Dagblað

Tölublað

Dagblað - 02.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 02.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ ment fé sínu og gripum í haust. Haustið og það sem af er vetr- inum má teljast mjög gott og eru menn mjög lítið búnir að gefa fé, og hestar ganga víða enn úti og er það mikill fengur. t Dr. Helgi Jónsson íézt í nótt á Landakotsspítala. Hann veiktist í fyrri viku af botnlangabólgu og var skorinn upp á sunnudaginn. Horfðist svo á um tíma, sem honum mundi batna, en í gær versnaði honum aftur. Með fráfalli þessa mæta manns er höggvið stórt skarð í hinn fámenna hóp visinda- manna vorra. Hraðflug. Ný aðferð við lendingn. Maður sá er sett hefir heims- met í hraðflugi heitir Bonnet (frb. Bonne) og er liðsforingi í flugher Frakka. Flaug hann 280 e. milur á klukkustund. Nú gerir hann ráð fyrir að ná enn meiri hraða með því að losa frá vélinni, um leið og hún lyftist frá jörðu, hjólin sem hún rennur á til flugs og af flugi. Flugvélin léttist að mun við þetta og mótstaða loftsins minkar. í stað hjólanna ætlar hann að nota við lendinguna skiði, sem fest eru neðan á flugvélina og er henni ætlað að lenda með 100 mílna hraða á klst. Slíkt flug hefir aldrei áður verið reynt, en flugvöllurinn við Istres hjá Marseilles, þar sem flugið verður háð, er svo stór og Bonnet liðsforingi svo fær, að frakkneskir flugfræðingar treysta því að bonum muni hepnast þessi tilraun. Víðsjá. Leikafmæli. Frú Svava Jóns- dóttir átti 25 ára leikafmæli fyrir skömmu. Hún hefir jafnan verið meðal beztu leikenda, sem Leikfélagið hefir haft á að skipa. Félagið viðurkendi þetta á þann hátt að það lék Dóma til ágóða fyrir frúna. Að loknum leik flutti Þorst. M. Jónsson kennari ræðu um leiklistina og viðleitni Leikfélagsins. þar á eftir var svo frúnni haldið samsæti. Ilanði krossinn. Deild er stofnuð á Akureyri. Hafa á 2. hundrað manns þegar skrifað sig í deildina. Bráðabirgðarstjórn er kosin til þess að semja lög. Stjórnina skipa: Séra Geir vígslubiskup, Steingr. bæjarfó- geti og frú, Jón Guðlaugsson settur bæjarstjóri, frú Júlíana Friðriksdóltir, frú Valgerður Ólafsdóttir, frú Laufey Pálsdóttir, Jón E. Sig. kaupm., frú Guð- finna Antonsdóttir, Steingr. Matlhíasson, héraðslæknir, og frú. (Eftir »Degi«) Borgin. Sjfiyarföll. Háflæður er kl. 12,40 í dag og kl. 1 í nótt. Ntetnrlæknir er i nótt Magnús Pétursson Grundarstíg 10. Sími 1185. Nætnryörðnr í Laugavegs Apó- teki. Tíðarfar. 6—10 stiga frost var um alt land í morgun og norðanátt alls staðar og hríð fyrir norðan, eu bjartviðri annarsstaðar. Búist við sama veðri, nema heldur hægara. Höfnin. Pessir botnvörpungar hafa komið af veiðum í gær og í nótt: Arinbjörn hersir, Belgaum, Egili Skallagrimsson, Snorri goði og Grímur Kamban, allir með góðau afla, 70—100 tn. af lifur. Samskotin. Súkkulaðiverksmiðjan Freyja í Ósló, eitthvcrt hið bezt rekna fyrirtæki á Norðurlöndum, hefir gefið 500 krónur i samskota- sjóðinn, er stofnaður var út af manntjóninu mikla. Ennfremur hafa Hellyer Bros í Hafnarfirði gefið 20 þús. krónur og U. M. F. Drengur í Kjós hefir safn- að 124 krónum i samskotasjóðinn. *H)agBlaé. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla t Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn tii viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Lýðveldis- hetj an. Sjónleikur í 8 þáttum, eflir Ilarríet Hloch. Aðalhlutverk leika: 01 af FSnss, Pliilip Bech, Cajtis Bruun, Ebha Thomseu, Thilda Könss, 04a Rastrnp, Torben Meyer, Thorlelf Lund o. fl. Mynd þessi er með allra beztu dönskum myndum, sem hér hafa sést, bæði að efni og leik. Sýning kl. 9. Peningar: Sterl. pd.............. 27,05- Danskar kr............. 103,64 Norskar kr............. 89,54 Sænskar kr............. 152,71 Dollar kr................ 5,67 titsala hófst í Vöruhúsinu í gær og varð par þegar um morguninn mikil ös. Varð að loka búðinni hvað eftir annað vegna þrengsla, en fólk stóð úti á götu og beið þess með óþreyju að komast inn. Háskóli Gyðinga. Skamt frá Jerú- salem var í gær vígður háskóli Gyð- inga. Var byrjað að reisa hann eftir stríðið, er Gyðingar fengu fyrirheit um það, að þeir skyldi aftur eign- ast hið fyrirheitna landið. Háskóli íslands sendi svolátandi samúðar- skeyti: »Guð blessi hebrezka há- skólann. Pað er sem spádómur Esaja II. 2—4 versi, sé að rætasts

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.