Dagblað

Tölublað

Dagblað - 04.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 04.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Töfravald tónanna. Stórkostlega fallegur sjónleikur í 8 þáttum, frá hinu heimsþekta félagi First National, New York. Aðalhlutverkin leika: Dorothy Mc Kaill, James Rennie, •Anclerss Randolf (danskur leikari), Dora Miils Adams, o. fl. Töfravald tónanna (Livets Melodi) er ein af þeim myndum, sem hlýtur að hrifa hvern mann, sem hana sér. Enda sést það af þvf, að hún hefir gengið mjög lengi al- staðar þar, sem hún hefir verið sýnd, og fengið afar góðan orðstír. Pað mun flestum ógleymanleg blinda stúlkan um- komulausa, sem lendir í klóm klækjarefja — en hennar töfravald verður þeim yfirsterkara. Sýning kl. 9. Góður og greindur íslend- ingur hefir samið sig að siðum konunga og annara stórmenna og tekið sér í munn orðtak til eflirbreytni. Orðtak þetta hljóðar svo: ^Hugsa rétt og vilja vel«. Annar glöggur maður, brezk- ur, heldur því fram, að af hverj- um 100 mönnum hugsi 5, — 10 hugsi að þeir hugsi, en 85 muni fremur kjósa sér dauða en að hugsa til að hugsa. Hve margir skyldu þeir svo vera af þessum 5 sem hugsa rétt? Skip Nelsons. Fyrir tveimur árum var.Victory, skip Nelsons sjóliðsforingja, dregið á land til viðgerðar og var fyrst fyrir nokkrum dögum sett á flot aftur. Er það geymt sem minjagripur um orustuna við Trafalgar. Yígi sem íhúðarhús. í gömlu vfgi, skamt frá Nantyglo (það var reist á árunum 1842—49) búa nú fjórar fjölskyldur. Hús- næðisekla erlendis er engu minni en hér, og er víða tekið alt til fbúðar, er nokkur leið er til, aö hýst geti menn, svo sem vagn- ar, bátar, gamlar kastalarústir o. s. frv. T ðarfar. 3—7 stiga frost var í morgun um land alt, minst í Hornafirði, en mest á ísafirði. Norðanátt alls staðar, hvassast hér, f Grindavík, Stykkishólmi og Raufarhöfn. Snjókoma á Ak- ureyri, ísafirði, Seyðisfirði og Hornafirði; annars bjartviðri og litlar loftvægisbreytingar. Spáð er alihvassri norðlægri ált, með snjókomu á Norður- og Austur- landi. Sonnr jitriibrniilitkóiigsliis. Stein, eða einhvern annan af samferðamönnum simjm á skipinu, en sá fljótt, að árangurslaust öiundi fyrir sig að reyna að leita þá uppi. Hann hélt aftir til torgsins. Hljóðfæraílokkur ^ar þar og lék ágæt lög. Kirk settist á bekk og gerði sér það til dægrastyttingar að hlusta á leikinn. Þarna var fult af fólki. Virti Kirk það fyrir sér og gat hann um leið ekki varist að hiinnist þess er frú Cortlandt hafði sagt um í- búa þessa lands, því að þarna sá hann svo úiargbreytt andlit og margskonar kynblendinga, ®ð hann hafði hvergi annað eins séð. Þó bar Þarna mest á Svertingjum,, og minst á Spán- Verjum. Var auðséð að ætt þeirra var í stórri ^rdgnun í rfkinu. En kynhaturs gætti þar ekki. ^ogar stúlkur, af hvitum ættum, leiddu kol- svartar svertíngjastúlkur og menn umgengust Þar bróðurlega, hvernig svo sem hörundslitur Var eða ættareinkenni. Þrátt fyrir margbreytnina, er fyrir augun bar, Varð Kirk brátt þreyttur á að sitja þarna; og afróð þvf að sima aftur til Cortlandt. Eu öðru s*oni varð hann fyrir vonbrigðum. Hann fekk P^r fréttir, að þau hjónin mundu lfklega vera U,m ^óttina utan borgar hjá einhverjum vinum sinum. Hélt hann nú aftur til torgsins, en þá bafði Móðfæraflokkurinn hætt leik sfnum. Fólkið tíndist smám saman f burtu. Kirk settist á bekk og sat þar líka Svertingi sem var á aldur við hann. Um einnar stundar skeið sátu þeir báðir þögulir, en svo þoldi Kirk þetta ekki lengur, en sneri sér að sessunut sínum og mælti. — Hvers vegna ferðu ekki heim til þin? Sveðtinginn hrökk saman, en svo hló hann og mælti. — Ég á hvergi heima, herra minn. — Er það satt. — Já, herra minn? — Hvernig fer maður að hér, þegar maður á hvergi heima? — Maður vinnur þá, herra minn! — Ég á ekki við það. Ég á við hitt hvernig menn þrauka þá á næturnar. Ætlarðu að sitja hér þangað til í fyrramálið? — Já. ef lögreglan rekur mig ekki héðan? Framburður Svertingjans var svo einkenni- legur, að Kirk spurði hann hvaðan hann væri. — Ég er frá Jamafka, herra minn. Ég er frá norðurströndinni. — Ertu nýkominn hingað? — Nei, nei; ég hefi verið hér í tvö ár. Stund- um vinn ég við hötnina og stundum í skrifstof- um. í vikunni sem leið misti ég atvinnu mfna og t dag misti ég herbergi mitt. Húsráðendur eru oft slæmir, herra minnl

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.