Dagblað

Útgáva

Dagblað - 02.04.1925, Síða 1

Dagblað - 02.04.1925, Síða 1
Fimtudag (Tf\ L ár9an9ur ’,s' dJagblao MEÐAN á stríðinu stóð og eiíiðast var um aðdrætti, fundu menn vel til þess, að gott er að geta búið að sinu og að holt er heima hvað. Var margt urn það ritað á þeim dög- um og var aðallega bent á það hvað nota mætti af innlendum fæðutegundum fram yfir það sem nú er gert, og spara þannig kaup á útlendum matvælum. En síðan stríðinu lauk, hefir aftur orðið hljótt um þetta mál og er það undarlegt, því að það er þýðingarmikið, bæði vegna þess að vér eigum hér í landi margar fæðutegundir, sem gæti orðið mjög ódýrar, og væri þeirra neytt, mundi sparast út- tvöfaldur sparnaðiir að þessu, bæði fyrir þjóð 0g einstaklinga. Og á þessari sparnaðaröld ætti málið að fá byr meðal mikils þorra þjóðarinnar, sé ekki alt sparnaðarhjalið uppgerð ein og látalæti. Af innlendum matvælum, sem lítið er eða ekki notuð, má telja fjallagrös, söl og aðrar ætar tjörujurtir, skelfisk og sild. Alt eru þetta bollar fæðutegundir og mörgum sinnum hollari heldur en margt af því er menn leggja sér nú'til munns og kaupa dýr- um dómum frá útlöndum. Lesi menn t. d. lýsingu Uptons Sin- clairs á niðursuðuverksmiðju, hver þrifnaður er þar og sam- ^izkusemi. Skyldi þeir hafa jafn góða lyst á niðursoðnu útlendu hjötmeti eða pylsum eftir og áð- ur? Og margt mætti fleira telja. Er það þá ekki hörmulegt, að menn skuli heldur kjósa slíkar fæðutegundir heldur en þá hina hollu og góðu íslenzku fæðu, er Þeir geta útvegað sér með litlum ^ostnaði, og vita með vissu, að ehki er skemd vegna óþrifa? ^að hefir verið mikið rætt Ulu húsmæðraskóla hér f landi ríkið hefir styrkt húsmæðra- náinskeið hér. Væri ekki rétt að setja það sem skilyrði þegar fé er veitt í slíku augnamiði, að aðaláherslan sé lögð á það að kenna húsmæðraeínum að nota íslenzkar fæðutegundir sem allra mest, kenna þeim hvernig eigi að matreiða þær, því að allur fjöldinn veit þetta ekki og af því stafar að miklu leyti það kæruleysi sem er um það að nota íslenzk matvæli. En hús- mæðrum er bezt til þess trúandi að fá þessu breylt. Er það miklu vænlegra til þess að fá menn til að búa að sínu, að það sé kent í verkinu hvernig á að fara að því, heldur en þótt ritaðar væri margar bækur um slíkt efni. Stúdentaskifti. Næstkomandi vetur og sumar fara þessir stúdentar utan á vegum stúÖentaskiftanefndar- innar: Til sumardvalar i Danmörku: Ólafur Einarsson, stud. med., Ríkarður Kristmundsson, stud. med., Sveinn Ingvarsson, stud. jur., Jakob Jónsson, stud. theol. Er gert ráð fyrir því að þrír hinir fyrsttöldu dvelji um tveggja I mánaða skeið í Danmörk, en sá fjórði einn mánuð. Til veirardvalar í Kaupmanna- höfn: Jakob Jónsson, stud. theol., Guðni Jópsson, stud. theol.., Benjamín Kristjánsson, stud. theol., Sigurður Stefánsson, stud. theol. Dvalartimi hinna þriggja fyrst nefndu er 5 mán., en þess fjórða 4 mán. Til vetrardvalar i Pýzkalandi: Þoripóður Sigurðsson, stud. theol., og dvelur þar um fjög- urra mánaða skeið. það er eftirtektarvert, að af þessum 9 stúdentum eru 6 guð- íræðinemar, tveir læknisfræði- nemar og ekki nema einn lög- fræðinemi. Mörg er búmanns raunin. Úr Aðaldal i Suður-Þingeyjar- sýslu er »Degi« skrifað á þessa leið: Við sem nú erum miðaldra menn og þar yfir, teljum þetta liðna ár vera það versta, sem við munum eftir. Frá nýjári og fram yfir miðjan maí voru sí- feldar hriðar og umhleypingar og jarðlaust víðast hvar. Urðu flestir bændur heylausir og fáir, sem gátu miðlað öðrum, þó voru það nokkrir. t. d. Helgi bóndi Jóhannesson í Múla, sem mun hafa látið nokkuð á annað hundrað vættir af heyi og kom það í góðar þarfir. Keyptu menn afarmikið af kornmat og síld meðan hún var til. Urðu skepn- ur mjög grannar og bar víða á ýmsum kvillum, eins og oft vill verða þegar fé er orðið mjög aðþrengt, og mistu sumir nokk- uð af fullorðnu té og fjöldi lamba drapst og sumir skáru tvílemb- inga framan af sauðburði. Leið nú fram að 15. júní. Voru menn þá búnir að sleppa flestum ám, en þá gekk hann í norðan bleytu- hríð, sem stóð í þrjá daga. Smöluðu menn þá ám sínum og reyndu að halda lifinu í þeim með matargjöfum, en lömbin hrundu wniður af kulda og hungri. Mistu margir bændur einn fjórða af lömbum sínum og sumir helming og einstöku þar yfir. Grasspretta var mjög rýr framan af sumri vegna kulda, en þegar leið á sumarið, varð hún í meðailagi víðast hvar. Sláttur byrjaði seint og gekk mjög illa vegna votviðra. Hrökt- ust hey og stórskemdust, eink- um töður. Náðu menn alment ekki töðum sínum fyr en eftir höfuðdag og ekki hirtu menn úthey sín þau seinustu fyr en í október. Urðu hey bænda því fremur litil og fækkuðu menn al-

x

Dagblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.