús. kr. hingað komið með öllum útbúnaði. Bókasafn Akureyrar. í blaðið »Dag« á Akureyri ritar Sigurður Guðmundsson skólastjóri langa grein um bóka- safn Akureyrar. Meðal annars segir þar svo: Maður heilir Krisiján Kristjáns- son. Skipsljóri var hann áður, en er nú fornbóksali í Reykja- vík. Kristján þessi er stórmerki- Jegur maður. Hann er bóka- vinur svo mikill, að eindæmi sætir um mann í hans stöðu. Ef þú heimsækir hann, fær þú vart þverfótað þar fyrir bókum. Pær fylla hvert heibergi, hvern krók og kima frá gólfi og upp í loft. Hann mun eiga flestar bækur, sem prentaðar hafa verið á íslandi og íslenzka tungu. Og hann á meira. Hann á vfst ís- lenzk blöð öll eða nær öll, flestar sérprentanir, fjölda flug- rita og aliskonar smábæklinga, er birzt hafa á voru máli. Safn hans á blöð, sem til hafa eigi verið á Landsbókasafninu. Vet- urinn 1918—’19 léði hann mér einn blaðaárgang, er ófáanlegur var í Landsbókasafni, haföi eigi komizt þangað. Til bókasafns

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.