Dagblað

Tölublað

Dagblað - 01.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 01.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ síns hefir hann varið geysimiklu fé, enda eru bækur hans prýði- lega bundnar og hirtar, og að öllu er til safns þessa vandað, svo sem framast má verða. Nú flyt ég hér tillögu, sem mörgum lesanda greinar þess- arar hrýs hugur við, og þykja mun óðs manns æði. Ég ætla, að þetta mikla og merkilega safn fáist til kaups. Ég legg það til, þér bæjarbúar og þér virðu- legu bæjarfulltrúar, sem — af maklegu trausti á sjálfum yður til sliks starfa og af heilögum áhuga á bæjarmálum — hafið tekist á hendur stjórn bæjarins, að Akureyrarbær festi kaup á þessu safni Kristjáns bóksala. Hér er ekki fram á lítið farið. Ég skal ekki bera við að neita þvi. Bókasafn dr. Jóns Þorkels- sonar, skjalavarðar, var selt Kristianiu-háskóla fyrir þrjátiu þúsund kr. Það var að vísu á- gætt safn, sem vænta mátti, en slíkur var að því nauturinn. En safn Kristjáns er auðugra, svo að um munar. Það myndi því eigi falt látið fyrir minna en fjörutíu þúsund króna eða ná- lægt því. Ping'tíðmdi. Docentinn. Samþ. var í gær við 3. umr. í Ed. með 8 atkv. gegn 6 frum- varpið um það, að stofna kenn- arastól i islenzku við Hásóla íslands og var frv. afgreitt til Neðri deildar. Þórbergnr 1‘órðarson. Á fundi Nd. i gær lýsti Jón Þorláksson yfir því — ekki sem fjármálaráðherra heldur sem þingmaðar — að það hefði ver- ið af vilja gert að taka ekki upp í fjárlögin styrk til Þór- bergs Þórðarsonar til söfnunar orða úr ísleDzku alþýðumáli, og kvaðst hann verða að vera ein- dregið á móti því að brtt. um þenna styrk næði fram að ganga. Kvað hann orðasafn Þórbergs svo illa valið, klúryrði, latmæli og bögumæli og jafnvel afbökuð orð máihaltra manna, að ís- lenzkri tungu væri stórum mis- boðið. Kvaðst hann svo mikill Ihaldsmaður fyrir hönd tung- unnar að hann vildi ekki að ríkið yæri að verðlauna slíka málspilling og fram kæmi i þessu orðasafni. Seinni hluti fjárlaganna var afgreiddur við 2. umr. í Nd. í nótt. Náðu allmargar breytingar- till. fram að ganga, meðal ann- ars um að hækka styrk Veður- athuganastofunnar úr 30 í 40 þús. kr. og að veita Halldóri Kiljan Laxness styrk til ritstarfa. Sþ. var og styrkur til Stefáns frá Hvítadal og að veita Sigurði Nordal 3200 kr. til ritstarfa. Aftur á móti var felt að veila fé til þess að gefa út minningar- rit um Eggert Óiafsson. Borgin. Sjávnrföll. Siðdegisháflæður í kvöld kl. 11,38. Árdegisháflæður kl. 12,20 á morgun. Kætnrlæknir er í nótt Maggi Magnúss, Hverfisg. 30. Sími 410. Nætnrvörðnr í Laugavegs Apó- teki. Tíðarfar. Frost var um alt land í morgun og norðlæg átt viðast hvar, en hæg alls staðar. Hríð var hér, í Vestmannaeyjunv ísafirði, Seyðisfirði, Grindavík og Gríms- stöðum. Spáð er norðlægri átt all- hvassri á Suðvesturlandi og Suður- landi, og snjókomu á Austurlandi. Hlntafélag er nú á uppsiglingu hér í bænum, og ætlar sér að koma hér upp víðvarpsstöð, ef Alþingi vill veita til pess sérleyfi. Er Otto B. Arnar aðalfrumkvöðull þessa. Lögreglan hefir handsamað all- marga unglinga, er höfðu með sér félagsskap um það að vinna ýms spellvirki. Verður ekki annað sagt, en að efnilegur sé hinn uppvaxandi æskulýður höfuðborgarinnar, eða hitt þó heldur. Fetta er svo sem ekki í fyrsta skifti, að smástrákar hér stofna með sér »glæpamanna- félag«, er þeir svo kalla, og þykjast miklir menn af. Villemoes er nú í Newcastle og fær þar fullnaðarviðgerð. Er búist við, að henni verði ekki lokið fyr en um miðjan mánuð. Nýtt skip, sem Nava heitir, send- ir Bergenska félagið hingað í sumar i stað Diana. Hefir skipiö verið smíðað sérstaklega til íslandsferða. HDacjBlað. J Arni Óla. Ritstjórn: | q. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla J Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. —i—m■■ NYjfl bio mammm Lýðveldis- hetjan. Sjónleikur í 8 þáttum, eflir Iftarriet ftSloch. Aðalhlutverk leika: Olaf Fðnss, Philip Bech, Gajns Brnun, Ebba Thomsen, Thilda Köuss, Oda Rastrnp, Torben Meyer, Thorlelf Lund o. fl. Mynd þessi er með allra beztu dönskum myndum, sem hér hafa sést, bæði að efni og leik. Sýning kl. 9. Lagarfoss er á leið hingað frá Englandi, og ísland á leið hingað frá Kaupmannahöfn. Esja fer héðan kl. 2 í dag í hring- ferð austur og norður um land. Höfnin. Tveir færeyskir kutterar, Beinisvör og Hero, komu inn í gær. Annar með brotna bómu, en hinn vegna leka. L. Atlantic, franski botnvörpung- urinn, sem hér var um daginn, kom inn i gær vegna bilunar. Hasselöy, kolaskip til færeysku botnvörpunganna, kom í gær. Anders, línuveiðari, kom af veið- um í morgun. Prentrilla var í blaðinu í sunnu- dag, þar sem talað var um styrki af »Gjöf Jóns Sigurðssonar«. Par stóð: »útgáfa nafnaskrár við skóla- meistarasögu Bókmentafélagsins« en átti að vera: »skólameistarasög- ur. Bókmentafélagið« o. s. frv. Sjötngsafmæii á Bjarni Pórarins- son prestur í dag.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.