Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 03.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ en aðrir fornleifafundir þar syðra og því talið mikils virði fyrir vísindin til þess að tengja saman þau brot úr sögu þjóð- flokkanna þar, sem kunn eru. Frá kjarstjórnarfiinii. Bæjarstjórnarfundur var hald- inn í gærkvöldi, var hann hinn skemtilegasti og stóð frá kl. 5— 9^/a. Fóru bæjarfulltrúar víða og héldu engu dauðahaldi í þau mál sem á dagskrá voru. Nokkrar hnútur voru sendar þar á bæði borð, en óskemdir gengu bæjarfulltrúar frá þeim leik og skildu sáttir að lokum. Samþykt voru nokkur bygg- ingaleyfl, m. a. var Helga Magn- ússyni & Co. leyft að byggja verslunar og íbúðarhús við Hafn- arstræti 19. og Helga Magnús- syni, einum, leyft að byggja viðbótarbyggingu við hús sitt í Bankastræti 6. Viðurkendir sem húsasmiðir, voru þessir menn: Jón Sveins- son Kirkjutorgi, Steingrimur Guðmundsson Amtmannsstíg 4, Brynjólfur N. Jónsson Miðstræti 10, Sveinn G. Gíslason Hverfis- götu 72, Gisli Halldórsson Hverfisgötu 70 og Sveinbjöm Kristjánsson Laugaveg 105. enn- fremur sem múrsmiður Óli Ás- mundsson Nönnugötu 16. Hafa þá verið viðurkendir hér 60 húsa- smiðir og 26 múrsmiðir. Rætt var um færslu íþrótta- vallarins og var kosin 3ja manna nefnd til að íhuga málið í sam- ráði við stjórn Iþróttasambands lslands. Voru þeir borgarstjóri, Björn Ólafsson og Héðinn Valdi- marsson kosnir í nefndina. Er táðgert að færa völlinn meðfram Suðurgötu, og kostnaður við það áætlaður 29 þús. kr., fyrir utan væntanlega skúra, og á bærinn að kosta færsluna. Töluvert var rætt um hina nýju bryggju sem bygð hefir verið fram af austurbakkanum og nú er nærri fullgerð og kom- in til afnota. Töldu sumir hana alt of mjóa, svo að tveir botn- vörpungar gætu ekki losað við hana i einu. Borgarsljóri hélt því fram að bryggjan væri nógu breið, ef menn aðeins kynnu að vinna, og væri fuli þorf á að önnur og betri vinnubrögð væru viðhöfð við affermingu botn- vörpunganna en nú eru. — Einnig kom það fram í umræð- unum, að höfnin væri þegar orðin alt of lítil og öll þörf á meiri hafnarvirkjum vegna auk- inna siglinga. Annars hélt borgar- stjóri o. fl. þvi fram, að útgerð- in hefði vaxið of ört, sérstak- lega síðasta ár og mundu af- leiðingar þess koma í ljós áður en langt um liði og gætu þær orðið alvarlegri en menn nú al- ment gerðu sér grein fyrir. Eins mundi fara fyrir Hafnarfirði og mundu afleiðingarnar þar verða enn þá alvarlegri vegna þess, að alt stendur þar á lausari grundvelli. Vítt var sú aðferð sumra út- gerðarfélaganna, að færa skipin i annað lögsagnarumdæmi til að losna hér við eðlilegar álögur þar sem skipin legðu hér samt sem áður upp afia sinn og hefðu alla afgreiðslu. Nýtt kvikmyndahús hafði Kjartan Sveinsson sótt um að mega byggja og starfrækja, og var því máli visað til bæjarlaga- nefndar. Hestamannafélaginu Fák var leigt Geldinganes ásamt Laugar- nesgirðingunni og afnotum af hestaréltinni við Gasstöðina fyrir 1500 kr. á ári. Leigutíminn eitt ár. Jónasi Björnssyni i Gufunesi var bygö jörðin áfram til næstu þriggja ára fyrir 3,500 kr. af- gjald og megi hann vinna af sér 1000 kr. af leigunni á hverju ári með jarðabótum. Nefnd sú sem falið var að undirbúa samskotin út af mann- skaðanum mikla hafði lagt til að samskotasjóðnum verði fram- vegis veitt forstaða af 4 mönn- um, 1 úr bæjarstjórn Reykjavik- ur, 2. úr bæjarstj. Hafnarfjarðar, 3. frá félagi útgerðarmanna og 4. úr Sjómannafélaginu. IÐacjBlað. I Arni Óla. Ritstjórn: j G Kr Guðttiundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa j Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaóverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði. Lýðveldis- hetjan. Sjónleikur í 8 þáttum, eftir Ilarrlet Itloch. Aðalhlutverk leika: Olaf Föiiss, Philip Bech, Cajus Brnnn, Ebba Thomseo, Thilda Könt-s, O'la Rastrnp, Torben Meyer, Thorlelf Lund o. fl. Mynd þeSsi er með allra beztu dönskum myndum, sem hér hafa sést, bæði að efni og leik. Sýning kl. 9. Borgin. Sjárnrfðll. Háflæður er kl. 1 i dag og kl. 1,33 í nótt. >'8etnrlœkntr er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21. Simi 575. Næturvörðnr í Laugavegs Apó- teki. Tiðnrfnr. Frost um land alt í morgun, mest á Austurlandt, 11 st., og á Hólsfjöllum 13 st.. Norövestan- átt á Austurlandi, hrein norðanátt á Norðurlandi, austlæg átt á Suður- og Vesturlandi og hvassviðri, storm- ur og mikil snjókoma i Vestmanna- eýjum, en annarstaðar hægur. Útlitið er mjög óstöðugt, austlæg átt og hvassviðri meö úrkomu mjög víða. Aprfl kom”af veiðum í nótf, hafði um 100 tn. lifrar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.